Ásta Fanney til Feneyja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 16:33 Ásta Fanney fer á Feneyjartvíæringinn fyrir Íslands hönd í ár. Vísir/Bjarni Ásta Fanney Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Ásta sé einn af fremstu gjörningalistamönnum landsins og er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í list sinni. Ásamt því að fást við myndlist er hún einnig ljóðskáld og tónlistarkona og blandar saman listformum og ólíkum miðlum, þar má nefna meðal annars kvikmyndir, skúlptúra, hljóðinnsetningar og textaverk. Hún hefur sýnt og flutt verk sín á söfnum og hátíðum víða um heim meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Ars Longa, Onassis og MOT og var tilnefnd til Bernard-Heidsieck-Centre Pompidou verðlaunanna í Frakklandi árið 2021. Myndin er stilla úr kvikmyndinni Munnhola, obol ombla obla eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og var frumsýnd á Sequences hátíðinni 2021. Verk hennar einkennist af næmni og hráleika, þar sem kímni og alvara, hefð og framúrstefna fléttast saman í óræða heild sem umvefur á kunnuglegan en jafnframt framandi hátt og bendir á ný og óvænt sjónarhorn. Hún vinnur gjarnan með hverfulleika og orkusvið í tímatengdum verkum sem birtast og hverfa jafnóðum. Sjálf segist Ásta vera hafa verið himinlifandi þegar hún fékk þær fréttir að hún hafi orðið fyrir valinu. „Ég var alveg himinlifandi að fá fréttirnar. Mér líður svo vel með þetta allt saman, ég hugsa að ég fagni þessu í Pétursbúð og fái mér mandarínu eða kaffibolla. Svo leyfi ég bara innsæinu að ráða ferðinni, þetta þarf ekki að vera flókið. Einfaldleikinn er oft bestur.“ Ásta Fanney og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Bjarni Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Þar segir að Ásta sé einn af fremstu gjörningalistamönnum landsins og er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í list sinni. Ásamt því að fást við myndlist er hún einnig ljóðskáld og tónlistarkona og blandar saman listformum og ólíkum miðlum, þar má nefna meðal annars kvikmyndir, skúlptúra, hljóðinnsetningar og textaverk. Hún hefur sýnt og flutt verk sín á söfnum og hátíðum víða um heim meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Ars Longa, Onassis og MOT og var tilnefnd til Bernard-Heidsieck-Centre Pompidou verðlaunanna í Frakklandi árið 2021. Myndin er stilla úr kvikmyndinni Munnhola, obol ombla obla eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og var frumsýnd á Sequences hátíðinni 2021. Verk hennar einkennist af næmni og hráleika, þar sem kímni og alvara, hefð og framúrstefna fléttast saman í óræða heild sem umvefur á kunnuglegan en jafnframt framandi hátt og bendir á ný og óvænt sjónarhorn. Hún vinnur gjarnan með hverfulleika og orkusvið í tímatengdum verkum sem birtast og hverfa jafnóðum. Sjálf segist Ásta vera hafa verið himinlifandi þegar hún fékk þær fréttir að hún hafi orðið fyrir valinu. „Ég var alveg himinlifandi að fá fréttirnar. Mér líður svo vel með þetta allt saman, ég hugsa að ég fagni þessu í Pétursbúð og fái mér mandarínu eða kaffibolla. Svo leyfi ég bara innsæinu að ráða ferðinni, þetta þarf ekki að vera flókið. Einfaldleikinn er oft bestur.“ Ásta Fanney og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Bjarni Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira