Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 16:03 Sabrina Carpenter og Patrik tróna á listum Spotify þetta árið og eiga bæði mest spiluðu lögin, Sabrina í heimi og Patrik á Íslandi. Vísir Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda. Streymisveitan birti í dag sinn árlega lista yfir þá listamenn og þau lög sem notendur hlustuðu mest á árinu. Listinn hefur verið kenndur við Wrapped og geta notendur streymisveitunnar nú skoðað sína eigin lista auk þess sem topplistar hafa verið birtar á streymisveitunni. Unwritten með endurkomu Á lista yfir mest spiluðu lögin á heimsvísu árið 2024 kennir ýmissa grasa. Þar eru bæði gömul lög og ný en Sabrina Carpenter trónir eins og áður segir á toppnum með lag sitt Espresso auk þess sem lag hennar Please Please Please er einnig á lista. Þá er Beautiful Things með Benson Boone í öðru sæti listans og svo er Birds of a Feather með Billie Eilish í því þriðja. Athygli vekur að lagið Unwritten með Natöshu Bedingfield nær á lista yfir mest spiluðu lögin en lagið kom út árið 2004. Skýringuna má finna í því að lagið gegndi stóru hlutverki í kvikmyndinni Anyone but You sem sló í gegn á fyrri hluta árs. Á lista yfir mest spiluðu listamenn ársins í heiminum trónir Taylor Swift á toppnum auk Post Malone. Þá er þar einnig að finna The Weeknd, Bad Bunny, Drake, Billie Eilish, Travis Scott, Peso Pluma, Kanye West, Ariönu Grande og Feid. Kunnugleg nöfn á íslensku listunum Á íslenska listanum eiga fáir séns í þá félaga Patrik og Luigi en Skína er langmest spilaða lag landsins á Spotify. Þar á eftir kemur Beautiful Things með Benson Boone. Herra Hnetusmjör er svo í þriðja sæti með Koss á þig, laginu úr Áramótaskaupinu í fyrra. Aron Can er einnig á listanum yfir mest spiluðu lögin með MONNÍ, einnig Háski og Patrik með Hvert ertu að fara auk þess sem Iceguys og ClubDub komast rétt á topp tíu með lög sín Krumla og bad bitch í RVK. Á lista yfir mest spiluðu listamennina á Íslandi er Kanye West efstur en fast á hæla hans koma Bubbi Morthens og Herra Hnetusmjör. Taylor Swift er þar líka, auk Drake, Travis Scott og Daniil og Arons Can. Á listanum eru svo að sjálfsögðu þekkt íslensk nöfn eins og Friðrik Dór, ClubDub, GDRN, Floni og Jói Pé og Króli. Tónlist Spotify Fréttir ársins 2024 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Streymisveitan birti í dag sinn árlega lista yfir þá listamenn og þau lög sem notendur hlustuðu mest á árinu. Listinn hefur verið kenndur við Wrapped og geta notendur streymisveitunnar nú skoðað sína eigin lista auk þess sem topplistar hafa verið birtar á streymisveitunni. Unwritten með endurkomu Á lista yfir mest spiluðu lögin á heimsvísu árið 2024 kennir ýmissa grasa. Þar eru bæði gömul lög og ný en Sabrina Carpenter trónir eins og áður segir á toppnum með lag sitt Espresso auk þess sem lag hennar Please Please Please er einnig á lista. Þá er Beautiful Things með Benson Boone í öðru sæti listans og svo er Birds of a Feather með Billie Eilish í því þriðja. Athygli vekur að lagið Unwritten með Natöshu Bedingfield nær á lista yfir mest spiluðu lögin en lagið kom út árið 2004. Skýringuna má finna í því að lagið gegndi stóru hlutverki í kvikmyndinni Anyone but You sem sló í gegn á fyrri hluta árs. Á lista yfir mest spiluðu listamenn ársins í heiminum trónir Taylor Swift á toppnum auk Post Malone. Þá er þar einnig að finna The Weeknd, Bad Bunny, Drake, Billie Eilish, Travis Scott, Peso Pluma, Kanye West, Ariönu Grande og Feid. Kunnugleg nöfn á íslensku listunum Á íslenska listanum eiga fáir séns í þá félaga Patrik og Luigi en Skína er langmest spilaða lag landsins á Spotify. Þar á eftir kemur Beautiful Things með Benson Boone. Herra Hnetusmjör er svo í þriðja sæti með Koss á þig, laginu úr Áramótaskaupinu í fyrra. Aron Can er einnig á listanum yfir mest spiluðu lögin með MONNÍ, einnig Háski og Patrik með Hvert ertu að fara auk þess sem Iceguys og ClubDub komast rétt á topp tíu með lög sín Krumla og bad bitch í RVK. Á lista yfir mest spiluðu listamennina á Íslandi er Kanye West efstur en fast á hæla hans koma Bubbi Morthens og Herra Hnetusmjör. Taylor Swift er þar líka, auk Drake, Travis Scott og Daniil og Arons Can. Á listanum eru svo að sjálfsögðu þekkt íslensk nöfn eins og Friðrik Dór, ClubDub, GDRN, Floni og Jói Pé og Króli.
Tónlist Spotify Fréttir ársins 2024 Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira