Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar 9. desember 2024 10:02 Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Stefán Þorri Helgason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar