Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar 9. desember 2024 10:02 Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Stefán Þorri Helgason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun