Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2024 14:06 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg mætti í nýju verslunina og bauð forsvarsmenn hennar velkomna með verslunina á Selfoss. Hann er hér til vinstri með þeim Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa og Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóra Samkaupa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samkeppni á matvörumarkaði á Selfossi harðnar og harðnar því Nettó var að opna þar þúsund fermetra verslun en fyrir er Nettó með aðra verslun í bæjarfélaginu, auk þess að vera með Krambúð. Bónus og Krónan eru líka á Selfossi. Nýja Nettóverslunin er við Eyraveginn á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa en verslunin var opnuð í gær. Um þúsund fermetra verslun er að ræða. Með nýju versluninni harðnar enn samkeppnin á matvörumarkaði neytendum til góðs því allar verslanirnar reyna nú að bjóða upp á lægsta og hagstæðasta vöruverðið þannig að fólkið komi þar sem lægsta verðið er. Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún er ánægð með að Nettó hafi opnað aðra verslun á Selfossi. „Þetta er þúsund fermetra verslun þannig að ég hlakka til að fá alla Sunnlendinga hér að versla. Við höfum gríðarlega trú á þessu svæði. Við vitum að uppbyggingin er mikil í Árborg og hér í sveitarfélögunum í kring. Við erum komin hér til að vera,” segir Gunnur Líf. Og þetta þýðir náttúrulega heilmikla samkeppni á matvörumarkaðnum hérna er það ekki? „Jú og við erum hér að keppa, við erum að keppa með Nettó á lágvörumarkaði og ætlum að gera það áfram þannig að það verður bara jákvætt og gott,” segir Gunnur. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju versluninni eftir að hún opnað í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnur segir að nýtt app Nettó hafi algjörlega slegið í gegn með jóladagatali en það eru 85 þúsund meðlimir í appinu. „Það seldust sex tonn af nautakjöt í gær hjá okkur af nautalundum á apptilboði og það er mun meira en í fyrra og við erum bara gríðarlega ánægð með hvað viðskiptavinir eru að taka okkur vel,” segir Gunnur Líf. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, ásamt Finni Hafliðasyni, verslunarstjóri nýju verslunarinnar á Selfossi og Heiðari Róberti Birnissyni, aðstoðarframkvæmdastjóri á verslunar- og mannauðssviði SamkaupaþMagnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af Finni Hafliðasyni, verslunarstjóra nýju Nettóverslunarinnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Matvöruverslun Verslun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Nýja Nettóverslunin er við Eyraveginn á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður til húsa en verslunin var opnuð í gær. Um þúsund fermetra verslun er að ræða. Með nýju versluninni harðnar enn samkeppnin á matvörumarkaði neytendum til góðs því allar verslanirnar reyna nú að bjóða upp á lægsta og hagstæðasta vöruverðið þannig að fólkið komi þar sem lægsta verðið er. Nettó er í eigu Samkaupa og eru verslanir samstæðunnar orðnar rúmlega 60 talsins undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún er ánægð með að Nettó hafi opnað aðra verslun á Selfossi. „Þetta er þúsund fermetra verslun þannig að ég hlakka til að fá alla Sunnlendinga hér að versla. Við höfum gríðarlega trú á þessu svæði. Við vitum að uppbyggingin er mikil í Árborg og hér í sveitarfélögunum í kring. Við erum komin hér til að vera,” segir Gunnur Líf. Og þetta þýðir náttúrulega heilmikla samkeppni á matvörumarkaðnum hérna er það ekki? „Jú og við erum hér að keppa, við erum að keppa með Nettó á lágvörumarkaði og ætlum að gera það áfram þannig að það verður bara jákvætt og gott,” segir Gunnur. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju versluninni eftir að hún opnað í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnur segir að nýtt app Nettó hafi algjörlega slegið í gegn með jóladagatali en það eru 85 þúsund meðlimir í appinu. „Það seldust sex tonn af nautakjöt í gær hjá okkur af nautalundum á apptilboði og það er mun meira en í fyrra og við erum bara gríðarlega ánægð með hvað viðskiptavinir eru að taka okkur vel,” segir Gunnur Líf. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, ásamt Finni Hafliðasyni, verslunarstjóri nýju verslunarinnar á Selfossi og Heiðari Róberti Birnissyni, aðstoðarframkvæmdastjóri á verslunar- og mannauðssviði SamkaupaþMagnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af Finni Hafliðasyni, verslunarstjóra nýju Nettóverslunarinnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Matvöruverslun Verslun Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira