Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2024 06:34 Jay Z er kvæntur tónlistarkonunni Beyonce og var vinur Combs til margra ára. Hjónin hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar gegn Combs. Getty/Visionhaus/Joe Prior Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, hefur verið sakaður um að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000. Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá. Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Atviksins er getið í máli sem höfðað var fyrir dómstólum fyrr á árinu gegn Sean Combs, félaga Jay-Z til margra ára, en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin hafa nú verið uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Frásögn konunnar, sem nú er á fertugsaldri, er á þann veg að hún hafi verið að reyna að komast inn á verðlaunahátíðina MTV Video Music Awards þegar bílstjóri Combs tók hana tali og sagði að hún væri sú týpa sem tónlistarmaðurinn leitaði eftir. Bað hann hana að finna sig eftir hátíðina. Bílstjórinn ók henni síðan í heimahús þar sem hún var látin undirrita plagg sem hún segist telja að hafi verið yfirlýsing um að hún myndi ekki greina frá því sem hún yrði vitni að. pic.twitter.com/jl8sgOllCM— Roc Nation (@RocNation) December 9, 2024 Konan segir að á staðnum hafi verið fjöldi þekktra einstaklinga og margir að neyta fíkniefna. Henni hafi verið boðinn drykkur, sem virðist hafa innihaldið eitthvað sem gerði það að verkum að hún þurfti að leggjast niður. Að sögn konunnar fór hún inn í herbergi til að hvílast en Carter og Combs hafi báðir komið á eftir henni stuttu síðar og nauðgað henni, fyrst Carter og síðan Combs. Ónefnd fræg kona hafi horft á. Eftir á hafi hún gripið föt sín og flúið á næstu bensínstöð, þar sem hún hringdi í föður sinn. Carter svaraði ásökununum í gær og sagði meðal annars að lögmaður konunnar, Tony Buzbee, hefði gert mistök með því að sækja málið. Sagðist hann ekki myndu gefa undan fjárkúgun af þessu tagi og að hann harmaði aðeins þá þjáningu sem málið myndi valda fjölskyldu hans. Hann og eiginkona hans, Beyonce, myndu nú þurfa að setjast niður með elstu dóttur sinni og útskýra málið, þar sem hún væri á þeim aldri að vinir hennar myndu sjá umfjöllunina í fjölmiðlum og spyrja spurninga. Athygli vekur að Carter segir í yfirlýsingu sinni að það séu ekki allir frægir einstaklingar eins, sem vekur spurningar um hvort hann sé að aðgreina sig frá Combs, sem sætir ákæru vegna kynferðisbrota. NBC greindi fyrst frá.
Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira