Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 13:31 Ómar Ingi Magnússon var fyrirliði íslenska landsliðsins í leikjunum gegn Bosníu og Georgíu. vísir/anton Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það mikið högg ef Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á HM í næsta mánuði. Hann er samt ekki tilbúinn að útiloka þátttöku hans á mótinu. Ómar Ingi sneri sig illa á ökkla í sigri Magdeburg á Bietigheim á sunnudaginn. Hann var borinn af velli og í dag greindi Magdeburg frá því að hann yrði frá næstu þrjá mánuðina. Samkvæmt því er HM úr sögunni hjá Selfyssingnum. „Ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi. Ég heyrði strax í honum eftir að þetta gerðist og var líka í sambandi við hann í gær. Hakan fór ekkert í gólfið þegar niðurstaðan kom. Það segir sjálft að þetta er högg og leiðinlegt en ekkert við því að gera. Þetta er bara gangur leiksins og getur gerst,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi í dag. „Það er ekkert leyndarmál að Ómar er búinn að vera í öllum þeim landsliðshópum sem ég hef valið og er lykilmaður. Ég hef viljað hafa hann sem lykilmann og hann kemur fyrir í mörgum vangaveltum. Auðvitað þarf ég að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. Viggó [Kristjánsson] er líka alltaf búinn að vera með okkur og hefur reynst mér og liðinu frábærlega. Ég er alveg rólegur hvað það varðar en auðvitað er þetta alltaf missir. En að því sögðu ætla ég ekki alveg að útiloka hann.“ Bíddu, bíddu. Koma þá fleyg orð Lloyds Christmas upp í hausinn: Ertu að segja mér að það sé séns? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nFTRwD85AQ4">watch on YouTube</a> „Þetta er tiltölulega nýskeð og undraverðir hlutir geta gerst. Hann verður pottþétt ekki í hópnum sem ég tilkynni fyrst. Það getur allt gerst. Batinn getur verið svo mismunandi,“ sagði Snorri Steinn. „Okkar læknar eiga eftir að skoða myndirnar og allt þetta. Þetta er enn nýskeð.“ Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með íslenska landsliðið á annað stórmótið eftir að hann tók við því.vísir/anton Hvort sem Ómar verður með eða ekki, þá breyta meiðsli Ómars landslaginu aðeins fyrir Snorra. „Mínar vangaveltur og pælingar um HM þurfa að snúast um eitthvað annað en Ómar núna. Auðvitað snerist þetta ekki allt um hann en það segir sig auðvitað sjálft að þegar einn besti handboltamaður í heiminum meiðist breytir það dýnamíkinni,“ sagði Snorri Steinn. Hann á von á því að velja æfingahóp fyrir HM um miðjan desember. Landsliðið kemur svo saman til æfinga milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum tveimur dögum seinna. Auk Ómars og Viggós voru þrjár aðrar örvhentar skyttur í stóra HM-hópnum: Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson og Arnór Snær Óskarsson. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða núna,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvort hann muni hafa fleiri örvhentar skyttur í æfingahópnum en ella vegna meiðsla Ómars Inga. „Ómar og Viggó hafa virkað vel saman þrátt fyrir að vera ekki mjög ólíkir. Ég hef verið mjög ánægður með þá og gengið vel að mínu mati. Við þurfum að sjá hvað við viljum og hvernig við nálgumst þetta.“ Ómar Ingi hefur skorað 317 mörk í 88 landsleikjum.vísir/anton En þótt vonin sé enn til staðar veit Snorri Steinn að meiri líkur en minni séu á því að Ómar verði ekki með á HM. „Auðvitað veit ég hver staðan er. Það eru minni líkur en meiri en ég er ekki tilbúinn að útiloka, að því gefnu að við komumst áfram, að hann geti á einhverjum tímapunkti tekið þátt á HM.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Sjá meira
Ómar Ingi sneri sig illa á ökkla í sigri Magdeburg á Bietigheim á sunnudaginn. Hann var borinn af velli og í dag greindi Magdeburg frá því að hann yrði frá næstu þrjá mánuðina. Samkvæmt því er HM úr sögunni hjá Selfyssingnum. „Ég vissi svo sem alveg í hvað stefndi. Ég heyrði strax í honum eftir að þetta gerðist og var líka í sambandi við hann í gær. Hakan fór ekkert í gólfið þegar niðurstaðan kom. Það segir sjálft að þetta er högg og leiðinlegt en ekkert við því að gera. Þetta er bara gangur leiksins og getur gerst,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi í dag. „Það er ekkert leyndarmál að Ómar er búinn að vera í öllum þeim landsliðshópum sem ég hef valið og er lykilmaður. Ég hef viljað hafa hann sem lykilmann og hann kemur fyrir í mörgum vangaveltum. Auðvitað þarf ég að hugsa þetta eitthvað upp á nýtt. Viggó [Kristjánsson] er líka alltaf búinn að vera með okkur og hefur reynst mér og liðinu frábærlega. Ég er alveg rólegur hvað það varðar en auðvitað er þetta alltaf missir. En að því sögðu ætla ég ekki alveg að útiloka hann.“ Bíddu, bíddu. Koma þá fleyg orð Lloyds Christmas upp í hausinn: Ertu að segja mér að það sé séns? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=nFTRwD85AQ4">watch on YouTube</a> „Þetta er tiltölulega nýskeð og undraverðir hlutir geta gerst. Hann verður pottþétt ekki í hópnum sem ég tilkynni fyrst. Það getur allt gerst. Batinn getur verið svo mismunandi,“ sagði Snorri Steinn. „Okkar læknar eiga eftir að skoða myndirnar og allt þetta. Þetta er enn nýskeð.“ Snorri Steinn Guðjónsson er á leið með íslenska landsliðið á annað stórmótið eftir að hann tók við því.vísir/anton Hvort sem Ómar verður með eða ekki, þá breyta meiðsli Ómars landslaginu aðeins fyrir Snorra. „Mínar vangaveltur og pælingar um HM þurfa að snúast um eitthvað annað en Ómar núna. Auðvitað snerist þetta ekki allt um hann en það segir sig auðvitað sjálft að þegar einn besti handboltamaður í heiminum meiðist breytir það dýnamíkinni,“ sagði Snorri Steinn. Hann á von á því að velja æfingahóp fyrir HM um miðjan desember. Landsliðið kemur svo saman til æfinga milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum tveimur dögum seinna. Auk Ómars og Viggós voru þrjár aðrar örvhentar skyttur í stóra HM-hópnum: Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson og Arnór Snær Óskarsson. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða núna,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvort hann muni hafa fleiri örvhentar skyttur í æfingahópnum en ella vegna meiðsla Ómars Inga. „Ómar og Viggó hafa virkað vel saman þrátt fyrir að vera ekki mjög ólíkir. Ég hef verið mjög ánægður með þá og gengið vel að mínu mati. Við þurfum að sjá hvað við viljum og hvernig við nálgumst þetta.“ Ómar Ingi hefur skorað 317 mörk í 88 landsleikjum.vísir/anton En þótt vonin sé enn til staðar veit Snorri Steinn að meiri líkur en minni séu á því að Ómar verði ekki með á HM. „Auðvitað veit ég hver staðan er. Það eru minni líkur en meiri en ég er ekki tilbúinn að útiloka, að því gefnu að við komumst áfram, að hann geti á einhverjum tímapunkti tekið þátt á HM.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Sjá meira