„Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 13:02 Húsin á Árbæjarsafni eru komin í jólabúning en það er ekki fyrir alla að komast að þeim þessa stundina. Helga Maureen Gylfadóttir Umfangsmikilli jóladagskrá Árbæjarsafns sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna mikillar hálku. Telur starfsfólk að þetta sé í fyrsta sinn sem hún verður ekki á sínum stað frá því að hefðin hófst árið 1989, ef frá eru talin hin óvenjulegu Covid-ár. Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“ Reykjavík Söfn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Helga Maureen Gylfadóttir, deildarstjóri miðlunar, safnfræðslu og viðburða hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, var önnum kafin við að afboða listamenn og handverksfólk þegar fréttamaður náði af henni tali. „Jólasveinarnir þurftu að fara aftur til fjalla og svo er það presturinn og organistinn og þau sem ætluðu að steypa kertin, þannig að þetta er fjöldi fólks sem við þurftum að hringja í og afboða.“ Hangikjötið tilbúið „Það er búið að sjóða hangikjötið og ég veit ekki hvað á að gera við það,“ bætir Helga við og hlær en til stóð að gefa gestum bita af því með nýsteiktu laufabrauði. Þá hafi staðið til að skera út jólafígúrur, prenta út jólakveðjur, spila spil og margt fleira. Starfsfólk Árbæjarsafns hafi keppst við að ryðja snjó og sanda malarstíga á safnsvæðinu síðustu daga en það hafi dugað skammt. Enn sé svell á svæðinu og ekki batnaði ástandið þegar það rigndi ofan á það í nótt. Til að bæta gráu ofan á svart er spáð frekari vætu í dag. Lofa ljúfri stemningu næsta sunnudag „Það er sama hvað við myndum reyna að salta og sanda, við myndum aldrei geta komið í veg fyrir að einhver gæti meitt sig,“ bætir Helga við. „Það er ekkert við þessu að gera. Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni.“ Líkt og áður segir hefur jóladagskrá Árbæjarsafns verið með svipuðu sniði í áratugi og er lögð áhersla á að veita gestum innsýn inn í jólahald Íslendinga í gegnum árin. Helga segir að dagurinn einkennist af ljúfri stemmingu og veiti smá frið frá því mikla verslunaráreiti sem einkenni oft jólahátíðina. „Þetta er alltaf mjög líflegt og skemmtilegt. Það hafa komið hátt í þúsund manns á svona degi svo okkur þótti ekki sniðugt að kalla til fólk. Það verður bara að fara á svellið á Ingólfstorgi í staðinn og skauta þar.“ Helga segir að þrátt fyrir ósköpin í dag verði þetta allt á sínum stað næsta sunnudag líkt og áður til stóð. „Við ætlum að halda ótrauð áfram.“
Reykjavík Söfn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira