Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:00 Með breytingunum á að reynast fólki auðveldara að fá lyf við almennum kvillum og minnka álag á læknum. Vísir/Vilhelm Lyfjafræðingar fá heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum og apótek verða fyrsti viðkomustaður í veikindum samkvæmt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra. Formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga í apótekum lengi hafa beðið eftir þessu og tillögurnar í takti við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Starfshópur heilbrigðisráðherra birti fyrr í vikunni skýrslu um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum. Þar eru lagðar til ýmsar breytingar sem sagðar eru myndu stuðla að meiri skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, til að mynda með því að veita lyfjafræðingum heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum fyrir minniháttar heilsufarsvandamál og endurnýja lyfjaávísanir. „Það er rosa mikið álag á heilbrigðiskerfið og við erum svolítið að horfa á: Hvernig getum við nýtt þessa sérfræðiþekkingu þannig að rétt þjónusta sé veitt á réttum stað. Það er kannski kominn tími til að allar heilbrigðisstéttir leggist á eitt til að bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir samfélagið allt,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hópurinn leggur til úrætur í þremur áföngum sem innleiða ætti á næstu fimm árum. Í fyrsta áfanga er lagt til að stuðningur við upphaf lyfjameðferðar verði aukinn og bólusetningar færðar í apótek. Í öðrum áfanga, sem á að hefjast innan þriggja ára, er lagt til að lyfjafræðingum verði heimilt að endurnýja lyfjaávísanir og að þeim verði veitt heimild til útgáfu lyfjaávísunar í neyðartilfellum. Í þriðja fasa eiga apótek til dæmis að verða fyrsti viðkomustaður, til að létta álag á heilsugæslu og bráðadeildum. „Þetta er klárlega hluti af lausninni vegna þess að þarna erum við að horfa fam á að apótekin verði fyrsti viðkomustaður fyrir fólk til að létta álagið á heilsugæslu. Þannig að þau tilfelli sem fara á heilsugæsluna séu aðeins flóknari og að við lendum ekki í því að fólk endi á bráðamóttöku vegna þess að biðin á heilsugæslu sé svo löng.“ Lyf Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Starfshópur heilbrigðisráðherra birti fyrr í vikunni skýrslu um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum. Þar eru lagðar til ýmsar breytingar sem sagðar eru myndu stuðla að meiri skilvirkni í heilbrigðiskerfinu, til að mynda með því að veita lyfjafræðingum heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum fyrir minniháttar heilsufarsvandamál og endurnýja lyfjaávísanir. „Það er rosa mikið álag á heilbrigðiskerfið og við erum svolítið að horfa á: Hvernig getum við nýtt þessa sérfræðiþekkingu þannig að rétt þjónusta sé veitt á réttum stað. Það er kannski kominn tími til að allar heilbrigðisstéttir leggist á eitt til að bæta heilbrigðisþjónustuna fyrir samfélagið allt,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Hópurinn leggur til úrætur í þremur áföngum sem innleiða ætti á næstu fimm árum. Í fyrsta áfanga er lagt til að stuðningur við upphaf lyfjameðferðar verði aukinn og bólusetningar færðar í apótek. Í öðrum áfanga, sem á að hefjast innan þriggja ára, er lagt til að lyfjafræðingum verði heimilt að endurnýja lyfjaávísanir og að þeim verði veitt heimild til útgáfu lyfjaávísunar í neyðartilfellum. Í þriðja fasa eiga apótek til dæmis að verða fyrsti viðkomustaður, til að létta álag á heilsugæslu og bráðadeildum. „Þetta er klárlega hluti af lausninni vegna þess að þarna erum við að horfa fam á að apótekin verði fyrsti viðkomustaður fyrir fólk til að létta álagið á heilsugæslu. Þannig að þau tilfelli sem fara á heilsugæsluna séu aðeins flóknari og að við lendum ekki í því að fólk endi á bráðamóttöku vegna þess að biðin á heilsugæslu sé svo löng.“
Lyf Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent