Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 10:30 Frá vinstri: Stefán Rafn Stefánsson, framkvæmdastjóri Cubus, Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus, Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus og Andri Páll Heiðberg, stjórnarformaður og ráðgjafi hjá Cubus. Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptageindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár. Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi. „Bæði félög verða enn sterkari og geta veitt enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus sé að kaupa eina af þremur einingum Cubus. Stefán Rafn Stefánsson verður áfram framkvæmdastjóri Cubus en Andri Páll Heiðberg stjórnarformaður færir sig yfir til Expectus. „Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur,“ segir Reynir Ingi. Viðskiptin feli ekki í sér neinar uppsagnir starfsfólks, hvorki hjá Expectus eða Cubus. „Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar.“ „Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus. Í tilkynningu segir að Expectus sé ráðgjafarfyrirtæki sem styðji við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. „Það aðstoðar rekstraraðila við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Expectus ráðgjöf er einnig með öfluga rekstrar- og stjórnendaráðgjöf við fyrirtæki og stofnanir,“ segir í tilkynningunni frá Expectus. Kaupverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða viðskipti upp á þó nokkra tugi milljóna króna. Kaup og sala fyrirtækja Tækni Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Bæði félög verða enn sterkari og geta veitt enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina,“ segir Reynir Ingi Árnason, framkvæmdastjóri Expectus. Expectus sé að kaupa eina af þremur einingum Cubus. Stefán Rafn Stefánsson verður áfram framkvæmdastjóri Cubus en Andri Páll Heiðberg stjórnarformaður færir sig yfir til Expectus. „Það er ánægjulegt að fá Andra Pál og félaga til liðs við okkur,“ segir Reynir Ingi. Viðskiptin feli ekki í sér neinar uppsagnir starfsfólks, hvorki hjá Expectus eða Cubus. „Það styrkir teymið okkar að fá reynslumikla sérfræðinga á þessu sviði sem hafa þjónustað fjölbreyttar greinar atvinnulífsins og víkka um leið vöruframboð okkar.“ „Fyrir okkar hóp er frábært að koma inn í stærra fyrirtæki á þessu sviði eins og Expectus. Með því sjáum við fram á að geta enn betur þjónustað góðan hóp viðskiptavina enda er Expectus með um 20 einstaklinga sem sinna viðskiptagreind og tengdum lausnum,“ segir Andri Páll Heiðberg, sem leitt hefur hópinn innan Cubus. Í tilkynningu segir að Expectus sé ráðgjafarfyrirtæki sem styðji við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. „Það aðstoðar rekstraraðila við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og eru viðskiptavinir á því sviði yfir 200 hér á landi. Expectus ráðgjöf er einnig með öfluga rekstrar- og stjórnendaráðgjöf við fyrirtæki og stofnanir,“ segir í tilkynningunni frá Expectus. Kaupverðið er ekki gefið upp í tilkynningunni en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða viðskipti upp á þó nokkra tugi milljóna króna.
Kaup og sala fyrirtækja Tækni Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira