Best klæddu Íslendingarnir 2024 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. desember 2024 07:03 Lífið á Vísi fór yfir best klæddu Íslendingana árið 2024. Vísir/Grafík Tíska er órjúfanlegur hluti af tilverunni þrátt fyrir að fólk velti sér mis mikið upp úr henni. Íslendingar sækja upp til hópa margir í svarta liti og geta jafnvel verið hræddir við að taka áhættu í klæðaburði en þó eru alltaf einhverjir sem þora og skera sig úr. Lífið á Vísi fór yfir þá Íslendinga sem bera af í klæðaburði og fara alltaf ótroðnar slóðir í fatavali. Þetta eru best klæddu Íslendingarnir árið 2024. Listinn er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi og er unninn í samvinnu við álitsgjafa. Þó er óumdeilanlegt að þau sem hér eru nefnt skari fram úr í tískunni. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er óaðfinnanlega smart.Instagram „Það myndi engum detta í hug að vera álitsgjafi án þess að minnast á Villa Vill. Það er enginn með meira sjálfstraust en Villi og það hefur engum tekist að skapa sér eins einstakan stíl á Íslandi og þó víðar væri leitað. Honum hefur tekist að koma á óvart með fatavali sínu trekk í trekk og vekur alltaf athygli, hvort sem það er á leið í dómssal eða í tónlistarmyndbandi með Luigi. Magnaður maður með magnaðan stíl.“ Pattra Sriyanonge Pattra er litríkt sjarmatröll.Instagram „Pattra Sriyanonge er skvísa sem geislar af. Hún er alltaf glæsileg til fara og gleðistraumarnir frá henni smita umhverfið. Dugleg að rokka íslenska hönnun og vekur athygli hvert sem hún fer.“ Júnía Lin Júnía ber af í klæðaburði.Instagram „Fagurkeri með dásamlegt auga og einstakan stíl. Klárlega ein sem ætti að hafa auga með á næstu árum.“ „Hún er snillingur í að setja saman tryllt fit sem mynda listræna heild og svo er hún bara fáranlega fínn (e. fancy) töffari.“ „Kvenlegur og rómantískur stíll sem er á sama tíma svo töffaralegur. Svo góð í að poppa upp dress með flottum fylgihlutum; áhugaverðum töskum, lyklakyppum, húfum eða sokkum.“ Mikael Emil Kaaber View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber) „Mikael stal ekki aðeins senunni sem hinn hugljúfi Gunni í Ljósbrot sem kom út á þessu ári heldur stal hann einnig senunni á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni Cannes. Þar var hann klæddur í sitt fínasta púss úr Arason. Mikael klæðist gjarnan vönduðum vörum af fínustu sort eða nýmóðins fatnaði sem hann hefur fundið í vintage-sölu.“ Karítas Spano, fatahönnuður View this post on Instagram A post shared by Karitas Spano (@karitasspano) „Fatahönnuður með einstakan og djarfan stíl sem fangar athygli og veitir innblástur. Smáatriðin og hugmyndaflugið sameinast við að skapa eitthvað nýtt og töff.“ Halla Tómasdóttir Halla glæsileg í sérsaumuðum Spakmannsspjara kjól á innsetningarathöfn sinni í júní.Vísir/Vilhelm „Forseti vor. Elegansinn uppmálaður og er dugleg að nota íslenska hönnun. Hún setti auðvitað heila tískubylgju af stað eftir að hafa rokkað hálsklútinn. Það verður að fallast undir það að vera smá goðsagnarkennt.“ View this post on Instagram A post shared by Halla Tómasdóttir (@hallatomas) Daníel Ágúst Daníel Ágúst klæðist gjarnan jakkafötum frá Kölska. Hann fer eigin leiðir í klæðaburði og ber algjörlega af í tískunni.Mummi Lú „Stíllinn hans er svo framsækinn og hann þorir. Hann fer í flíkur með mynstri sem enginn annar myndi voga sér í. Óhræddur við skæra liti og áferð. Alltaf töff! Alltaf djarfur!“ „Daníel Ágúst er alltaf svo ótrúlega smart í tauinu og algjör töffari. Það er eitthvað svo ótrúlega elegant að sjá manninn rölta í Vesturbæjarlaug í skósíðum pels.“ Hallgrímur Árnason Hallgrímur Árnason er með ferskan stíl.Marie Grace „Hallgrímur Árnason myndlistarmaður í Vínarborg er alltaf flottur. Hann hefur sinn ferska stíl og alltaf einstaklega vel klæddur og smart.“ Elísabet Helgadóttir View this post on Instagram A post shared by Elísabet Helgadóttir (@elisabethelga) „Elísabet Helgadóttir eigandi Vest er mikill fagurkeri. Hún er alltaf óaðfinnanleg til fara, það sést ekki ein krumpa á konunni og hárið eins og það sé logn alla daga.“ Erling Klingenberg Erling Klingenberg, til hægri, er með einstaklega skemmtilegan fatastíl.Eygló Gísla „Erling Klingenberg myndlistarmaður er alltaf töff og kjarkmikill í klæðaburði. Klæðir sig eins og listaverk.“ Sigurbjörg Birta Sigurbjörg Birta verslunarstjóri í Spúútnik Kringlunni er með töff stíl.Saga Sig „Sigurbjörg Birta verslunarstjóri í Spúútnik er með mjög skemmtilegan stíl þar sem hún klæðist mikið vintage fötum í bland við ný. Alltaf skemmtilegt að sjá þegar gömlum fötum er gefinn annar séns og stíliseraðir á flottan hátt eins og henni tekst einstaklega vel.“ Erna Hrund View this post on Instagram A post shared by Erna Hrund Hermannsdottir (@ernahrund) „Erna Hrund Hermannsdóttir hjá Danól er mikill tískuinnblástur fyrir vinnandi mömmur. Hún er smekkleg og smart en á svona auðveldan og aðgengilegan hátt.“ Alexía Mist View this post on Instagram A post shared by A L E X I A (@alexia_mist) „Hún er svo einstaklega töff týpa. Algjörlega óhrædd við að rokka alls konar smart stíla og para þá svo mikið með alls kyns aukahlutum eins og skarti og sólgleraugum. Fegurðin í hennar stíl er að hann er einhvern veginn svo afslappaður eða effortless. Hún er bara fæddur töffari.“ Jóhann Kristófer „Afslappaður ofurtöffari. Klæðist fötunum sínum með öryggi og einstökum stíl og klæðist nákvæmlega því sem hann vill án þess að láta tísku strauma eða venjur stýra sér.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Patrik Atla Patrik fer eigin leiðir í fatavali.Instagram „Patrik leggur greinilega mikið í stílinn sinn og það sést! Ég fíla hvernig hann fer sínar eigin leiðir í klæðaburði og skapar fordæmalausar víbrur sem gerir hann að ekkert eðlilega töff týpu.“ Júlía Grønvaldt View this post on Instagram A post shared by Júlía Grønvaldt (@juliagronvaldt) „Júlía er ótrúleg þegar kemur að því að setja saman töff lúkk. Mér finnst hún alltaf klæðast rugl flottum fötum og er alltaf með illað nett í gangi. Hún er mikill innblástur fyrir mig – hún gæti mætt í jogging galla og samt gert það að einhverju stórkostlegu og big slay. Hún er ótrúlega skapandi og alltaf með einstakar víbrur sem ég elska.“ Bríet söngkona Bríet er tískudrottning Íslands.Instagram „Bríet er skilgreiningin á því að vera með sinn eigin persónulega stíl. Hún veit hvað virkar og allir aukahlutir eins og hár, neglur og förðun passa fullkomlega við outfittið.“ „Bríeti þarf ekki að útskýra, hún er stanslaust að finna upp hjólið í þessum fræðum og finna nýjar leiðir. Sumir kunna kannski að segja „of mikið af hinu góða“ en við segjum „gæfan gleður hina djörfu“ eða audentes Fortuna iuvat. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Aníta Ósk fyrirsæta View this post on Instagram A post shared by Aníta Ósk ♏︎ (@anita.osk) „Aníta Ósk er með einstakan og töff stíll sem er alltaf vel settur saman. Ég væri til í að fara í vintage búðarráp með henni.“ Helen Óttars View this post on Instagram A post shared by Helen Málfríður Óttarsdóttir (@helenottars) „Það eru fáir betri í að para saman áberandi mynstrum og ólíkum áferðum á jafn fágaðan hátt og Helen gerir.“ Ellen Lofts View this post on Instagram A post shared by ELLENLOFTS (@ellenlofts) „Ellen Loftsdóttir, einn farsælasti stílisti landsins, er með einstakan persónulegan stíl og auga fyrir smáatriðum sem fullkomna lúkkið.“ Guðmundir Birkir Pálmason View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) „Ég sá einu sinni myndband af Gumma kíró í vinnunni. Þar var hann að hnykkja einhverja konu og það var á þeirri stundu sem ég áttaði mig á því að: Já maðurinn er kírópraktor! Ég hélt hann væri bara a FASHION GOD fram að því. Það er nefnilega enginn eins og Gummi. Þessar bryllur, þessi greiðsla, þetta lúkk! Hann þarf að halda námskeið, menn myndu borga dýrum dómum fyrir að fá fashion ráð frá okkar allra besta kírópraktor.“ Dóri DNA View this post on Instagram A post shared by Halldór Halldórsson (@dnadori) „Halldór Laxness Halldórsson hefur ekki aðeins erft listhneigð frá afa sínum heldur einnig góðan smekk fyrir vönduðum og góðum fötum. Maðurinn hefur átt „glow up“ á þessu ári svo maður leyfi sér að setta á ensku og á það einnig við fataskápinn. Hann stal senunni í Einni stjörnu þar sem hann klæddi sig í stíl við hverja stórborgina á eftir annarri.“ Arna Björk View this post on Instagram A post shared by Arna Björk (@arnabjork_) „Dansarinn knái hefur átt viðburðaríkt ár og stal til að mynda senunni sem dansari Aron Can í Monní Show. Hún er svona manneskja sem maður sér út á götu og mann langar að biðja hana um að kenna manni að klæða sig.“ Rúrik Gíslason View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Alltaf „stylish“. Vel samsettur fatnaður og litapallettan meikar alltaf sens. Hann er með sterkan stíl sem endurspeglar öryggi í eigin skinni. Hann skilur hvernig á að layer-a fatnað. Lúkk er alltaf upp á tíu.“ Ragga Gísla Ragga Gísla er einn mesti töffari í heimi.Vísir/Hulda Margrét „Hún fer sínar eigin leiðir, er algjör töffari og það er enginn með tærnar þar sem hún er með hælana. Algjörlega einstakur fatastíll sem endurspeglar persónuleikann hennar. Kemur alltaf á óvart, aldrei safe!“ Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan stíl.Vísir/Arnar „Guðrún er klárlega best klæddi prestur landsins og þó víðar væri leitað. Hún er með einstakt auga, stílhrein en alltaf skemmtileg og er ótrúlega dugleg að klæðast gæða íslenskri hönnun sem hún ber auðvitað óaðfinnanlega vel. Hún er til dæmis hrifin af íslenska hönnuðinum Sif Benedicta og nýtur sín vel í þeirri litagleði. Algjör tískufyrirmynd sem ber af og vekur athygli.“ Séra Guðrún í samfesting frá íslenska hönnuðinum Sif Benedicta.Facebook Þóra Valdimars, stofnandi fatamerkisins Rotate View this post on Instagram A post shared by Thora Valdimars (@thora_valdimars) „Þóra Valdimars er sannkölluð tískudrottning, elegant töffari ef ég ætti að lýsa stíl hennar í tveimur orðum. Klædd vel sniðum flíkum sem hrósa eiginleikum hennar ásamt skóm og fylgihlutum. Heimurinn er hennar tískupallur. Sama hvort það sé hversdagslegt fitt eða fínna tilefni þá kann hún að klæða sig fyrir það og gerir það með stæl. Sem stofnandi og listrænn stjórnandi hjá hinu þekkta norræna merki Rotate eru áhrif hennar á tískuna óumdeilanleg.“ Marteinn Högni View this post on Instagram A post shared by Marteinn Hogni Eliasson (@marteinnhogni) „Sá besti í „layering“. Allaf fínn en afslappaður á sama tíma. Flottir frakkar og grand peysun spila stórt hlutverk í vel úthugsaðri litapalletu.“ Laufey Lin Laufey var sturlað flott í hönnun Prabal Gurung á Met Gala í vor.Kevin Mazur/MG24/Getty Images for The Met Museum/Vogue „Laufey hefur auðvitað verið mikið í sviðsljósinu síðastliðið ár, átt risastór tísku móment og mætti meðal annars á aðal tískuviðburð heimsins Met Gala. Þar var hún stórglæsileg en hún hefur slegið í gegn með sínum fágaða og tímalausa stíl. Hún blandar áreynslulaust saman vintage og nútímalegri stíl og endurspeglar sömu listfengi og dýpt sem er í tónlist hennar.“ Laufey var tímalaus töffari þegar hún sat á fremsta bekk á tískusýningu Chanel í haust í París.Pascal Le Segretain/Getty Images Fleiri sem fengu tilnefningu: Anna Þóra Björnsdóttir, Ármann Reynisson, Diljá Pétursdóttir, Halldóra Sif, Kolbrún Anna Vignisdóttir, Hulda Halldóra, Marianne Sól, Margrét Unnur, Ástrós Traustadóttir, Högni Egilsson, Hekla Gaja, Rubina Singh, Ragna Sigurðardóttir, Edda Guðmundsdóttir stílisti, Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Sverrir Ingibergsson, Sigríður Thorlacius, Sæunn Ósk, Vaka Vigfúsdóttir. Álitsgjafar: Bára Guðmundsdóttir, Emma Ástvaldsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir, Guðný Björk Halldórsdóttir, Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir, Kristín Lilja Sigurðardóttir, Margrét Mist, Oddur Atlason, Oddur Ævar Gunnarsson, Rakel María Hjaltadóttir, Snorri Ásmundsson, Stella Rósenkranz, Svava Marín, Tómas Arnar Þorláksson, Vaka Vigfúsdóttir, Vigdís Erla. Tíska og hönnun Fréttir ársins 2024 Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2023 Stílhreint eða krassandi? Fágað, pönkað eða bæði og? Klæðaburður landsmanna var fjölbreyttur á árinu sem er senn að líða og mátti sjá ólíka stíla njóta sín sem og hinar ýmsu tískubylgjur. 15. desember 2023 07:01 Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Listinn er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi og er unninn í samvinnu við álitsgjafa. Þó er óumdeilanlegt að þau sem hér eru nefnt skari fram úr í tískunni. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er óaðfinnanlega smart.Instagram „Það myndi engum detta í hug að vera álitsgjafi án þess að minnast á Villa Vill. Það er enginn með meira sjálfstraust en Villi og það hefur engum tekist að skapa sér eins einstakan stíl á Íslandi og þó víðar væri leitað. Honum hefur tekist að koma á óvart með fatavali sínu trekk í trekk og vekur alltaf athygli, hvort sem það er á leið í dómssal eða í tónlistarmyndbandi með Luigi. Magnaður maður með magnaðan stíl.“ Pattra Sriyanonge Pattra er litríkt sjarmatröll.Instagram „Pattra Sriyanonge er skvísa sem geislar af. Hún er alltaf glæsileg til fara og gleðistraumarnir frá henni smita umhverfið. Dugleg að rokka íslenska hönnun og vekur athygli hvert sem hún fer.“ Júnía Lin Júnía ber af í klæðaburði.Instagram „Fagurkeri með dásamlegt auga og einstakan stíl. Klárlega ein sem ætti að hafa auga með á næstu árum.“ „Hún er snillingur í að setja saman tryllt fit sem mynda listræna heild og svo er hún bara fáranlega fínn (e. fancy) töffari.“ „Kvenlegur og rómantískur stíll sem er á sama tíma svo töffaralegur. Svo góð í að poppa upp dress með flottum fylgihlutum; áhugaverðum töskum, lyklakyppum, húfum eða sokkum.“ Mikael Emil Kaaber View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber) „Mikael stal ekki aðeins senunni sem hinn hugljúfi Gunni í Ljósbrot sem kom út á þessu ári heldur stal hann einnig senunni á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni Cannes. Þar var hann klæddur í sitt fínasta púss úr Arason. Mikael klæðist gjarnan vönduðum vörum af fínustu sort eða nýmóðins fatnaði sem hann hefur fundið í vintage-sölu.“ Karítas Spano, fatahönnuður View this post on Instagram A post shared by Karitas Spano (@karitasspano) „Fatahönnuður með einstakan og djarfan stíl sem fangar athygli og veitir innblástur. Smáatriðin og hugmyndaflugið sameinast við að skapa eitthvað nýtt og töff.“ Halla Tómasdóttir Halla glæsileg í sérsaumuðum Spakmannsspjara kjól á innsetningarathöfn sinni í júní.Vísir/Vilhelm „Forseti vor. Elegansinn uppmálaður og er dugleg að nota íslenska hönnun. Hún setti auðvitað heila tískubylgju af stað eftir að hafa rokkað hálsklútinn. Það verður að fallast undir það að vera smá goðsagnarkennt.“ View this post on Instagram A post shared by Halla Tómasdóttir (@hallatomas) Daníel Ágúst Daníel Ágúst klæðist gjarnan jakkafötum frá Kölska. Hann fer eigin leiðir í klæðaburði og ber algjörlega af í tískunni.Mummi Lú „Stíllinn hans er svo framsækinn og hann þorir. Hann fer í flíkur með mynstri sem enginn annar myndi voga sér í. Óhræddur við skæra liti og áferð. Alltaf töff! Alltaf djarfur!“ „Daníel Ágúst er alltaf svo ótrúlega smart í tauinu og algjör töffari. Það er eitthvað svo ótrúlega elegant að sjá manninn rölta í Vesturbæjarlaug í skósíðum pels.“ Hallgrímur Árnason Hallgrímur Árnason er með ferskan stíl.Marie Grace „Hallgrímur Árnason myndlistarmaður í Vínarborg er alltaf flottur. Hann hefur sinn ferska stíl og alltaf einstaklega vel klæddur og smart.“ Elísabet Helgadóttir View this post on Instagram A post shared by Elísabet Helgadóttir (@elisabethelga) „Elísabet Helgadóttir eigandi Vest er mikill fagurkeri. Hún er alltaf óaðfinnanleg til fara, það sést ekki ein krumpa á konunni og hárið eins og það sé logn alla daga.“ Erling Klingenberg Erling Klingenberg, til hægri, er með einstaklega skemmtilegan fatastíl.Eygló Gísla „Erling Klingenberg myndlistarmaður er alltaf töff og kjarkmikill í klæðaburði. Klæðir sig eins og listaverk.“ Sigurbjörg Birta Sigurbjörg Birta verslunarstjóri í Spúútnik Kringlunni er með töff stíl.Saga Sig „Sigurbjörg Birta verslunarstjóri í Spúútnik er með mjög skemmtilegan stíl þar sem hún klæðist mikið vintage fötum í bland við ný. Alltaf skemmtilegt að sjá þegar gömlum fötum er gefinn annar séns og stíliseraðir á flottan hátt eins og henni tekst einstaklega vel.“ Erna Hrund View this post on Instagram A post shared by Erna Hrund Hermannsdottir (@ernahrund) „Erna Hrund Hermannsdóttir hjá Danól er mikill tískuinnblástur fyrir vinnandi mömmur. Hún er smekkleg og smart en á svona auðveldan og aðgengilegan hátt.“ Alexía Mist View this post on Instagram A post shared by A L E X I A (@alexia_mist) „Hún er svo einstaklega töff týpa. Algjörlega óhrædd við að rokka alls konar smart stíla og para þá svo mikið með alls kyns aukahlutum eins og skarti og sólgleraugum. Fegurðin í hennar stíl er að hann er einhvern veginn svo afslappaður eða effortless. Hún er bara fæddur töffari.“ Jóhann Kristófer „Afslappaður ofurtöffari. Klæðist fötunum sínum með öryggi og einstökum stíl og klæðist nákvæmlega því sem hann vill án þess að láta tísku strauma eða venjur stýra sér.“ View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Patrik Atla Patrik fer eigin leiðir í fatavali.Instagram „Patrik leggur greinilega mikið í stílinn sinn og það sést! Ég fíla hvernig hann fer sínar eigin leiðir í klæðaburði og skapar fordæmalausar víbrur sem gerir hann að ekkert eðlilega töff týpu.“ Júlía Grønvaldt View this post on Instagram A post shared by Júlía Grønvaldt (@juliagronvaldt) „Júlía er ótrúleg þegar kemur að því að setja saman töff lúkk. Mér finnst hún alltaf klæðast rugl flottum fötum og er alltaf með illað nett í gangi. Hún er mikill innblástur fyrir mig – hún gæti mætt í jogging galla og samt gert það að einhverju stórkostlegu og big slay. Hún er ótrúlega skapandi og alltaf með einstakar víbrur sem ég elska.“ Bríet söngkona Bríet er tískudrottning Íslands.Instagram „Bríet er skilgreiningin á því að vera með sinn eigin persónulega stíl. Hún veit hvað virkar og allir aukahlutir eins og hár, neglur og förðun passa fullkomlega við outfittið.“ „Bríeti þarf ekki að útskýra, hún er stanslaust að finna upp hjólið í þessum fræðum og finna nýjar leiðir. Sumir kunna kannski að segja „of mikið af hinu góða“ en við segjum „gæfan gleður hina djörfu“ eða audentes Fortuna iuvat. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Aníta Ósk fyrirsæta View this post on Instagram A post shared by Aníta Ósk ♏︎ (@anita.osk) „Aníta Ósk er með einstakan og töff stíll sem er alltaf vel settur saman. Ég væri til í að fara í vintage búðarráp með henni.“ Helen Óttars View this post on Instagram A post shared by Helen Málfríður Óttarsdóttir (@helenottars) „Það eru fáir betri í að para saman áberandi mynstrum og ólíkum áferðum á jafn fágaðan hátt og Helen gerir.“ Ellen Lofts View this post on Instagram A post shared by ELLENLOFTS (@ellenlofts) „Ellen Loftsdóttir, einn farsælasti stílisti landsins, er með einstakan persónulegan stíl og auga fyrir smáatriðum sem fullkomna lúkkið.“ Guðmundir Birkir Pálmason View this post on Instagram A post shared by G U M M I - K Í R Ó (@gummikiro) „Ég sá einu sinni myndband af Gumma kíró í vinnunni. Þar var hann að hnykkja einhverja konu og það var á þeirri stundu sem ég áttaði mig á því að: Já maðurinn er kírópraktor! Ég hélt hann væri bara a FASHION GOD fram að því. Það er nefnilega enginn eins og Gummi. Þessar bryllur, þessi greiðsla, þetta lúkk! Hann þarf að halda námskeið, menn myndu borga dýrum dómum fyrir að fá fashion ráð frá okkar allra besta kírópraktor.“ Dóri DNA View this post on Instagram A post shared by Halldór Halldórsson (@dnadori) „Halldór Laxness Halldórsson hefur ekki aðeins erft listhneigð frá afa sínum heldur einnig góðan smekk fyrir vönduðum og góðum fötum. Maðurinn hefur átt „glow up“ á þessu ári svo maður leyfi sér að setta á ensku og á það einnig við fataskápinn. Hann stal senunni í Einni stjörnu þar sem hann klæddi sig í stíl við hverja stórborgina á eftir annarri.“ Arna Björk View this post on Instagram A post shared by Arna Björk (@arnabjork_) „Dansarinn knái hefur átt viðburðaríkt ár og stal til að mynda senunni sem dansari Aron Can í Monní Show. Hún er svona manneskja sem maður sér út á götu og mann langar að biðja hana um að kenna manni að klæða sig.“ Rúrik Gíslason View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) „Alltaf „stylish“. Vel samsettur fatnaður og litapallettan meikar alltaf sens. Hann er með sterkan stíl sem endurspeglar öryggi í eigin skinni. Hann skilur hvernig á að layer-a fatnað. Lúkk er alltaf upp á tíu.“ Ragga Gísla Ragga Gísla er einn mesti töffari í heimi.Vísir/Hulda Margrét „Hún fer sínar eigin leiðir, er algjör töffari og það er enginn með tærnar þar sem hún er með hælana. Algjörlega einstakur fatastíll sem endurspeglar persónuleikann hennar. Kemur alltaf á óvart, aldrei safe!“ Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands Séra Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan stíl.Vísir/Arnar „Guðrún er klárlega best klæddi prestur landsins og þó víðar væri leitað. Hún er með einstakt auga, stílhrein en alltaf skemmtileg og er ótrúlega dugleg að klæðast gæða íslenskri hönnun sem hún ber auðvitað óaðfinnanlega vel. Hún er til dæmis hrifin af íslenska hönnuðinum Sif Benedicta og nýtur sín vel í þeirri litagleði. Algjör tískufyrirmynd sem ber af og vekur athygli.“ Séra Guðrún í samfesting frá íslenska hönnuðinum Sif Benedicta.Facebook Þóra Valdimars, stofnandi fatamerkisins Rotate View this post on Instagram A post shared by Thora Valdimars (@thora_valdimars) „Þóra Valdimars er sannkölluð tískudrottning, elegant töffari ef ég ætti að lýsa stíl hennar í tveimur orðum. Klædd vel sniðum flíkum sem hrósa eiginleikum hennar ásamt skóm og fylgihlutum. Heimurinn er hennar tískupallur. Sama hvort það sé hversdagslegt fitt eða fínna tilefni þá kann hún að klæða sig fyrir það og gerir það með stæl. Sem stofnandi og listrænn stjórnandi hjá hinu þekkta norræna merki Rotate eru áhrif hennar á tískuna óumdeilanleg.“ Marteinn Högni View this post on Instagram A post shared by Marteinn Hogni Eliasson (@marteinnhogni) „Sá besti í „layering“. Allaf fínn en afslappaður á sama tíma. Flottir frakkar og grand peysun spila stórt hlutverk í vel úthugsaðri litapalletu.“ Laufey Lin Laufey var sturlað flott í hönnun Prabal Gurung á Met Gala í vor.Kevin Mazur/MG24/Getty Images for The Met Museum/Vogue „Laufey hefur auðvitað verið mikið í sviðsljósinu síðastliðið ár, átt risastór tísku móment og mætti meðal annars á aðal tískuviðburð heimsins Met Gala. Þar var hún stórglæsileg en hún hefur slegið í gegn með sínum fágaða og tímalausa stíl. Hún blandar áreynslulaust saman vintage og nútímalegri stíl og endurspeglar sömu listfengi og dýpt sem er í tónlist hennar.“ Laufey var tímalaus töffari þegar hún sat á fremsta bekk á tískusýningu Chanel í haust í París.Pascal Le Segretain/Getty Images Fleiri sem fengu tilnefningu: Anna Þóra Björnsdóttir, Ármann Reynisson, Diljá Pétursdóttir, Halldóra Sif, Kolbrún Anna Vignisdóttir, Hulda Halldóra, Marianne Sól, Margrét Unnur, Ástrós Traustadóttir, Högni Egilsson, Hekla Gaja, Rubina Singh, Ragna Sigurðardóttir, Edda Guðmundsdóttir stílisti, Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Sverrir Ingibergsson, Sigríður Thorlacius, Sæunn Ósk, Vaka Vigfúsdóttir. Álitsgjafar: Bára Guðmundsdóttir, Emma Ástvaldsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir, Guðný Björk Halldórsdóttir, Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir, Kristín Lilja Sigurðardóttir, Margrét Mist, Oddur Atlason, Oddur Ævar Gunnarsson, Rakel María Hjaltadóttir, Snorri Ásmundsson, Stella Rósenkranz, Svava Marín, Tómas Arnar Þorláksson, Vaka Vigfúsdóttir, Vigdís Erla.
Tíska og hönnun Fréttir ársins 2024 Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2023 Stílhreint eða krassandi? Fágað, pönkað eða bæði og? Klæðaburður landsmanna var fjölbreyttur á árinu sem er senn að líða og mátti sjá ólíka stíla njóta sín sem og hinar ýmsu tískubylgjur. 15. desember 2023 07:01 Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Best klæddu Íslendingarnir 2023 Stílhreint eða krassandi? Fágað, pönkað eða bæði og? Klæðaburður landsmanna var fjölbreyttur á árinu sem er senn að líða og mátti sjá ólíka stíla njóta sín sem og hinar ýmsu tískubylgjur. 15. desember 2023 07:01
Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00