Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 19:13 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir héldu blaðamannafund í dag um stjórnarmyndunarviðræður. vísir/einar „Ég myndi vísa þessu á Bjarna Benediktsson, hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð og félagar hans.“ Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins á blaðamannafundi í dag. Þar svaraði hún ummælum Bjarna Benediktssyni sem tjáði mbl.is í dag að hann teldi formennina búna að „pakka í vörn“. „Hún er búin að pakka í vörn með því að senda út skilaboð um það að staðan sé nú kannski miklu erfiðari og kannski sé þetta miklu flóknara og kannski þurfi mjög miklar málamiðlanir,“ er haft eftir Bjarna. Sigurður Ingi tók í svipaðan streng í samtali við fréttastofu í dag, þar sem hann sagði tölur um verri ríkisafkomu næstu ára hafa legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Auðvelt væri að framreikna þær tölur. „Ég tek hundrað prósent undir það hjá Ingu, þetta er afkoma sem við höfum ekki snert,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Þetta eru þeirra fjárlög, sem þau samþykktu með þessum hætti. Þetta er þeirra bú, sem þau eru að skilja við með þessum hætti. Við erum bara meðvituð um hvaða búi við erum að taka. Þannig spurningin ætti frekar að beinast að starfandi starfsstjórn og fyrri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þau hafi ekki haldið betur utan um hlutina? Við erum einfaldlega að vitna í staðreyndir sem birtust á vefsíðu fjármálaráðuneytis. Þetta er ekki mat, ekki skoðun, þetta eru staðreyndir máls. Við, þessi hópur, kannski ólíkt fyrri ríkisstjórnum, tekur þessari stöðu alvarlega, en við erum samt jákvæðar á að það sé hægt að vinna vel úr því. Þess vegna erum við að leggja á okkur alla þessa vinnu, í staðinn fyrir að setja saman bara samsuðu af orðum, sem við getum ekki staðið við,“ sagði Kristrún ennfremur. Þær stefna á að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Nánar um það hér: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins á blaðamannafundi í dag. Þar svaraði hún ummælum Bjarna Benediktssyni sem tjáði mbl.is í dag að hann teldi formennina búna að „pakka í vörn“. „Hún er búin að pakka í vörn með því að senda út skilaboð um það að staðan sé nú kannski miklu erfiðari og kannski sé þetta miklu flóknara og kannski þurfi mjög miklar málamiðlanir,“ er haft eftir Bjarna. Sigurður Ingi tók í svipaðan streng í samtali við fréttastofu í dag, þar sem hann sagði tölur um verri ríkisafkomu næstu ára hafa legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Auðvelt væri að framreikna þær tölur. „Ég tek hundrað prósent undir það hjá Ingu, þetta er afkoma sem við höfum ekki snert,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Þetta eru þeirra fjárlög, sem þau samþykktu með þessum hætti. Þetta er þeirra bú, sem þau eru að skilja við með þessum hætti. Við erum bara meðvituð um hvaða búi við erum að taka. Þannig spurningin ætti frekar að beinast að starfandi starfsstjórn og fyrri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þau hafi ekki haldið betur utan um hlutina? Við erum einfaldlega að vitna í staðreyndir sem birtust á vefsíðu fjármálaráðuneytis. Þetta er ekki mat, ekki skoðun, þetta eru staðreyndir máls. Við, þessi hópur, kannski ólíkt fyrri ríkisstjórnum, tekur þessari stöðu alvarlega, en við erum samt jákvæðar á að það sé hægt að vinna vel úr því. Þess vegna erum við að leggja á okkur alla þessa vinnu, í staðinn fyrir að setja saman bara samsuðu af orðum, sem við getum ekki staðið við,“ sagði Kristrún ennfremur. Þær stefna á að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Nánar um það hér:
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira