Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Leikföng liggja meðal braks eftir loftárás Ísraela við Muwassi flóttamannabúðirnar nærri Khan Younis á Gasa í morgun. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa lést að minnsta kosti 21 í árásinni. vísir/AP Ísraelar hafa framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna segir gögn og vitnisburði sýna ótvírætt fram á þetta og kallar eftir sterkum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda. Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira