Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 13:31 Ómar Ingi Magnússon var fyrirliði íslenska landsliðsins í leikjunum gegn Bosníu og Georgíu. vísir/anton Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það mikið högg ef Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á HM í næsta mánuði. Hann er samt ekki tilbúinn að útiloka þátttöku hans á mótinu. Ómar Ingi sneri sig illa á ökkla í sigri Magdeburg á Bietigheim á sunnudaginn. Hann var borinn af velli og í dag greindi Magdeburg frá því að hann yrði frá næstu þrjá mánuðina. Samkvæmt því er HM úr sögunni hjá Selfyssingnum. „Ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi. Ég heyrði strax í honum eftir að þetta gerðist og var líka í sambandi við hann í gær. Hakan fór ekkert í gólfið þegar niðurstaðan kom. Það segir sjálft að þetta er högg og leiðinlegt en ekkert við því að gera. Þetta er bara gangur leiksins og getur gerst,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi í dag. „Það er ekkert leyndarmál að Ómar er búinn að vera í öllum þeim landsliðshópum sem ég hef valið og er lykilmaður. Ég hef viljað hafa hann sem lykilmann og hann kemur fyrir í mörgum vangaveltum. Auðvitað þarf ég að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. Viggó [Kristjánsson] er líka alltaf búinn að vera með okkur og hefur reynst mér og liðinu frábærlega. Ég er alveg rólegur hvað það varðar en auðvitað er þetta alltaf missir. En að því sögðu ætla ég ekki alveg að útiloka hann.“ Bíddu, bíddu. Koma þá fleyg orð Lloyds Christmas upp í hausinn: Ertu að segja mér að það sé séns? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nFTRwD85AQ4">watch on YouTube</a> „Þetta er tiltölulega nýskeð og undraverðir hlutir geta gerst. Hann verður pottþétt ekki í hópnum sem ég tilkynni fyrst. Það getur allt gerst. Batinn getur verið svo mismunandi,“ sagði Snorri Steinn. „Okkar læknar eiga eftir að skoða myndirnar og allt þetta. Þetta er enn nýskeð.“ Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með íslenska landsliðið á annað stórmótið eftir að hann tók við því.vísir/anton Hvort sem Ómar verður með eða ekki, þá breyta meiðsli Ómars landslaginu aðeins fyrir Snorra. „Mínar vangaveltur og pælingar um HM þurfa að snúast um eitthvað annað en Ómar núna. Auðvitað snerist þetta ekki allt um hann en það segir sig auðvitað sjálft að þegar einn besti handboltamaður í heiminum meiðist breytir það dýnamíkinni,“ sagði Snorri Steinn. Hann á von á því að velja æfingahóp fyrir HM um miðjan desember. Landsliðið kemur svo saman til æfinga milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum tveimur dögum seinna. Auk Ómars og Viggós voru þrjár aðrar örvhentar skyttur í stóra HM-hópnum: Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson og Arnór Snær Óskarsson. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða núna,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvort hann muni hafa fleiri örvhentar skyttur í æfingahópnum en ella vegna meiðsla Ómars Inga. „Ómar og Viggó hafa virkað vel saman þrátt fyrir að vera ekki mjög ólíkir. Ég hef verið mjög ánægður með þá og gengið vel að mínu mati. Við þurfum að sjá hvað við viljum og hvernig við nálgumst þetta.“ Ómar Ingi hefur skorað 317 mörk í 88 landsleikjum.vísir/anton En þótt vonin sé enn til staðar veit Snorri Steinn að meiri líkur en minni séu á því að Ómar verði ekki með á HM. „Auðvitað veit ég hver staðan er. Það eru minni líkur en meiri en ég er ekki tilbúinn að útiloka, að því gefnu að við komumst áfram, að hann geti á einhverjum tímapunkti tekið þátt á HM.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Ómar Ingi sneri sig illa á ökkla í sigri Magdeburg á Bietigheim á sunnudaginn. Hann var borinn af velli og í dag greindi Magdeburg frá því að hann yrði frá næstu þrjá mánuðina. Samkvæmt því er HM úr sögunni hjá Selfyssingnum. „Ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi. Ég heyrði strax í honum eftir að þetta gerðist og var líka í sambandi við hann í gær. Hakan fór ekkert í gólfið þegar niðurstaðan kom. Það segir sjálft að þetta er högg og leiðinlegt en ekkert við því að gera. Þetta er bara gangur leiksins og getur gerst,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi í dag. „Það er ekkert leyndarmál að Ómar er búinn að vera í öllum þeim landsliðshópum sem ég hef valið og er lykilmaður. Ég hef viljað hafa hann sem lykilmann og hann kemur fyrir í mörgum vangaveltum. Auðvitað þarf ég að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. Viggó [Kristjánsson] er líka alltaf búinn að vera með okkur og hefur reynst mér og liðinu frábærlega. Ég er alveg rólegur hvað það varðar en auðvitað er þetta alltaf missir. En að því sögðu ætla ég ekki alveg að útiloka hann.“ Bíddu, bíddu. Koma þá fleyg orð Lloyds Christmas upp í hausinn: Ertu að segja mér að það sé séns? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nFTRwD85AQ4">watch on YouTube</a> „Þetta er tiltölulega nýskeð og undraverðir hlutir geta gerst. Hann verður pottþétt ekki í hópnum sem ég tilkynni fyrst. Það getur allt gerst. Batinn getur verið svo mismunandi,“ sagði Snorri Steinn. „Okkar læknar eiga eftir að skoða myndirnar og allt þetta. Þetta er enn nýskeð.“ Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með íslenska landsliðið á annað stórmótið eftir að hann tók við því.vísir/anton Hvort sem Ómar verður með eða ekki, þá breyta meiðsli Ómars landslaginu aðeins fyrir Snorra. „Mínar vangaveltur og pælingar um HM þurfa að snúast um eitthvað annað en Ómar núna. Auðvitað snerist þetta ekki allt um hann en það segir sig auðvitað sjálft að þegar einn besti handboltamaður í heiminum meiðist breytir það dýnamíkinni,“ sagði Snorri Steinn. Hann á von á því að velja æfingahóp fyrir HM um miðjan desember. Landsliðið kemur svo saman til æfinga milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum tveimur dögum seinna. Auk Ómars og Viggós voru þrjár aðrar örvhentar skyttur í stóra HM-hópnum: Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson og Arnór Snær Óskarsson. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða núna,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvort hann muni hafa fleiri örvhentar skyttur í æfingahópnum en ella vegna meiðsla Ómars Inga. „Ómar og Viggó hafa virkað vel saman þrátt fyrir að vera ekki mjög ólíkir. Ég hef verið mjög ánægður með þá og gengið vel að mínu mati. Við þurfum að sjá hvað við viljum og hvernig við nálgumst þetta.“ Ómar Ingi hefur skorað 317 mörk í 88 landsleikjum.vísir/anton En þótt vonin sé enn til staðar veit Snorri Steinn að meiri líkur en minni séu á því að Ómar verði ekki með á HM. „Auðvitað veit ég hver staðan er. Það eru minni líkur en meiri en ég er ekki tilbúinn að útiloka, að því gefnu að við komumst áfram, að hann geti á einhverjum tímapunkti tekið þátt á HM.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira