Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:00 Mohamed Salah fagnar sigurmarkinu gegn Girona í gærkvöld. Getty/Felipe Mondino Það var nóg skorað af mörkum á fyrra kvöldi Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í þessari viku og nú má sjá mörk gærkvöldsins á Vísi. Liverpool, Real Madrid, Bayern München og fleiri voru í eldlínunni. Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína til þessa og hefur í raun tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, eftir 1-0 sigur gegn Girona á Spáni. Arne Slot var ekki ánægður með spilamennsku Liverpool en vítaspyrna Mohamed Salah dugði til sigurs, eftir að Donny van de Beek, fyrrverandi leikmaður Manchester United, braut á Luis Diaz. Í Þýskalandi vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur gegn RB Leipzig í bráðfjörugum leik. Markverðir beggja liða gerðu sig seka um slæm mistök en það var Ross Barkley sem skoraði sigurmarkið á 85. mínútu, með skoti sem fór af varnarmanni í netið. Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Jude Bellingham skoruðu allir í 3-2 útisigri meistara Real Madrid gegn Atalanta, toppliði Ítalíu. Charles de Ketelaere skoraði úr víti fyrir Atalanta og Ademola Lookman minnkaði muninn í 3-2 á 65. mínútu en Real landaði mikilvægum sigri og er í 18. sæti deildarinnar með níu stig. Annar toppslagur var í Þýskalandi þar sem Leverkusen vann dramatískan 1-0 sigur gegn Inter, með marki frá franska varnarmanninum Nordi Mukiele á 90. mínútu. PSG vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Salzburg, 3-0, og rétt lafir því í umspilssæti fyrir leiki kvöldsins, í 24. sæti. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin. Flest mörk voru skoruð í Gelsenkirchen, þar sem Shaktar Donetsk varð að sætta sig við 5-1 skell gegn Bayern München. Michael Olise skoraði tvö mörk og þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala skoruðu einnig, eftir að Kevin hafði komið Shaktar yfir á fimmtu mínútu. Brest vann svo góðan 1-0 sigur gegn PSV með marki Julien Le Cardinal eftir aukaspyrnu. PSV fékk reyndar dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu en eftir skoðun á myndbandi hætti dómari við þá ákvörðun. Dinamo Zagreb og Celtic gerðu svo markalaust jafntefli, en mörkin úr 2-1 sigri Club Brugge gegn Sporting Lissabon vantar hér og er beðist velvirðingar á því. Níu leikir eru svo á dagskrá í kvöld, þar á meðal leikir Arsenal og Monaco, Juventus og Manchester City, og Dortmund og Barcelona. Að vanda verður fylgst með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Staðan í Meistaradeild Evrópu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Liverpool er eina liðið sem hefur unnið alla sex leiki sína til þessa og hefur í raun tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, eftir 1-0 sigur gegn Girona á Spáni. Arne Slot var ekki ánægður með spilamennsku Liverpool en vítaspyrna Mohamed Salah dugði til sigurs, eftir að Donny van de Beek, fyrrverandi leikmaður Manchester United, braut á Luis Diaz. Í Þýskalandi vann Aston Villa frábæran 3-2 sigur gegn RB Leipzig í bráðfjörugum leik. Markverðir beggja liða gerðu sig seka um slæm mistök en það var Ross Barkley sem skoraði sigurmarkið á 85. mínútu, með skoti sem fór af varnarmanni í netið. Kylian Mbappé, Vinícius Júnior og Jude Bellingham skoruðu allir í 3-2 útisigri meistara Real Madrid gegn Atalanta, toppliði Ítalíu. Charles de Ketelaere skoraði úr víti fyrir Atalanta og Ademola Lookman minnkaði muninn í 3-2 á 65. mínútu en Real landaði mikilvægum sigri og er í 18. sæti deildarinnar með níu stig. Annar toppslagur var í Þýskalandi þar sem Leverkusen vann dramatískan 1-0 sigur gegn Inter, með marki frá franska varnarmanninum Nordi Mukiele á 90. mínútu. PSG vann lífsnauðsynlegan sigur gegn Salzburg, 3-0, og rétt lafir því í umspilssæti fyrir leiki kvöldsins, í 24. sæti. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin. Flest mörk voru skoruð í Gelsenkirchen, þar sem Shaktar Donetsk varð að sætta sig við 5-1 skell gegn Bayern München. Michael Olise skoraði tvö mörk og þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala skoruðu einnig, eftir að Kevin hafði komið Shaktar yfir á fimmtu mínútu. Brest vann svo góðan 1-0 sigur gegn PSV með marki Julien Le Cardinal eftir aukaspyrnu. PSV fékk reyndar dæmda vítaspyrnu á 67. mínútu en eftir skoðun á myndbandi hætti dómari við þá ákvörðun. Dinamo Zagreb og Celtic gerðu svo markalaust jafntefli, en mörkin úr 2-1 sigri Club Brugge gegn Sporting Lissabon vantar hér og er beðist velvirðingar á því. Níu leikir eru svo á dagskrá í kvöld, þar á meðal leikir Arsenal og Monaco, Juventus og Manchester City, og Dortmund og Barcelona. Að vanda verður fylgst með öllum leikjum í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Staðan í Meistaradeild Evrópu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira