Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 18:41 Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi. Nú beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Heidelberg virðist hvergi af baki dottið í þeim efnum og mun leita að annarri staðsetningu. vísir Íbúar í Ölfusi hafa með afgerandi hætti hafnað því að veita fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn. Oddvita minnihlutans er mjög létt, og bæjarstjóri fagnar því að niðurstaðan sé skýr. Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Niðurstaða íbúakosninga lá fyrir á sjöunda tímanum. Á kjörskrá voru 1.994, alls kusu 1.310 og var kjörsókn 65,7%. „Já“ sögðu 374 eða 28,5 prósent, „nei“ sögðu 924 eða 70,5 prósent, auðir og ógildir voru 12 eða 1 prósent. Mikill hasar hefur staðið um kosningarnar. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sé ánægjulegt að fá afgerandi kosningu. Hrönn Guðmundsdóttir oddviti B lista í Ölfusi segir að henni sé létt yfir niðurstöðunni. Hún hefur talað skýrt gegn áformum fyrirtækisins. Hröfnn Guðmundsdóttir.vísir/sigurjón „Ég er í skipulagsnefnd og hef ekki stutt þetta þar. Ég var mjög ánægð að fá þessa íbúakosningu og ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu, af því hún er svo afgerandi,“ segir Hrönn sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Varðandi möguleg störf sem hafi glatast segir hún: „Við höfum rosalega mikið í uppbyggingu, risastórar framkvæmdir í laxeldi. Við töldum þetta ekki passa innanum. Sveitarfélagið stendur afskaplega vel fjárhagslega og við höfum verið á þeirri skoðun að við getum svolítið valið hvað við viljum fá.“ Kjörsókn var um 65 prósent, sem bæjarstjórinn var ánægður með.vísir/sigurjón Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Skipulag Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira