Um er ræða vel skipulagða og endurnýjaða 87 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 1940.
Heimilið er innréttað á heillandi máta og er búið fallegum listaverkum og húsmunum. Þar má sjá blöndu af gömlum og nýjum húsgögnum sem eigninni skemmtilegan karakter.
Stofa, eldhús og borðstofa flæða saman í eitt í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð og útsýni yfir Hólavallagarð.
Í eldhúsi er nýleg og stílhrein innrétting með góðu vinnuplássi.
Íbúðin er búin tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Útgengt er úr öðru herberginu á suðvestursvalir.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.





