Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 18:41 Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi. Nú beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Heidelberg virðist hvergi af baki dottið í þeim efnum og mun leita að annarri staðsetningu. vísir Íbúar í Ölfusi hafa með afgerandi hætti hafnað því að veita fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn. Oddvita minnihlutans er mjög létt, og bæjarstjóri fagnar því að niðurstaðan sé skýr. Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira