Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar 5. desember 2024 15:03 Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum. Áætlanir Samgöngusáttmálinn sem er lausnarmiðaður með samkomulagi um samgöngubætur á stofnvegum og almenningssamgöngum nær til ársins 2040. Ætla má að sá tími lengist eitthvað miðað við aðrar áætlanir sem hafa verið lagðar fram. Fyrirhuguð mislæg gatnamót við Bústaðaveg að Reykjanesbraut er dæmi um hvernig pólitískar áherslur um tafir við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Vegagerðin hefur í áraraðir lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessum stað, verkefnið sem hefur verið fjármagnað hefur stoppað vegna stefnu borgaryfirvalda á bíllausan lífsstíl. Ekki er sjálfgefið að áætlanir samgöngusáttmálans nái fram að ganga og að því leiti er óvissa um framtíð uppbyggingu samgöngumannvirkja hvað varðar stofnbrautir og borgarlínu. Að þessu leiti má segja að áfram muni bifreiðum fjölga og vandamálin í umferðinni aukast. Fleytitíð Orðið fleytitíð kom sennilega fyrst fyrir í umræðunni árið 2005. Vegagerðin gaf út tvær skýrslur um fleytitíð árið 2014. Undirritaður skrifað grein í Fréttablaðið um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 þar sem fjallað var m.a. um einföldu og ódýru leiðina í samgöngum sem er fleytitíð. Þar kemur m.a. fram: „Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn.“ Fleytitíð snýst um að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra skóla og opinberra stofnana/vinnustaða og deyfa þannig álagstoppa í morgun- og seinnipartumferð. Ávinningurinn er styttri ferðatími, minni pirringur í umferðinni og ávinningur fyrir samfélagið allt þar sem tafatími í umferðinni kostar umtalsverðar upphæðir. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umferð Samgöngur Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum. Áætlanir Samgöngusáttmálinn sem er lausnarmiðaður með samkomulagi um samgöngubætur á stofnvegum og almenningssamgöngum nær til ársins 2040. Ætla má að sá tími lengist eitthvað miðað við aðrar áætlanir sem hafa verið lagðar fram. Fyrirhuguð mislæg gatnamót við Bústaðaveg að Reykjanesbraut er dæmi um hvernig pólitískar áherslur um tafir við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Vegagerðin hefur í áraraðir lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessum stað, verkefnið sem hefur verið fjármagnað hefur stoppað vegna stefnu borgaryfirvalda á bíllausan lífsstíl. Ekki er sjálfgefið að áætlanir samgöngusáttmálans nái fram að ganga og að því leiti er óvissa um framtíð uppbyggingu samgöngumannvirkja hvað varðar stofnbrautir og borgarlínu. Að þessu leiti má segja að áfram muni bifreiðum fjölga og vandamálin í umferðinni aukast. Fleytitíð Orðið fleytitíð kom sennilega fyrst fyrir í umræðunni árið 2005. Vegagerðin gaf út tvær skýrslur um fleytitíð árið 2014. Undirritaður skrifað grein í Fréttablaðið um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 þar sem fjallað var m.a. um einföldu og ódýru leiðina í samgöngum sem er fleytitíð. Þar kemur m.a. fram: „Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn.“ Fleytitíð snýst um að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra skóla og opinberra stofnana/vinnustaða og deyfa þannig álagstoppa í morgun- og seinnipartumferð. Ávinningurinn er styttri ferðatími, minni pirringur í umferðinni og ávinningur fyrir samfélagið allt þar sem tafatími í umferðinni kostar umtalsverðar upphæðir. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar