Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 13. desember 2024 23:32 Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Reyndar kom undrunin heldur seint og ekki eftir ábendingar íbúa, sem eins og jafnan máttu sín lítils gagnvart yfirvöldum og fengu yfirleitt engin svör. Áhyggjur borgaryfirvalda voru engar fyrr en fjölmiðlaumfjöllun var orðin óþægileg. Skemman sem byggð var fyrir blokkina í Breiðholti var ekki skipulagsslys. Slys eru ekki skipulögð. Skemman var í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Fyrirtækið sem byggði skemmuna upplýsti m.a.s. um að borgin hefði viljað hafa hana enn stærri. Umsókn um að draga úr byggingarmagni (úr 15.000 fm í 11.500) hefði verið hafnað. Samt var umfangið minnkað en greitt fyrir eins og byggt hefði verið að fullu. Í þessu birtist ein af ástæðunum fyrir þessari uppákomu og ótal mörgum öðrum. Linnulaus hallarekstur borgarinnar hefur gert hana háða sölu byggingarréttar. En ekki hvar sem er. Það verður nefnilega að byggja sem mest á svo kölluðum „þéttingarreitum”, í samræmi við stefnuna um þéttingu byggðar og Borgarlínu. Loks er þetta afleiðing af virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúunum. Í Reykjavík samtímans eru þeir til fyrir borgina, ekki öfugt. Þetta er þó ekki nýtilkomið. Áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum tók ég myndir sem fylgja hér að ofan til að sýna hvernig það væri orðin stefna borgarinnar að grafa út heilu lóðirnar (eða nokkrar saman) í miðbænum og byggja út að lóðamörkum (og stundum meira). Ef þetta hefði verið gert á öllum lóðum væri byggðin bara einn stór klumpur. Eftir að þéttingarstefnan færðist í aukana hefur verið byggt fyrir útsýni fólks um alla borg á svæðum sem áttu að vera græn en ekki byggingarreitir. Byggt er þétt upp að umferðargötum (eða flugvelli) þ.a. gluggar megi jafnvel ekki vera með opnanleg fög. Bílastæðum er haldið í lágmarki og eiga helst engin að vera svo þvinga megi fólk í hinum dýru bílastæðalausu íbúðum upp í Borgarlínu. Allt er þetta gert samkvæmt kreddum og án tengingar við raunveruleikann og eðli borgarinnar. Raunar líka án tengingar við mannlegt eðli. Afleiðingarnar birtast loks ljóslega í framkvæmdum eins og þeim sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Litið er fram hjá áhyggjum íbúa og ekki brugðist við fyrr en skaðinn er skeður. Þegar raunveruleikinn blasir við skilja þeir sem skipulögðu allt saman ekki neitt í neinu og tala um „fíaskó” sem þurfi einhvern veginn að bregðast við. Þó líklega ekki með breyttri stefnu. Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skipulag Reykjavík Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar. Reyndar kom undrunin heldur seint og ekki eftir ábendingar íbúa, sem eins og jafnan máttu sín lítils gagnvart yfirvöldum og fengu yfirleitt engin svör. Áhyggjur borgaryfirvalda voru engar fyrr en fjölmiðlaumfjöllun var orðin óþægileg. Skemman sem byggð var fyrir blokkina í Breiðholti var ekki skipulagsslys. Slys eru ekki skipulögð. Skemman var í samræmi við stefnu borgaryfirvalda. Fyrirtækið sem byggði skemmuna upplýsti m.a.s. um að borgin hefði viljað hafa hana enn stærri. Umsókn um að draga úr byggingarmagni (úr 15.000 fm í 11.500) hefði verið hafnað. Samt var umfangið minnkað en greitt fyrir eins og byggt hefði verið að fullu. Í þessu birtist ein af ástæðunum fyrir þessari uppákomu og ótal mörgum öðrum. Linnulaus hallarekstur borgarinnar hefur gert hana háða sölu byggingarréttar. En ekki hvar sem er. Það verður nefnilega að byggja sem mest á svo kölluðum „þéttingarreitum”, í samræmi við stefnuna um þéttingu byggðar og Borgarlínu. Loks er þetta afleiðing af virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúunum. Í Reykjavík samtímans eru þeir til fyrir borgina, ekki öfugt. Þetta er þó ekki nýtilkomið. Áður en ég hóf þátttöku í stjórnmálum tók ég myndir sem fylgja hér að ofan til að sýna hvernig það væri orðin stefna borgarinnar að grafa út heilu lóðirnar (eða nokkrar saman) í miðbænum og byggja út að lóðamörkum (og stundum meira). Ef þetta hefði verið gert á öllum lóðum væri byggðin bara einn stór klumpur. Eftir að þéttingarstefnan færðist í aukana hefur verið byggt fyrir útsýni fólks um alla borg á svæðum sem áttu að vera græn en ekki byggingarreitir. Byggt er þétt upp að umferðargötum (eða flugvelli) þ.a. gluggar megi jafnvel ekki vera með opnanleg fög. Bílastæðum er haldið í lágmarki og eiga helst engin að vera svo þvinga megi fólk í hinum dýru bílastæðalausu íbúðum upp í Borgarlínu. Allt er þetta gert samkvæmt kreddum og án tengingar við raunveruleikann og eðli borgarinnar. Raunar líka án tengingar við mannlegt eðli. Afleiðingarnar birtast loks ljóslega í framkvæmdum eins og þeim sem hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga. Litið er fram hjá áhyggjum íbúa og ekki brugðist við fyrr en skaðinn er skeður. Þegar raunveruleikinn blasir við skilja þeir sem skipulögðu allt saman ekki neitt í neinu og tala um „fíaskó” sem þurfi einhvern veginn að bregðast við. Þó líklega ekki með breyttri stefnu. Höfundur er formaður Miðflokksins
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun