Mari sló met í eggheimtu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. desember 2024 14:21 Mari og Njörður vonast til þess að geta eignast barn á nýju ári. Aðsend „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“ Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“
Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira