Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 13:43 Án hulduorku ætti massi vetrarbrauta og þyrpinga þeirra að hægja á útþenslu alheimsins og valda því að hann skryppi saman á endanum. Alheimurinn þenst hins vegar út á meiri hraða en áður. Vetrarbrautaþyrpingin MACS-J0417.5-1154 á mynd James Webb. NASA, ESA, CSA, STScI, V. Estrada-Carpenter (Saint Mary's Univer Athuganir öflugasta geimsjónauka sögunnar staðfesta enn á ný að alheimurinn þens út hraðar en staðallíkan eðlisfræðinnar getur útskýrt. Eftir sitja stjarneðlisfræðingar í súpunni, engu nær um hvers vegna herðir á útþenslunni. Vísindamenn hafa vitað í tæpa öld að alheimurinn þenst út, allt frá því að Edwin Hubble sá að vetrarbrautir færðust frá jörðinni á hraða sem var í beinu hlutfalli við fjarlægð þeirra. Útþensluhraði alheimsins hefur verið nefndur Hubble-fastinn. Málin flæktust undir lok 20. aldarinnar þegar mælingar Hubble-geimsjónaukans, sem kenndur er við téðan Hubble, bentu til þess að alheimurinn þendist út hraðar nú en fyrr í sögu hans þrátt fyrir að þyngdaráhrif efnisins í honum ættu að hægja á henni og snúa henni við. Til þess að skýra þetta misræmi hafa vísindamenn byggt á þeirri tilgátu að sýnilegt efni sé aðeins lítill hluti af efnisinnihaldi alheimsins. Meginuppistaða hans, um 95 prósent, sé svonefnd hulduorka og efni. Hulduorkan knýi áfram útþensluna en hulduefnið valdi því að vetrarbrautir og vetrarbrautarþyrpingar tolla saman. Útilokar að Hubble hafi mælt skakkt James Webb-geimsjónaukinn, stærsti og öflugasti sjónauki sögunnar, hefur nú verið að störfum í að nálgast tvö og hálft ár. Fyrstu niðurstöður athugana hans á fjarlægum vetrarbrautum virðast útiloka að niðurstöður Hubble hafi grundvallast á einhvers konar mæliskekkju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alheimurinn reyndist þenjast út átta prósent hraðar en búast ætti við samkvæmt athugunum Webb á svonefndum sefítum í fjarlægum vetrarbrautum, stjörnum með reglulega birtusveiflu sem nýtast sem svonefnd staðalkerti, fyrirbæri með þekkt birtustig sem gera vísindamönnum kleift að mæla fjarlægðir til þeirra með nákvæmum hætti. Adam Riess, stjarneðlisfræðingur og aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir frekari gagna þörf til þess að leysa gátuna um útþensluhraðann. „Hversu mikið er misræmið? Er það á lægri enda skalans, fjögur til fimm prósent eða hærri endanum, tíu til tólf prósent, af þeim gögnum sem eru til staðar? Yfir hvaða tímabil alheimssögunnar er það til staðar? Á þessu munu tilgátur framtíðarinnar byggja,“ segir Riess sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt öðrum fyrir uppgötvunina á því að útþensluhraði alheimsins ykist árið 2011. Siyang Li, doktorsnemi við Johns Hopkins og meðhöfundur að greininni, segir niðurstöðu Webb mögulega þýða að breyta þurfi staðarlíkani vísindamanna af alheiminum. Afar erfitt sér þó að átta sig á hvernig á þessari stundu. „Það eru margar tilgátur sem snúast um hulduefni, hulduorku, huldugeislun, til dæmis fiseindir, eða að þyngdaraflið sjálft hafi einhverja framandi eiginleika sem gæti verið skýringin,“ segir Riess. Evrópska geimstofnunin skaut á loft geimsjónaukanum Evklíð í fyrra. Hann á að skapa stærsta þrívíða kortið af alheiminum til þessa. Með því vonast vísindamenn til þess að skilja betur eðli hulduorku og hulduefnis. Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Vísindamenn hafa vitað í tæpa öld að alheimurinn þenst út, allt frá því að Edwin Hubble sá að vetrarbrautir færðust frá jörðinni á hraða sem var í beinu hlutfalli við fjarlægð þeirra. Útþensluhraði alheimsins hefur verið nefndur Hubble-fastinn. Málin flæktust undir lok 20. aldarinnar þegar mælingar Hubble-geimsjónaukans, sem kenndur er við téðan Hubble, bentu til þess að alheimurinn þendist út hraðar nú en fyrr í sögu hans þrátt fyrir að þyngdaráhrif efnisins í honum ættu að hægja á henni og snúa henni við. Til þess að skýra þetta misræmi hafa vísindamenn byggt á þeirri tilgátu að sýnilegt efni sé aðeins lítill hluti af efnisinnihaldi alheimsins. Meginuppistaða hans, um 95 prósent, sé svonefnd hulduorka og efni. Hulduorkan knýi áfram útþensluna en hulduefnið valdi því að vetrarbrautir og vetrarbrautarþyrpingar tolla saman. Útilokar að Hubble hafi mælt skakkt James Webb-geimsjónaukinn, stærsti og öflugasti sjónauki sögunnar, hefur nú verið að störfum í að nálgast tvö og hálft ár. Fyrstu niðurstöður athugana hans á fjarlægum vetrarbrautum virðast útiloka að niðurstöður Hubble hafi grundvallast á einhvers konar mæliskekkju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alheimurinn reyndist þenjast út átta prósent hraðar en búast ætti við samkvæmt athugunum Webb á svonefndum sefítum í fjarlægum vetrarbrautum, stjörnum með reglulega birtusveiflu sem nýtast sem svonefnd staðalkerti, fyrirbæri með þekkt birtustig sem gera vísindamönnum kleift að mæla fjarlægðir til þeirra með nákvæmum hætti. Adam Riess, stjarneðlisfræðingur og aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir frekari gagna þörf til þess að leysa gátuna um útþensluhraðann. „Hversu mikið er misræmið? Er það á lægri enda skalans, fjögur til fimm prósent eða hærri endanum, tíu til tólf prósent, af þeim gögnum sem eru til staðar? Yfir hvaða tímabil alheimssögunnar er það til staðar? Á þessu munu tilgátur framtíðarinnar byggja,“ segir Riess sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt öðrum fyrir uppgötvunina á því að útþensluhraði alheimsins ykist árið 2011. Siyang Li, doktorsnemi við Johns Hopkins og meðhöfundur að greininni, segir niðurstöðu Webb mögulega þýða að breyta þurfi staðarlíkani vísindamanna af alheiminum. Afar erfitt sér þó að átta sig á hvernig á þessari stundu. „Það eru margar tilgátur sem snúast um hulduefni, hulduorku, huldugeislun, til dæmis fiseindir, eða að þyngdaraflið sjálft hafi einhverja framandi eiginleika sem gæti verið skýringin,“ segir Riess. Evrópska geimstofnunin skaut á loft geimsjónaukanum Evklíð í fyrra. Hann á að skapa stærsta þrívíða kortið af alheiminum til þessa. Með því vonast vísindamenn til þess að skilja betur eðli hulduorku og hulduefnis.
Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15
Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. 1. júlí 2023 13:00