Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 14:08 Kristrún var stórglæsileg á laugardagskvöld. Vísir/Anton Brink Glimmertoppur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar seldist upp í tískuvöruverslun Mathildar í Kringlunni, Smáralind og í vefverslun daginn eftir Alþingiskosningar. Eiríkur Jónsson greindi fyrstur frá en hann greindi frá því á vef sínum í lok nóvember að Kristrún hefði mætt í Smáralind og keypt sér toppinn. Nú eftir kosningar sé hann uppseldur í búðunum. Hún klæddist svo toppinum svo athygli vakti þegar Samfylkingin fagnaði kosningasigri á kosninganótt í Kolaportinu. Kristrún stórglæsileg á laugardagskvöld.Vísir/Anton Brink „Toppurinn seldist upp strax á sunnudeginum bæði í verslunum og í vefverslun,“ segir í svari frá versluninni til Vísis. Eiríkur Jónsson greinir frá því að um sé að ræða skyrtu af gerðinni Polo Ralph Lauren. Hún kostar 54.990 krónur. Ljóst er að þjóðinni þykir mikið til fatasmekks Kristrúnar koma. Hún stendur í ströngu þessa dagana við að mynda ríkisstjórn Valkyrja með þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Greinilegt að um er að ræða glæsilega flík því sjónvarpskonan Telma Tómasson klæddist henni í Kryddsíldinni á Stöð 2 á Gamlársdag í fyrra. Hér er um alvöru smekkkonur að ræða. Telma í toppnum góða í Kryddsíldinni 2023.Vísir/Hulda Margrét Verslun Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Tíska og hönnun Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Eiríkur Jónsson greindi fyrstur frá en hann greindi frá því á vef sínum í lok nóvember að Kristrún hefði mætt í Smáralind og keypt sér toppinn. Nú eftir kosningar sé hann uppseldur í búðunum. Hún klæddist svo toppinum svo athygli vakti þegar Samfylkingin fagnaði kosningasigri á kosninganótt í Kolaportinu. Kristrún stórglæsileg á laugardagskvöld.Vísir/Anton Brink „Toppurinn seldist upp strax á sunnudeginum bæði í verslunum og í vefverslun,“ segir í svari frá versluninni til Vísis. Eiríkur Jónsson greinir frá því að um sé að ræða skyrtu af gerðinni Polo Ralph Lauren. Hún kostar 54.990 krónur. Ljóst er að þjóðinni þykir mikið til fatasmekks Kristrúnar koma. Hún stendur í ströngu þessa dagana við að mynda ríkisstjórn Valkyrja með þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Greinilegt að um er að ræða glæsilega flík því sjónvarpskonan Telma Tómasson klæddist henni í Kryddsíldinni á Stöð 2 á Gamlársdag í fyrra. Hér er um alvöru smekkkonur að ræða. Telma í toppnum góða í Kryddsíldinni 2023.Vísir/Hulda Margrét
Verslun Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Tíska og hönnun Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira