Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 10. desember 2024 13:32 Vernd hefur verið hluti af íslensku samfélagi í meira en 60 ár. Í upphafi var áfangaheimilið hugsað sem leið fyrir fyrrverandi fanga til að aðlagast samfélaginu á ný, en í dag er spurningin hvort Vernd sé ekki orðin meira lík einkareknu fangelsi? Hlutverk Verndar hefur þróast á þann hátt að fangar sem vilja nýta sér rafrænt eftirlit þurfa að vera vistaðir þar og greiða leigu fyrir vistina. Hvernig stendur á því að Fangelsismálastofnun getur gert þá kröfu að fangi borgi fyrir afplánun sína á Vernd og það sé eini kosturinn til að fangi komist á rafrænt eftirlit? Félagasamtökin Vernd hófu formlega starfsemi 1. febrúar 1960 að undirlagi Þóru Einarsdóttir. Markmiðið var að styðja einstaklinga sem hafa lokið afplánun fangelsisdóms. Lög samtakanna voru mótuð eftir norrænni fyrirmynd og kveða á um að Vernd skuli aðstoða fyrrum fanga við að yfirstíga byrjunarörðugleika við þáttöku í lífinu að nýju, meðal annars með því að útvega þeim húsnæði, vinnu og sálfræðilega aðstoð. Markmiðið var að efla samhygð og skilning í samfélaginu á högum fanga og fjölskyldna þeirra, sem og að aðstoða þá við að endurheimta traust og aðlögun að samfélaginu. Áfangaheimili Verndar opnaði fyrst á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík og veitti þeim húsaskjól sem áttu um sárt að binda, bæði fyrrverandi föngum og þeim sem bjuggu við bág kjör. Reykjavíkurborg greiddi húsaleiguna og velvildarfólk gaf Vernd innbú með það að markmiði að styðja samtökin. Í dag er Vernd staðsett á Laugateigi 19 í Reykjavík. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Verndar. Ólíkar aðstæður fanga Fangar fá því miður ekki málefnalega meðferð þar sem tekið er tillit til aðstæðna hvers og eins. Það er gríðarleg mismunun á milli fanga þegar kemur að búsetu þeirra á Vernd. Fangar sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu hafa betri möguleika á að viðhalda tengslum við fjölskyldu og samfélag sitt. Fangar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins eru svo gott sem sviptir þeim möguleika að umgangast sína nánustu á meðan þeir dvelja á Vernd. Þetta er klár mismunun. Til að útskýra þetta betur, skulum við skoða þrjú mismunandi dæmi: Fangi A: er í takmörkuðu sambandi við fjölskyldu sína eða engu. Hann á í engin hús að venda og á erfitt með að fóta sig í lífinu, hann vantar vinnu og húsnæði til búsetu. Vernd hentar honum fullkomlega til að koma undir sig fótunum. Fangi B: er búsettur fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Eina leiðin fyrir hann til að vera í sambandi við fjölskyldu sína er í gegnum síma eða tölvu. Hann getur ekki tekið þátt í daglegu lífi fjölskyldu sinnar, eða tengst því samfélagi sem hann ætlar að snúa aftur til. Hann er í alveg sömu stöðu og þegar hann var í fangelsi þegar kemur að samverustund með fjölskyldu sinni og því samfélagi sem hann ætlar að búa í. Fangi C: er búsettur á höfuðborgarsvæðinu, Hann er í góðum tengslum við fjölskyldu sína, hann getur tekið takmarkaðan þátt í daglegu lífi þeirra, hann á auðvelt með að halda tengslum við sitt samfélag. Þessi fangi á fjölskyldu og rekur heimili með öllu tilheyrandi, hann á í fullu fangi með að greiða niður sakarkostnað og þær skuldir er hafa hlaðist upp á meðan á afplánun hefur staðið. Vernd hamlar dagleg tengsl hans í lífi fjölskyldunnar og þá sérstaklega einni mikilvægustu stund dagsins, „úlfatímanum“. Íþyngjandi leigukostnaður fyrir fanga Til að komast á rafrænt eftirlit verður fangi fyrst að klára skyldubundna dvöl á Vernd, sama hvaðan af landinu hann kemur. Sú vist kostar 100.000 kr. á mánuði og eru flest herbergin þar tveggja manna. Fyrir þá sem eiga fjölskyldu, reka heimili og eru jafnvel að greiða niður uppsafnaðan sakarkostnað er þetta mjög þungbær fjárhagslega byrði. Þetta er klárlega ekki réttlát meðferð á skjólstæðingum og sýnir hversu langt Vernd hefur fjarlægst upphaflegan tilgang sinn. Það er mikilvægt að spyrja sig, hvers vegna þarf fangi sem er að ljúka afplánun að greiða fyrir vistun sína? Að fangar þurfi að fjármagna afplánun sína virðist vera ákveðin tegund þrælahalds. Fangar líta á Vernd sem opið fangelsi, ekki áfangaheimili eins og Vernd vill telja sig vera, þar sem þeir eru ekki aðeins sviptir frelsi heldur einnig skyldaðir til að taka þátt í sjálfboðavinnu til að mæta kröfum um virkni hafi þeim ekki tekist að útvega sér vinnu á meðan á dvöl þeirra stendur. Þeir eru skyldaðir til að greiða fulla leigu þrátt fyrir að hafa engar tekjur af sjálfboðastarfi sínu. Tæknin gerir Vernd úrelt úrræði Í ljósi þeirrar tækni sem er til staðar í dag, til dæmis GPS-tæknin, eða önnur snjalltæki, má velta því fyrir sér hvort núverandi kerfi Verndar sé úrelt. Það að fangi sem á heimili á Akureyri, Egilsstöðum eða annars staðar á landsbyggðinni, þurfi að vera vistaður í Reykjavík á Vernd til að vera gjaldgengur á rafrænt eftirlit, skapar hindranir fyrir þá sem vilja halda tengslum við fjölskyldu sína og samfélag. Þetta er hrein og klár mismunun, þar sem búseta ræður miklu um hvernig fangar geta tengst aftur nærumhverfi sínu. Dagskrá Verndar er vandamál fyrir þá sem eru með fjölskyldu Fangar á Vernd mega vera úti frá klukkan 07:00 til 23:00 alla virka daga, um helgar mega þeir vera úti frá klukkan 07:00-22:00. Hins vegar þurfa þeir að vera inni á Vernd á virkum dögum milli kl. 18 og 19 en þess þarf ekki um helgar. Þeir missa því af kvöldverðinum, sem er mikilvægasti samverutími fjölskyldunnar. Einnig eru börn oftast að klára tómstundaæfingar um þetta leyti. Þessari reglu þarf að breyta ef ætlunin er að styrkja fjölskyldutengsl og aðlögun fanga að samfélaginu. Áföll og fíknivandi Stór hluti fanga á við fíknivanda að stríða og hefur upplifað alvarleg áföll á lífsleiðinni. Á meðan fangavist stendur fá þeir mjög takmarkaða aðstoð til að vinna úr þeim áföllum og persónuleikaröskunum sem þeir burðast með. Það er samfélagsleg ábyrgð að veita þeim viðeigandi aðstoð, t.d. aðgang að þerapista eða sálfræðingi og að hún sé niðurgreidd af ríkinu. Það gæti hjálpað þeim að byggja sig upp, bæði andlega og félagslega, og um leið skapast betra samband þeirra við samfélagið þegar afplánun lýkur. Fjármál Verndar og gagnsæi Það er nauðsynlegt að ræða fjármál Verndar. Vernd fær fjárframlög frá Fangelsismálastofnun fyrir hvern fanga, auk þess sem fangar greiða fyrir dvöl sína þar. Opinberar skýrslur um rekstur Verndar eru af skornum skammti sem vekja spurningar um gagnsæi í rekstrinum. Hægt er að skoða ársreikninga hjá flest öllum opinberum fyrirtækjum og þar með talið Fangelsismálastofnun, hins vegar er hvergi hægt að finna ársreikning Verndar, þar sem Vernd felur sig á bak við það að vera góðgerðarfélag sem lýtur ekki sömu reglum og einkahlutafélög. Er Vernd opið fangelsi eða áfangaheimili? Að lokum er nauðsynlegt að spyrja: Er Vernd áfangaheimili eða opið fangelsi? Það er taktlaust að vista fanga úr öllum landshlutum á einu svæði þegar tæknin getur boðið upp á annað, með einfaldari úrræðum sem taka mið af einstaklingnum. Til þess þarf að endurskoða reglur Verndar. Þegar ég skoða málið heildstætt get ég ekki komist að annarri niðurstöðu en að Vernd sé einkarekið fangelsi undir regnhlíf félagasamtaka. Fangar eru ekki bara tölur á blaði! Þeir eru manneskjur með mismunandi þarfir. Það er kominn tími til að við sem samfélag kveðjum gamla tímann og hugsum kerfið upp á nýtt. Að refsivistarstofnarnir endurskoði og nútímavæði reglur sínar og úrræði, og finni lausnir sem henta frelsissviptum einstaklingum í nútíma samfélagi. Höfundur er fangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Vernd hefur verið hluti af íslensku samfélagi í meira en 60 ár. Í upphafi var áfangaheimilið hugsað sem leið fyrir fyrrverandi fanga til að aðlagast samfélaginu á ný, en í dag er spurningin hvort Vernd sé ekki orðin meira lík einkareknu fangelsi? Hlutverk Verndar hefur þróast á þann hátt að fangar sem vilja nýta sér rafrænt eftirlit þurfa að vera vistaðir þar og greiða leigu fyrir vistina. Hvernig stendur á því að Fangelsismálastofnun getur gert þá kröfu að fangi borgi fyrir afplánun sína á Vernd og það sé eini kosturinn til að fangi komist á rafrænt eftirlit? Félagasamtökin Vernd hófu formlega starfsemi 1. febrúar 1960 að undirlagi Þóru Einarsdóttir. Markmiðið var að styðja einstaklinga sem hafa lokið afplánun fangelsisdóms. Lög samtakanna voru mótuð eftir norrænni fyrirmynd og kveða á um að Vernd skuli aðstoða fyrrum fanga við að yfirstíga byrjunarörðugleika við þáttöku í lífinu að nýju, meðal annars með því að útvega þeim húsnæði, vinnu og sálfræðilega aðstoð. Markmiðið var að efla samhygð og skilning í samfélaginu á högum fanga og fjölskyldna þeirra, sem og að aðstoða þá við að endurheimta traust og aðlögun að samfélaginu. Áfangaheimili Verndar opnaði fyrst á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík og veitti þeim húsaskjól sem áttu um sárt að binda, bæði fyrrverandi föngum og þeim sem bjuggu við bág kjör. Reykjavíkurborg greiddi húsaleiguna og velvildarfólk gaf Vernd innbú með það að markmiði að styðja samtökin. Í dag er Vernd staðsett á Laugateigi 19 í Reykjavík. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Verndar. Ólíkar aðstæður fanga Fangar fá því miður ekki málefnalega meðferð þar sem tekið er tillit til aðstæðna hvers og eins. Það er gríðarleg mismunun á milli fanga þegar kemur að búsetu þeirra á Vernd. Fangar sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu hafa betri möguleika á að viðhalda tengslum við fjölskyldu og samfélag sitt. Fangar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins eru svo gott sem sviptir þeim möguleika að umgangast sína nánustu á meðan þeir dvelja á Vernd. Þetta er klár mismunun. Til að útskýra þetta betur, skulum við skoða þrjú mismunandi dæmi: Fangi A: er í takmörkuðu sambandi við fjölskyldu sína eða engu. Hann á í engin hús að venda og á erfitt með að fóta sig í lífinu, hann vantar vinnu og húsnæði til búsetu. Vernd hentar honum fullkomlega til að koma undir sig fótunum. Fangi B: er búsettur fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Eina leiðin fyrir hann til að vera í sambandi við fjölskyldu sína er í gegnum síma eða tölvu. Hann getur ekki tekið þátt í daglegu lífi fjölskyldu sinnar, eða tengst því samfélagi sem hann ætlar að snúa aftur til. Hann er í alveg sömu stöðu og þegar hann var í fangelsi þegar kemur að samverustund með fjölskyldu sinni og því samfélagi sem hann ætlar að búa í. Fangi C: er búsettur á höfuðborgarsvæðinu, Hann er í góðum tengslum við fjölskyldu sína, hann getur tekið takmarkaðan þátt í daglegu lífi þeirra, hann á auðvelt með að halda tengslum við sitt samfélag. Þessi fangi á fjölskyldu og rekur heimili með öllu tilheyrandi, hann á í fullu fangi með að greiða niður sakarkostnað og þær skuldir er hafa hlaðist upp á meðan á afplánun hefur staðið. Vernd hamlar dagleg tengsl hans í lífi fjölskyldunnar og þá sérstaklega einni mikilvægustu stund dagsins, „úlfatímanum“. Íþyngjandi leigukostnaður fyrir fanga Til að komast á rafrænt eftirlit verður fangi fyrst að klára skyldubundna dvöl á Vernd, sama hvaðan af landinu hann kemur. Sú vist kostar 100.000 kr. á mánuði og eru flest herbergin þar tveggja manna. Fyrir þá sem eiga fjölskyldu, reka heimili og eru jafnvel að greiða niður uppsafnaðan sakarkostnað er þetta mjög þungbær fjárhagslega byrði. Þetta er klárlega ekki réttlát meðferð á skjólstæðingum og sýnir hversu langt Vernd hefur fjarlægst upphaflegan tilgang sinn. Það er mikilvægt að spyrja sig, hvers vegna þarf fangi sem er að ljúka afplánun að greiða fyrir vistun sína? Að fangar þurfi að fjármagna afplánun sína virðist vera ákveðin tegund þrælahalds. Fangar líta á Vernd sem opið fangelsi, ekki áfangaheimili eins og Vernd vill telja sig vera, þar sem þeir eru ekki aðeins sviptir frelsi heldur einnig skyldaðir til að taka þátt í sjálfboðavinnu til að mæta kröfum um virkni hafi þeim ekki tekist að útvega sér vinnu á meðan á dvöl þeirra stendur. Þeir eru skyldaðir til að greiða fulla leigu þrátt fyrir að hafa engar tekjur af sjálfboðastarfi sínu. Tæknin gerir Vernd úrelt úrræði Í ljósi þeirrar tækni sem er til staðar í dag, til dæmis GPS-tæknin, eða önnur snjalltæki, má velta því fyrir sér hvort núverandi kerfi Verndar sé úrelt. Það að fangi sem á heimili á Akureyri, Egilsstöðum eða annars staðar á landsbyggðinni, þurfi að vera vistaður í Reykjavík á Vernd til að vera gjaldgengur á rafrænt eftirlit, skapar hindranir fyrir þá sem vilja halda tengslum við fjölskyldu sína og samfélag. Þetta er hrein og klár mismunun, þar sem búseta ræður miklu um hvernig fangar geta tengst aftur nærumhverfi sínu. Dagskrá Verndar er vandamál fyrir þá sem eru með fjölskyldu Fangar á Vernd mega vera úti frá klukkan 07:00 til 23:00 alla virka daga, um helgar mega þeir vera úti frá klukkan 07:00-22:00. Hins vegar þurfa þeir að vera inni á Vernd á virkum dögum milli kl. 18 og 19 en þess þarf ekki um helgar. Þeir missa því af kvöldverðinum, sem er mikilvægasti samverutími fjölskyldunnar. Einnig eru börn oftast að klára tómstundaæfingar um þetta leyti. Þessari reglu þarf að breyta ef ætlunin er að styrkja fjölskyldutengsl og aðlögun fanga að samfélaginu. Áföll og fíknivandi Stór hluti fanga á við fíknivanda að stríða og hefur upplifað alvarleg áföll á lífsleiðinni. Á meðan fangavist stendur fá þeir mjög takmarkaða aðstoð til að vinna úr þeim áföllum og persónuleikaröskunum sem þeir burðast með. Það er samfélagsleg ábyrgð að veita þeim viðeigandi aðstoð, t.d. aðgang að þerapista eða sálfræðingi og að hún sé niðurgreidd af ríkinu. Það gæti hjálpað þeim að byggja sig upp, bæði andlega og félagslega, og um leið skapast betra samband þeirra við samfélagið þegar afplánun lýkur. Fjármál Verndar og gagnsæi Það er nauðsynlegt að ræða fjármál Verndar. Vernd fær fjárframlög frá Fangelsismálastofnun fyrir hvern fanga, auk þess sem fangar greiða fyrir dvöl sína þar. Opinberar skýrslur um rekstur Verndar eru af skornum skammti sem vekja spurningar um gagnsæi í rekstrinum. Hægt er að skoða ársreikninga hjá flest öllum opinberum fyrirtækjum og þar með talið Fangelsismálastofnun, hins vegar er hvergi hægt að finna ársreikning Verndar, þar sem Vernd felur sig á bak við það að vera góðgerðarfélag sem lýtur ekki sömu reglum og einkahlutafélög. Er Vernd opið fangelsi eða áfangaheimili? Að lokum er nauðsynlegt að spyrja: Er Vernd áfangaheimili eða opið fangelsi? Það er taktlaust að vista fanga úr öllum landshlutum á einu svæði þegar tæknin getur boðið upp á annað, með einfaldari úrræðum sem taka mið af einstaklingnum. Til þess þarf að endurskoða reglur Verndar. Þegar ég skoða málið heildstætt get ég ekki komist að annarri niðurstöðu en að Vernd sé einkarekið fangelsi undir regnhlíf félagasamtaka. Fangar eru ekki bara tölur á blaði! Þeir eru manneskjur með mismunandi þarfir. Það er kominn tími til að við sem samfélag kveðjum gamla tímann og hugsum kerfið upp á nýtt. Að refsivistarstofnarnir endurskoði og nútímavæði reglur sínar og úrræði, og finni lausnir sem henta frelsissviptum einstaklingum í nútíma samfélagi. Höfundur er fangi.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun