Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 18:33 Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Vísir Varnarmálasérfræðingur veltir upp hugmyndinni um að stofna til íslensks hers og bendir á að aðrar smáþjóðir hafi stofnað til herja. Auka ætti viðbúnað í varnarmálum á Íslandi til að hægt sé að bregðast við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum. Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Hann segir aukinn viðbúnað hafa verið við flugvellinum frá árinu 2014 þegar Rússland innlimaði Krímskaga. „Það sem um er að ræða er svolítið sveiflukenndu fjöldi hermanna sem eru á Keflavíkurflugvelli á hverjum tíma.“ Alltaf sé einhver viðvera hermanna, ólíkt því sem áður var. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi utanríkisráðherra kynnti samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum í nóvember. Í henni segir að spenna fari vaxandi og sé ekki lengur hægt að útiloka hernaðarátök í heiminum sem haft geta meiri áhrif á Íslandi en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum. Fram kemur að lögð sé áhersla á aukna þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, þar með talið í höfuðstjórnun og herstjórnun. Þá sé lögð áhersla á eflingu á loftrýmisgæslu bandalagsins á Íslandi, aukinn viðbúnað, gistiríkjastuðning, innviði og bætt upplýsingaskipti. Ísland í lykilhlutverki Arnór segir tvær grunnstoðir í vörnum og öryggi Íslands, annars vegar aðild að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin. Mikilvægi þess fyrrnefnda hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu. Nú sé fimmta grein Atlandshafssáttmáland orðin að kjarnaatriði í öllum störfum Atlantshafsbandalagsins. Hún kveður á um sameiginlegar varnir allra aðildarþjóða bandalagsins. Ef gerð er árás á ein þurfi hinar þjóðirnar að koma henni til varnar. „En aðild okkar að þessu bandalagi felur í sér skuldbindingar líka, vegna þess að Ísland er hernaðarlega mikilvægast staðsett á Norður-Atlantshafi. Ef það þarf að flytja liðsauka frá Norður Ameríku og Bandaríkjunum til Evrópu þá er Ísland í lykilhlutverki. Ef fylgjast á með kafbátaumferð frá norðurflotanum sem dæmi þá er Ísland í lykilhlutverki.“ Það sé staðfesting á aukinni viðveru og auknu mikilvægi Keflavíkurflugvallar á undanförnum árum. Alþingi vel upplýst Þáttastjórnandi nefnir gagnrýni á upplýsingagjöf í tengslum við varnarmál hér á landi. Almenningur kunni að vera ekki nægilega upplýstur. Arnór bendir á að árlega sé umræða um framlög til varnartengdra verkefna á Alþingi. „Þannig að fjárlaganefnd er mjög meðvituð um hvað er í gangi á hverjum tíma á Keflavíkurflugvelli á öryggissvæðinu.“ Þá afhendi ráðherra Alþingi skýrslur árlega og upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar sé regluleg. Þar af leiðandi hafi Alþingi verið vel upplýst um hvað sé í gangi á Keflavíkurflugvelli á sviði varnarmála á hverjum tíma. Arnór bendir á að Ísland sé hernaðarlega mikilvægt hvort sem hér séu varnir eða ekki. „En það að hafa engar varnir gerir Ísland algjörlega háð því hverjum kynni að detta í hug að gera árás á Ísland. Hann myndi þá annað hvort mæta vörnum og mótvægi eða hann getur hreinlega komið inn og tekið yfir landið án andspyrnu og mótþróa. Svipað og Bretar gerðu þegar þeir gerðu innrás í Ísland 1940.“ Malta og Lúxemborg með her Arnór segir að að talað sé um Ísland sem hið ósökkvandi flugmóðurskip. Íslenska ríkið hafi lagt sig fram við að veita aðstöðu á Keflavíkurflugvelli varðandi kafbátaleitareftirlit og ratsjárstöðvar. Hann telur slíkar varnir þó ekki nægar. „Ég hef talað lengi fyrir því að við þurfum að auka okkar viðbúnað til að geta brugðist við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum á Ísland, þangað til við fáum þann liðsauka sem við treystum okkur að fá.“ Er það okkur ekki um og of? „Ekki frekar en smáþjóðum á borð við Lúxemborg eða Möltu,“ segir Arnór. Hann bendir á að í Lúxemborg sé þúsund manna her en í Möltu fimmtán hundruð manna her. „Af hverju? Jú, þeir vita að þeir eru smáir. Og ef á þá er ráðist þá geta þeir ekki varist nema að fá einhverja aðstoð,“ segir Arnór. „Þeir hafa þó þann viðbúnað til að bregðast við ef eitthvað gerist algjörlega óvænt og ófyrirséð.“ Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík síðdegis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur ræddi aukinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli síðustu misseri í Reykjavík síðdegis. Hann segir aukinn viðbúnað hafa verið við flugvellinum frá árinu 2014 þegar Rússland innlimaði Krímskaga. „Það sem um er að ræða er svolítið sveiflukenndu fjöldi hermanna sem eru á Keflavíkurflugvelli á hverjum tíma.“ Alltaf sé einhver viðvera hermanna, ólíkt því sem áður var. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi utanríkisráðherra kynnti samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum í nóvember. Í henni segir að spenna fari vaxandi og sé ekki lengur hægt að útiloka hernaðarátök í heiminum sem haft geta meiri áhrif á Íslandi en nokkru sinni fyrr á lýðveldistímanum. Fram kemur að lögð sé áhersla á aukna þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu, þar með talið í höfuðstjórnun og herstjórnun. Þá sé lögð áhersla á eflingu á loftrýmisgæslu bandalagsins á Íslandi, aukinn viðbúnað, gistiríkjastuðning, innviði og bætt upplýsingaskipti. Ísland í lykilhlutverki Arnór segir tvær grunnstoðir í vörnum og öryggi Íslands, annars vegar aðild að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin. Mikilvægi þess fyrrnefnda hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu. Nú sé fimmta grein Atlandshafssáttmáland orðin að kjarnaatriði í öllum störfum Atlantshafsbandalagsins. Hún kveður á um sameiginlegar varnir allra aðildarþjóða bandalagsins. Ef gerð er árás á ein þurfi hinar þjóðirnar að koma henni til varnar. „En aðild okkar að þessu bandalagi felur í sér skuldbindingar líka, vegna þess að Ísland er hernaðarlega mikilvægast staðsett á Norður-Atlantshafi. Ef það þarf að flytja liðsauka frá Norður Ameríku og Bandaríkjunum til Evrópu þá er Ísland í lykilhlutverki. Ef fylgjast á með kafbátaumferð frá norðurflotanum sem dæmi þá er Ísland í lykilhlutverki.“ Það sé staðfesting á aukinni viðveru og auknu mikilvægi Keflavíkurflugvallar á undanförnum árum. Alþingi vel upplýst Þáttastjórnandi nefnir gagnrýni á upplýsingagjöf í tengslum við varnarmál hér á landi. Almenningur kunni að vera ekki nægilega upplýstur. Arnór bendir á að árlega sé umræða um framlög til varnartengdra verkefna á Alþingi. „Þannig að fjárlaganefnd er mjög meðvituð um hvað er í gangi á hverjum tíma á Keflavíkurflugvelli á öryggissvæðinu.“ Þá afhendi ráðherra Alþingi skýrslur árlega og upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar sé regluleg. Þar af leiðandi hafi Alþingi verið vel upplýst um hvað sé í gangi á Keflavíkurflugvelli á sviði varnarmála á hverjum tíma. Arnór bendir á að Ísland sé hernaðarlega mikilvægt hvort sem hér séu varnir eða ekki. „En það að hafa engar varnir gerir Ísland algjörlega háð því hverjum kynni að detta í hug að gera árás á Ísland. Hann myndi þá annað hvort mæta vörnum og mótvægi eða hann getur hreinlega komið inn og tekið yfir landið án andspyrnu og mótþróa. Svipað og Bretar gerðu þegar þeir gerðu innrás í Ísland 1940.“ Malta og Lúxemborg með her Arnór segir að að talað sé um Ísland sem hið ósökkvandi flugmóðurskip. Íslenska ríkið hafi lagt sig fram við að veita aðstöðu á Keflavíkurflugvelli varðandi kafbátaleitareftirlit og ratsjárstöðvar. Hann telur slíkar varnir þó ekki nægar. „Ég hef talað lengi fyrir því að við þurfum að auka okkar viðbúnað til að geta brugðist við skyndilegum eða ófyrirséðum árásum á Ísland, þangað til við fáum þann liðsauka sem við treystum okkur að fá.“ Er það okkur ekki um og of? „Ekki frekar en smáþjóðum á borð við Lúxemborg eða Möltu,“ segir Arnór. Hann bendir á að í Lúxemborg sé þúsund manna her en í Möltu fimmtán hundruð manna her. „Af hverju? Jú, þeir vita að þeir eru smáir. Og ef á þá er ráðist þá geta þeir ekki varist nema að fá einhverja aðstoð,“ segir Arnór. „Þeir hafa þó þann viðbúnað til að bregðast við ef eitthvað gerist algjörlega óvænt og ófyrirséð.“
Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík síðdegis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira