Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 21:00 Rúllubaggabein sem finna má á mörgum sveitabæjum. Maðurinn býr í augsýn frá Hafdísi í grennd við Vopnafjörð. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar. Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar.
Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira