Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 06:31 Sondra og Trent Williams með son sinn sem fæddist andvana. Trent spilar með San Francisco 49ers sem hefur átt mjög erfitt ár. Getty/Cliff Welch/Twitter Eiginkona sóknarlínumannsins Trent Williams greindi frá því í gær að hún hafi fætt andvana barn. Tveir leikmenn NFL liðsins San Francisco 49ers hafa þar með misst barn á síðustu mánuðum. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir San Francisco 49ers, lítið sem ekkert gengið inn á vellinum og margir leikmenn liðsins hafa meiðst illa. Ofan á það eru tveir leikmenn að glíma við mikla sorg eftir að hafa misst barn. Sondra Williams, eiginkona Trent, sagði frá því á samfélagmiðlum að hún hafi eignast soninn Trenton Jr. 24. nóvember síðastliðinn en að hann hafi fæðst andvana. Missti einnig tvíburabróðurinn Hún var komin 35 vikur á leið en hún hafði einnig misst tvíburabróðir Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni. „Ég þakka guði fyrir að við gátum tengst í þessar 35 vikur sem og að ég fæddi þig og fékk að halda á þér í örmum mínum. Mér líður betur vitandi að þú þjáðist ekki,“ skrifaði Sondra Williams. Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco 49ers, sagði að Trent Williams hafi eytt mestum hlusta af síðustu viku í það syrgja son sinn. Hann hefur líka misst af síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla. Allir standa með honum „Þetta er eitthvað sem gerðist í síðustu viku. Hann var á sjúkrahísinu með henni og fékk að hitta hann og kveðja. Hann hefur þurft að glíma við þetta allt saman en við viljum allir styðja hann og standa með honum á þessum erfiðu tímum,“ sagði Shanahan. Fyrr í vetur hafði varnarmaðurinn Charvarius Ward sagt frá því að hann missti eins árs gamla dóttur sína, Amani Joy. Hún fæddist með hjartavandamál. Ward missti í kjölfarið af þremur leikjum liðsins. Erfitt fyrir alla Leikurinn á móti Buffalo Bills um helgina var fyrsti leikur Ward eftir að hafa gengið í gegnum þetta. „Þetta er erfitt fyrir þjálfara. Þetta er erfitt sem vinur og sem fjölskyldumeðlimur. Þetta er erfitt fyrir alla. Við eyðum miklum tíma saman og það er það góða við það að vera hluti af fótboltaliði. Í hverju sem þú lendir, góðu eða slæmu, þá förum við í gegn um það saman,“ sagði Shanahan. Tragic: Prayers up to Trent Williams, his Wife Sondra and the entire family for the loss of their New Born Son Trenton Williams Jr. 🙏❤️My deepest condolences to you @TrentW71. Trent’s wife, Sondra Williams, shared on Instagram “My heart is broken, and my arms are empty.” pic.twitter.com/Z8MKbf5QVZ— 49ers & NFL News 24/7 (@49ersSportsTalk) December 2, 2024 NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir San Francisco 49ers, lítið sem ekkert gengið inn á vellinum og margir leikmenn liðsins hafa meiðst illa. Ofan á það eru tveir leikmenn að glíma við mikla sorg eftir að hafa misst barn. Sondra Williams, eiginkona Trent, sagði frá því á samfélagmiðlum að hún hafi eignast soninn Trenton Jr. 24. nóvember síðastliðinn en að hann hafi fæðst andvana. Missti einnig tvíburabróðurinn Hún var komin 35 vikur á leið en hún hafði einnig misst tvíburabróðir Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni. „Ég þakka guði fyrir að við gátum tengst í þessar 35 vikur sem og að ég fæddi þig og fékk að halda á þér í örmum mínum. Mér líður betur vitandi að þú þjáðist ekki,“ skrifaði Sondra Williams. Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco 49ers, sagði að Trent Williams hafi eytt mestum hlusta af síðustu viku í það syrgja son sinn. Hann hefur líka misst af síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla. Allir standa með honum „Þetta er eitthvað sem gerðist í síðustu viku. Hann var á sjúkrahísinu með henni og fékk að hitta hann og kveðja. Hann hefur þurft að glíma við þetta allt saman en við viljum allir styðja hann og standa með honum á þessum erfiðu tímum,“ sagði Shanahan. Fyrr í vetur hafði varnarmaðurinn Charvarius Ward sagt frá því að hann missti eins árs gamla dóttur sína, Amani Joy. Hún fæddist með hjartavandamál. Ward missti í kjölfarið af þremur leikjum liðsins. Erfitt fyrir alla Leikurinn á móti Buffalo Bills um helgina var fyrsti leikur Ward eftir að hafa gengið í gegnum þetta. „Þetta er erfitt fyrir þjálfara. Þetta er erfitt sem vinur og sem fjölskyldumeðlimur. Þetta er erfitt fyrir alla. Við eyðum miklum tíma saman og það er það góða við það að vera hluti af fótboltaliði. Í hverju sem þú lendir, góðu eða slæmu, þá förum við í gegn um það saman,“ sagði Shanahan. Tragic: Prayers up to Trent Williams, his Wife Sondra and the entire family for the loss of their New Born Son Trenton Williams Jr. 🙏❤️My deepest condolences to you @TrentW71. Trent’s wife, Sondra Williams, shared on Instagram “My heart is broken, and my arms are empty.” pic.twitter.com/Z8MKbf5QVZ— 49ers & NFL News 24/7 (@49ersSportsTalk) December 2, 2024
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira