Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Leikföng liggja meðal braks eftir loftárás Ísraela við Muwassi flóttamannabúðirnar nærri Khan Younis á Gasa í morgun. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa lést að minnsta kosti 21 í árásinni. vísir/AP Ísraelar hafa framið hópmorð af ásettu ráði á Gasa samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna segir gögn og vitnisburði sýna ótvírætt fram á þetta og kallar eftir sterkum viðbrögðum alþjóðasamfélagsins og íslenskra stjórnvalda. Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að Ísraelar hafi framið verknaði sem bannaðir eru samkvæmt sáttmála um ráðstafanir gegn hópmorði og refsingar fyrir hópmorð með það að markmiði að útrýma Palestínubúum á Gasa. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar samtakanna, segir skýrsluna marka tímamót. „Í skýrslunni má lesa glöggt og rannsóknin sýnir það að um ásetning er að ræða. Ísrael hafi bæðið drepið og skaðað óbreytta borgara á Gasa en líka þröngvað upp á þá lífsskilyrðum sem með tímanum útrýma þeim,“ segir Anna. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.vísir/Vilhelm Þar er vísað til þess að Ísraelar hafi stöðvað og stýrt aðgangi að orkugjöfum og eldsneyti, hindrað mannúðaraðstoð, sprengt upp innviði á borð við sjúkrahús, notað óhóflega stórar sprengjur og skapað hungursneyð á svæðinu. Skýrslan byggir á níu mánaða rannsókn; fjölda viðtala við þolendur og vitni auk þess sem myndefni var rýnt og orðræða háttsettra ísraelskra embættismanna greind. „Amnesty greindi það að í aðdraganda margra ólögmætra aðgerða og ólögmætra árasa höfðu ísraelsir embættismenn verið með orðfæri þar sem í raun var kallað eftir aðgerðum og verknaði sem er skilgreint sem hópmorð og þar getur Amnesty sýnt fram á að um ásetning var að ræða,“ segir Anna og ítrekar að það sé um lykilatriði að ræða. Ísraelar hafa sagt skýrsluna byggða á lygum en Anna vísar gagnrýninni á bug og segir hana ekki efnislega á neinn hátt. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að yfir fjörutíu og tvö þúsund Palestínumenn hafi látið lífið á Gaza og þar af rúmlega þrettán þúsund og þrjú hundruð börn. Börn bíða eftir mataraðstoð á Gasa. Í skýrslunni er hindrun á mannúðaraðstoð sögð hluti af hópmorðsaðgerðum Ísreala á Gasa. vísir/AP Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum. „Við viljum að ríki, og sérstaklega þessir sterku bandamenn sem hafa stutt við bakið á Ísraelum sama hvað, grípi til brýnna og þýðingarmikilla aðgerða til að þrýsta á Ísrael um að hætta hópmorðsaðgerðum sínum gegn Palestínumönnum á Gasa. Það þarf að þrýsta á Ísrael að samþykkja vopnahlé og við viljum sjá ríki stöðva alla vopnaflutninga til Ísrael því án vopnaflutninga geta þessar árásir ekki haldið áfram,“ segir Anna. Amnesty boðar til mótmælafundar við Alþingi í hádeginu á mánudag. Anna kallar eftir sterkum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda.vísir/Vilhelm „Varðandi Ísland að þá myndum við vilja sjá þau fordæma hópmorð Ísraela á Palestínubúum á Gasa. Við viljum líka sjá að Ísland fordæmi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem hefur verið þar við lýði. Þetta er ólögmætt og grimmilegt kerfi sem byggir á mismunun. Við viljum að Ísland noti hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að koma á vopnahléi og að bundinn verði endir á hópmorðið,“ segir Anna. Samtökin hafa boðið til mótmælafundar fyrir utan Alþingi í hádeginu á mándag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mannréttindi Palestína Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira