Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2024 20:00 Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistakona hleypti fréttamönnum Stöðvar 2 inn á vinnustofu sína á Granda þar sem hún var opin og einlæg í viðtali um listamannalaun. vísir/sigurjón Myndlistarkona varð fyrir áfalli á dögunum þegar henni var synjað um listamannalaun. Hún segir næstu mánuði munu einkennast af afkomukvíða. Hún ákvað að tala hreint út um málið fyrir aðra í sömu stöðu en líka fyrir dóttur sína sem hyggur á listnám. Hulda Vilhjálmsdóttir er mikilsvirt myndlistakona sem hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Hulda er fjögurra barna móðir en hún hefur allt frá 1990 þjálfað sig markvisst í myndlist. Hún hefur, allt þar til fyrir nokkrum árum, átt erfitt með að meta sjálfa sig sem listakonu þrátt fyrir að hún hafi alltaf málað. Henni var hafnað um listamannalaun á dögunum eins og fleiri listamönnum líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarna daga. „Kannski þegar maður er móðir þá finnst manni maður ekki vera alveg fullur þegn í listinni en ég hef fengið þrisvar sinnum þrjá mánuði og einu sinni sex mánuði þannig að núna sótti ég um og ég var svo viss um að ég fengi laun því ég var búin leggja alla þessa vinnu bara frá því ég var barn. […] og ég er að vinna í góðum sýningum.“ En í janúar verður sett upp stór sýning með Huldu á Listasafni Akureyrar og svo önnur stór sýning í Vínarborg seinna á árinu. Þá tekur hún þátt í fjölmörgum samsýningum. Hulda er mikilsvirt myndlistakona og hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sínum ferli.Vísir/Sigurjón „Þannig að ég var svolítið svekkt að fá nei, mér fannst ég vera alvöru listamaður og mér fannst ég hafa staðið mig og ætti það skilið að fá bara 12 mánuði. Ég var svolítið niðurbrotin, ég var búin að leggja mikla peninga í þessa sýningu á Akureyri svo þetta var sjokk fyrir mig.“ Hulda segist ekki biðja um mikið, bara nóg til að hún geti haldið áfram í myndlistinni. Nú blasi við afkomuótti sem hún vill ekki að dóttir sín upplifi. „Mér finnst ég þurfa að tjá mig, fyrir dóttur mína sem langar að fara í listnám og fyrir ungt fólk. Við eigum að styðja við nýsköpun. Það er fjárfesting. Við vitum ekkert hvað við fáum að lifa lengi.“ Hulda vill búa listamönnum framtíðarinnar betra líf. „Þú hringir í mig og ég þakka þér fyrir að bjóða mér að tala. Fyrir tíu árum hefði ég grátið bara og spurt mig: „Hvað er ég að gera, til hvers og fyrir hvern? En köllunin er mikið andleg.“ Það getur enginn tekið hana frá þér. „Það getur enginn tekið hana frá mér og það er það dýrmætasta.“ Listamannalaun Menning Myndlist Tengdar fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Hulda Vilhjálmsdóttir er mikilsvirt myndlistakona sem hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Hulda er fjögurra barna móðir en hún hefur allt frá 1990 þjálfað sig markvisst í myndlist. Hún hefur, allt þar til fyrir nokkrum árum, átt erfitt með að meta sjálfa sig sem listakonu þrátt fyrir að hún hafi alltaf málað. Henni var hafnað um listamannalaun á dögunum eins og fleiri listamönnum líkt og Vísir hefur fjallað um undanfarna daga. „Kannski þegar maður er móðir þá finnst manni maður ekki vera alveg fullur þegn í listinni en ég hef fengið þrisvar sinnum þrjá mánuði og einu sinni sex mánuði þannig að núna sótti ég um og ég var svo viss um að ég fengi laun því ég var búin leggja alla þessa vinnu bara frá því ég var barn. […] og ég er að vinna í góðum sýningum.“ En í janúar verður sett upp stór sýning með Huldu á Listasafni Akureyrar og svo önnur stór sýning í Vínarborg seinna á árinu. Þá tekur hún þátt í fjölmörgum samsýningum. Hulda er mikilsvirt myndlistakona og hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sínum ferli.Vísir/Sigurjón „Þannig að ég var svolítið svekkt að fá nei, mér fannst ég vera alvöru listamaður og mér fannst ég hafa staðið mig og ætti það skilið að fá bara 12 mánuði. Ég var svolítið niðurbrotin, ég var búin að leggja mikla peninga í þessa sýningu á Akureyri svo þetta var sjokk fyrir mig.“ Hulda segist ekki biðja um mikið, bara nóg til að hún geti haldið áfram í myndlistinni. Nú blasi við afkomuótti sem hún vill ekki að dóttir sín upplifi. „Mér finnst ég þurfa að tjá mig, fyrir dóttur mína sem langar að fara í listnám og fyrir ungt fólk. Við eigum að styðja við nýsköpun. Það er fjárfesting. Við vitum ekkert hvað við fáum að lifa lengi.“ Hulda vill búa listamönnum framtíðarinnar betra líf. „Þú hringir í mig og ég þakka þér fyrir að bjóða mér að tala. Fyrir tíu árum hefði ég grátið bara og spurt mig: „Hvað er ég að gera, til hvers og fyrir hvern? En köllunin er mikið andleg.“ Það getur enginn tekið hana frá þér. „Það getur enginn tekið hana frá mér og það er það dýrmætasta.“
Listamannalaun Menning Myndlist Tengdar fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17
„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58
„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00