Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir og Sveinn Ægir Birgisson skrifa 12. desember 2024 09:01 Í ört stækkandi sveitarfélagi er að mörgu að huga, sinna þarf viðhaldi og endurbótum ásamt því horfa til framtíðar, byggja upp innviði í takt við þróun samfélagsins. Forgangsraða þarf framkvæmdum, tryggja fjármögnun og mæta þörfum fjölbreyttra hópa. Þrátt fyrir fjárhagsvanda Árborgar undanfarin ár hefur okkur tekist að mæta þessum þörfum að mestu. Í nýsamþykktri fjárfestingaráætlun fyrir árin 2025-2028 er lögð höfuðáherslu á viðhald og endurbætur auk nýframkvæmda. Áætlað er að fjárfest verði fyrir 2,45 milljarða króna árið 2025. Viðhald og endurbætur Af helstu viðhaldsaðgerðum og endurbótum má nefna endurnýjun gatna. Þar eru elstu götur sveitarfélagsins endurhannaðar, skipt út lögnum, ljósastaurum og malbikað. Unnið hefur verið við hluta Rauðholts á Selfossi og er áætlað að halda áfram að Engjavegi á næsta ári. Þá er áætluð endurnýjun á malbiki og göngustíg á Eyrargötu á Eyrarbakka frá Húsinu og fram yfir Stað. Í Vallaskóla er haldið áfram endurbótum innanhús með það markmiði að bæta starfsumhverfi starfsfólks og nemenda. Skólalóðin umhverfis Vallaskóla verður hönnuð og hafin uppbygging sem lengi hefur verið kallað eftir. Selfossveitur Rannsóknarleitir eftir heitu vatni hafa skilað árangri á árinu 2024 og unnið verður á næsta ári að virkjun þeirra borholna sem teljast vinnsluhæfar. Má þar nefna SE-45 við Hótel Selfoss. Byggt verður upp dæluhús og holan tekin í notkun undir lok árs 2025, mun hún skila um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Þá er önnur borhola við Sóltún SE-46 en hún verður dýpkuð með von um aukin afköst og síðan virkjuð. Áætlað er að fara með þessa borholu á 1.500 metra dýpi. Engin af borholunum hér innanbæjar eru undir þúsund metra svo þessi framkvæmd ætti að gefa góðar vísbendingar um okkar nýja orkuöflunar svæði innanbæjar á Selfossi. Í dreifingu og miðlun mun klárast uppbygging á nýjum miðlunargeymi sem mun taka 4.800 rúmmetrar og gjörbreyta rekstraröryggi Selfossveitna, en hann er tvöfalt stærri en sá sem fyrir er. Endurnýjun stofnlagna mun halda áfram til að tryggja uppbyggingu í sveitarfélaginu öllu. Má þar nefna lagnir í dreifikerfi innan Selfossbæjar og svo endurnýjun á Eyrarlögninni sem tryggir heitt vatn fyrir dreifbýlið, Eyrabakka og Stokkseyri, en þar er mikil uppbygging framundan á næstu árum. Skólamál Hafist verður handa við stækkun Jötunheima úr sex deilda leikskóla í tólf deilda, gert er ráð fullnaðarhönnun og byrjun á jarðvinnu á næsta ári. Skólinn verði opnaður sem tólf deilda leikskóli og fullkláraður með stærri skólalóð árið 2028. Annar áfangi Stekkjaskóla klárast nú um áramót en við það er skólinn fullbyggður fyrir tíu bekkjardeildir án íþróttahúss. Í dag eru nemendur í sjö bekkjardeildum og kennt verður í fyrsta sinn frá 1-10. bekk haustið 2027. Hönnun þriðja áfanga verður unnin á næsta ári en þar verður gert ráð fyrir íþróttahúsi og nýjum tónlistarskóla. Hönnun og jarðvinna fyrir nýja kennslusundlaug við Sundhöll Selfoss hefst á næsta ári. Ásamt þessu öllu þarf að horfa enn lengra fram í tímann við uppbyggingu skólahúsnæðis og mun undirbúningur við gerð fjórða grunnskólans á Selfossi hefjast næsta haust. Vatns- og fráveitan Líkt og aðrir innviðir þarf vatnsveitan að geta vaxið í takt við samfélagið. Því verður byrjað á nýju dæluhúsi fyrir vatnsveituna á næsta ári sem verður klárt árið 2027 og í kjölfarið nýr miðlunargeymir byggður. Allt okkar kalda vatn kemur frá vatnsöflunarsvæðinu í Ingólfsfjalli. Við gerð nýrrar Ölfusárbrúar mun vatnsveitan leggjast í fjárfestingar til að koma nýjum vatnslögnum fyrir til að tryggja áframhaldandi uppvöxt vatnsveitunnar. Í fráveitunni er Hreinsistöðin í Geitanesi enn í fullri framkvæmd og mun hún hreinsa allt skólp frá Selfossi. Áætlað er að taka stöðina í notkun vorið 2026 með fyrsta þreps hreinsun. Síðan munu næstu flokkar hreinsunar bætast við eftir að reynsla hefur verið komið á rekstur stöðvarinnar. Aðrar framkvæmdir Við gerð nýrrar Ölfusárbrúar greiðir sveitarfélagið um milljarð við lagningu á nýjum tengivegum og stofnlögnum fyrir vatns- og hitaveitu. Þannig mun allt heitt vatn koma inn í miðlunarkerfi Selfossveita á sama stað, en í dag eru hitaveituholurnar fyrir utan dælt beint inná inn á dreifikerfið án miðlunar. Áfram verður haldið með lagningu göngu- og hjólreiðastíga frá Selfossi að fjörustígnum milli Eyrarbakka og Stokkseyris. Stígurinn er á lokametrunum og tryggja þarf örugga þverun yfir Eyrarbakkaveg. Endurnýjun á ljósastaurum og götulýsingu heldur áfram með því að LED-væða alla lýsingu í sveitarfélaginu. Ásamt því verður farið í aðgerðir til hraðalækkunar við fjölfarnar gönguþveranir, einkum gönguleiðir skólabarna, með það að markmiði að bæta umferðaröryggi. Fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar Árborgar Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi Á-lista og Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi D-lista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í ört stækkandi sveitarfélagi er að mörgu að huga, sinna þarf viðhaldi og endurbótum ásamt því horfa til framtíðar, byggja upp innviði í takt við þróun samfélagsins. Forgangsraða þarf framkvæmdum, tryggja fjármögnun og mæta þörfum fjölbreyttra hópa. Þrátt fyrir fjárhagsvanda Árborgar undanfarin ár hefur okkur tekist að mæta þessum þörfum að mestu. Í nýsamþykktri fjárfestingaráætlun fyrir árin 2025-2028 er lögð höfuðáherslu á viðhald og endurbætur auk nýframkvæmda. Áætlað er að fjárfest verði fyrir 2,45 milljarða króna árið 2025. Viðhald og endurbætur Af helstu viðhaldsaðgerðum og endurbótum má nefna endurnýjun gatna. Þar eru elstu götur sveitarfélagsins endurhannaðar, skipt út lögnum, ljósastaurum og malbikað. Unnið hefur verið við hluta Rauðholts á Selfossi og er áætlað að halda áfram að Engjavegi á næsta ári. Þá er áætluð endurnýjun á malbiki og göngustíg á Eyrargötu á Eyrarbakka frá Húsinu og fram yfir Stað. Í Vallaskóla er haldið áfram endurbótum innanhús með það markmiði að bæta starfsumhverfi starfsfólks og nemenda. Skólalóðin umhverfis Vallaskóla verður hönnuð og hafin uppbygging sem lengi hefur verið kallað eftir. Selfossveitur Rannsóknarleitir eftir heitu vatni hafa skilað árangri á árinu 2024 og unnið verður á næsta ári að virkjun þeirra borholna sem teljast vinnsluhæfar. Má þar nefna SE-45 við Hótel Selfoss. Byggt verður upp dæluhús og holan tekin í notkun undir lok árs 2025, mun hún skila um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Þá er önnur borhola við Sóltún SE-46 en hún verður dýpkuð með von um aukin afköst og síðan virkjuð. Áætlað er að fara með þessa borholu á 1.500 metra dýpi. Engin af borholunum hér innanbæjar eru undir þúsund metra svo þessi framkvæmd ætti að gefa góðar vísbendingar um okkar nýja orkuöflunar svæði innanbæjar á Selfossi. Í dreifingu og miðlun mun klárast uppbygging á nýjum miðlunargeymi sem mun taka 4.800 rúmmetrar og gjörbreyta rekstraröryggi Selfossveitna, en hann er tvöfalt stærri en sá sem fyrir er. Endurnýjun stofnlagna mun halda áfram til að tryggja uppbyggingu í sveitarfélaginu öllu. Má þar nefna lagnir í dreifikerfi innan Selfossbæjar og svo endurnýjun á Eyrarlögninni sem tryggir heitt vatn fyrir dreifbýlið, Eyrabakka og Stokkseyri, en þar er mikil uppbygging framundan á næstu árum. Skólamál Hafist verður handa við stækkun Jötunheima úr sex deilda leikskóla í tólf deilda, gert er ráð fullnaðarhönnun og byrjun á jarðvinnu á næsta ári. Skólinn verði opnaður sem tólf deilda leikskóli og fullkláraður með stærri skólalóð árið 2028. Annar áfangi Stekkjaskóla klárast nú um áramót en við það er skólinn fullbyggður fyrir tíu bekkjardeildir án íþróttahúss. Í dag eru nemendur í sjö bekkjardeildum og kennt verður í fyrsta sinn frá 1-10. bekk haustið 2027. Hönnun þriðja áfanga verður unnin á næsta ári en þar verður gert ráð fyrir íþróttahúsi og nýjum tónlistarskóla. Hönnun og jarðvinna fyrir nýja kennslusundlaug við Sundhöll Selfoss hefst á næsta ári. Ásamt þessu öllu þarf að horfa enn lengra fram í tímann við uppbyggingu skólahúsnæðis og mun undirbúningur við gerð fjórða grunnskólans á Selfossi hefjast næsta haust. Vatns- og fráveitan Líkt og aðrir innviðir þarf vatnsveitan að geta vaxið í takt við samfélagið. Því verður byrjað á nýju dæluhúsi fyrir vatnsveituna á næsta ári sem verður klárt árið 2027 og í kjölfarið nýr miðlunargeymir byggður. Allt okkar kalda vatn kemur frá vatnsöflunarsvæðinu í Ingólfsfjalli. Við gerð nýrrar Ölfusárbrúar mun vatnsveitan leggjast í fjárfestingar til að koma nýjum vatnslögnum fyrir til að tryggja áframhaldandi uppvöxt vatnsveitunnar. Í fráveitunni er Hreinsistöðin í Geitanesi enn í fullri framkvæmd og mun hún hreinsa allt skólp frá Selfossi. Áætlað er að taka stöðina í notkun vorið 2026 með fyrsta þreps hreinsun. Síðan munu næstu flokkar hreinsunar bætast við eftir að reynsla hefur verið komið á rekstur stöðvarinnar. Aðrar framkvæmdir Við gerð nýrrar Ölfusárbrúar greiðir sveitarfélagið um milljarð við lagningu á nýjum tengivegum og stofnlögnum fyrir vatns- og hitaveitu. Þannig mun allt heitt vatn koma inn í miðlunarkerfi Selfossveita á sama stað, en í dag eru hitaveituholurnar fyrir utan dælt beint inná inn á dreifikerfið án miðlunar. Áfram verður haldið með lagningu göngu- og hjólreiðastíga frá Selfossi að fjörustígnum milli Eyrarbakka og Stokkseyris. Stígurinn er á lokametrunum og tryggja þarf örugga þverun yfir Eyrarbakkaveg. Endurnýjun á ljósastaurum og götulýsingu heldur áfram með því að LED-væða alla lýsingu í sveitarfélaginu. Ásamt því verður farið í aðgerðir til hraðalækkunar við fjölfarnar gönguþveranir, einkum gönguleiðir skólabarna, með það að markmiði að bæta umferðaröryggi. Fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar Árborgar Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi Á-lista og Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi D-lista
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun