Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 11:11 Strikað var yfir nafn Höllu Hrundar 192 sinnum en Karl Gauti fékk 146 útstrikanir. Næsti maður á lista fékk rúmlega hundrað færri útstrikanir. Vísir/Ívar/Vilhelm Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15 Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17