Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder skrifa 5. desember 2024 09:02 Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á 10 mínútna fresti er kona myrt af einhverjum nákomnum, oft á sínu eigin heimili. Á meðan konur eru óöruggar á eigin heimilum getum við ekki talað um að jafnrétti hafi verið náð. Á meðan kynferðisbrot og hatursorðræða fá að grassera í samfélaginu okkar höfum við ekki enn náð jafnrétti. Til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða jafnrétti sem sumir telja að hafi náðst fyrir löngu, þurfum við að velja jafnrétti hvern einasta dag og hverja einustu mínútu. Við getum ekki bara stutt jafnrétti þegar það hentar, þegar átak á sér stað eða einhver ákveðin umræða. Jafnrétti er eitthvað sem við þurfum alltaf að standa fyrir í öllum aðstæðum. Til dæmis þegar við veljum hvaða orð við notum og hverju við hlæjum að og hverju ekki. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem við þurfum öll að taka alltaf til að því sé náð. Á meðan einstaklingar í valdamiklum stöðum, hvort sem það eru stjórnmálamenn, áhrifavaldar eða fjölmiðlafólk, leyfa sér að tala niður til ákveðinna hópa, erum við langt frá því að ná jafnrétti. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara skaðleg – þau eru ofbeldi. Ofbeldi sem eykur bilið á milli fólks og viðheldur ójöfnuði. Það er ekki nóg að taka afstöðu gegn ofbeldi án þess að taka líka afstöðu fyrir jafnrétti. Þessi tvö fyrirbæri eru órjúfanlega tengd; þar sem ójafnrétti ríkir, þar blómstrar ofbeldi. Hatursorðræða og niðurlægjandi ummæli eru ekki bara að ýta undir ójafnrétti heldur er það líka ofbeldi. Stundum er eins og fólk eigi auðveldara með að taka afstöðu gegn ofbeldi en að taka afstöðu með jafnrétti. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er mikil tenging á milli ójafnréttis og ofbeldis og annað ýtir undir hitt. Við ættum því að temja okkur að tala jafn mikið með jafnrétti eins og við tölum gegn ofbeldi. Jafnrétti er ekki bara dýrmætt, það er nauðsynlegt. Það er líka viðkvæmt og krefst órofa meðvitundar okkar allra. Við þurfum að velja jafnrétti meðvitað aftur og aftur, dag eftir dag, þangað til það verður náttúrulegur hluti af samfélagi okkar – innbyggt í orðræðuna, gjörðirnar og ákvarðanirnar. Heimur sem velur jafnrétti er ekki bara réttlátur – hann er líka öruggari, betri og fallegri fyrir okkur öll. Við berum öll ábyrgð á því að skapa þann heim. Það byrjar hjá okkur sjálfum. Höfundar sitja í ungmennaráði UN Women. Ráðið skipa Védís Drótt Cortez, Agnes Brynjarsdóttir, Vigdís Kristín Rohleder, Embla Bachmann og Eygló Ruth Rohleder. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun