„Menn ætla sér alla leið með þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 20:44 Guðmundur Árni er spenntur fyrir komandi vikum. vísir/vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar verður formanninum Kristrúnu Frostadóttur innan handar í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Hann segir einhug í formönnum um að koma viðræðunum alla leið. „Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Mér líst bara prýðilega á þetta. Það er góður andi í þessu og ég held að það séu öll efni til þess að þetta geti gengið ágætlega fyrir sig,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í efni fundarins við blaðamann og vísar á formennina. Guðmundur Árni var kjörinn varaformaður flokksins fyrir tveimur árum og gaf kost á sér í oddvitasæti flokksins í Suðuvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðnum. Hann var mættur ásamt Kristrúnu á fund dagsins með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar. Aðstoðarmenn þeirra formanna voru einnig á fundinum. „Ég er þarna til ráðgjafar og hjálpar og andinn var bara prýðilegur eins og ég held að hafi blasað við öllum eftir að þær kynntu framhaldið. Menn ætla bara að einbeita sér að vinnunni. Þetta er handavinna og umræða sem tekur sinn tíma. En upphafið er gott.“ Það virðast fáir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkingu til að komast í ríkisstjórn, aðrir en sú samsetning sem nú fundar saman. Eru þessar viðræður „make or break“ fyrir flokkinn? „Það eru allar stjórnarviðræður make or break. Nei, nei, menn ætla sér að fara alla leið með þetta, til þess er leikurinn gerður. Það eru bara einar viðræður í einu, það liggur ljóst fyrir.“ Hann segist sjálfur vera „sprækur eins og lækur“. „Ég er búinn að ná mér af þessum krankleika sem herjaði á, þannig ég er til í allt. Og spenntur fyrir komandi vikum. Ég reikna með því að verða þarna þangað til við leiðum allt til lykta. Svo verða aðilar kallaðir til eftir atvikum, og þörfum,“ segir Guðmundur Árni að lokum.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02 Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Stjórnarmyndunarviðræðum formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður framhaldið í dag. 2. desember 2024 08:02
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28