GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 11:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon spáðu í spilin fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur, tveggja af þremur efstu liðum Bónus-deildarinnar. Stöð 2 Sport „Það var svo gaman síðast að við ákváðum að endurtaka þetta,“ segir Pavel Ermolinskij um þá ákvörðun GAZ-manna að beina sjónum sínum að Sauðárkróki í kvöld, á leik Tindastóls og Njarðvíkur. Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins