Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2024 10:38 Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Stjórnin telur sig ekki geta ákveðið hvort telja eigi atkvæði aftur eða ekki. Stöð 2 Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni á sunnudag um endurtalningu í Suðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar á laugardag. Rætt hefur verið um að aðeins örfá atkvæði gætu breytt úthlutun jöfnunarþingmanna. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis, segir að beiðninni hafi verið svarað á þann hátt að yfirkjörstjórnin geti ekki fjallað um hana. „Að við getum í rauninni hvorki hafnað né samþykkt,“ segir Gestur og vísar til breytinga á þingsköpum sem voru samþykkt 18. nóvember. Yfirkjörstjórnin líti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða liggi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ segir Gestur. Ekkert tilefni sé til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum séu innbygðar í talningarferlið og þá hafi umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar,“ segir hann. Talning tók lengstan tíma í Suðvesturkjördæmi. Nú liggur fyrir beiðni um endurtalningu þar. Myndin er úr safni.Anton Brink Ekki ætlunin að taka verkefni eða valdsvið af kjörstjórnum Í þingskapalögunum stendur nú að níu manna undirbúningskjörbréfanefnd kjörinna þingmanna geti við undirbúning rannsóknar á kjörbréfum sem fer fram á þingsetningarfundi rannsakað kjörgögn til að sannreyna úrslit kosninga „þ.m.t. telja atkvæði, eða óska eftir að kjörstjórnir geri það“. Í svari yfirkjörstjórnar til umboðsmanns Framsóknarflokksins segir að hún líti svo á að með lögunum sé kveðið á um skýra heimild fyrir undirbúningsnefndina til að taka ákvörðun um endurtalningu atkvæða og því tilefni til þess að álykta um að heimildin liggi ekki annars staðar. „Samkvæmt framansögðu telur yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sig þannig ekki bæra til þess að fjalla frekar um beiðnina,“ segir í svarinu. Undirbúningsnefndin verður fyrst skipuð eftir að landskjörstjórn hefur skilað Alþingi umsögn um kosningarnar. Birgir Ármannsson, sem var forseti Alþingis þegar þingsköpum var breytt, segir við Vísi að markmið breytinganna hafi verið að styrkja lagalegan grundvöll fyrir starfi undirbúningskjörnefndar. „En átti ekki með neinu móti að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna eða landskjörstjórna,“ segir hann. Brotið á réttindum frambjóðenda fyrir þremur árum Mikið mæddi á kjörbréfanefnd Alþingis eftir umdeilda talningu og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir kosningarnar 2021. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum tveggja frambjóðenda sem gerðu athugasemdir við talninguna. Annar þeirra datt út af þingi eftir endurtalningu í kjördæminu. Talið var að meðferð kjörbréfanefndar Alþingis á kvörtunum frambjóðendanna hefði verið sanngjörn og hlutlæg en dómstóllinn sagði það ekki samræmast mannréttindasáttmála Evrópu að þingmenn felldu sjálfur dóm um réttmæti eigin kjörs. Þá hefðu frambjóðendurnir ekki haft önnur úrræði til þess að koma kvörtunum sínum áleiðis. Voru íslensk stjórnvöld þannig talin hafa brotið á rétti frambjóðendanna til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða. Fréttin var uppfærð með nánari skýringum Gests og tilvitnunum í svarbréf yfirkjörstjórnar til umboðsmanns Framsóknarflokksins. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. 2. desember 2024 11:45 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni á sunnudag um endurtalningu í Suðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar á laugardag. Rætt hefur verið um að aðeins örfá atkvæði gætu breytt úthlutun jöfnunarþingmanna. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis, segir að beiðninni hafi verið svarað á þann hátt að yfirkjörstjórnin geti ekki fjallað um hana. „Að við getum í rauninni hvorki hafnað né samþykkt,“ segir Gestur og vísar til breytinga á þingsköpum sem voru samþykkt 18. nóvember. Yfirkjörstjórnin líti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða liggi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ segir Gestur. Ekkert tilefni sé til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum séu innbygðar í talningarferlið og þá hafi umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar,“ segir hann. Talning tók lengstan tíma í Suðvesturkjördæmi. Nú liggur fyrir beiðni um endurtalningu þar. Myndin er úr safni.Anton Brink Ekki ætlunin að taka verkefni eða valdsvið af kjörstjórnum Í þingskapalögunum stendur nú að níu manna undirbúningskjörbréfanefnd kjörinna þingmanna geti við undirbúning rannsóknar á kjörbréfum sem fer fram á þingsetningarfundi rannsakað kjörgögn til að sannreyna úrslit kosninga „þ.m.t. telja atkvæði, eða óska eftir að kjörstjórnir geri það“. Í svari yfirkjörstjórnar til umboðsmanns Framsóknarflokksins segir að hún líti svo á að með lögunum sé kveðið á um skýra heimild fyrir undirbúningsnefndina til að taka ákvörðun um endurtalningu atkvæða og því tilefni til þess að álykta um að heimildin liggi ekki annars staðar. „Samkvæmt framansögðu telur yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sig þannig ekki bæra til þess að fjalla frekar um beiðnina,“ segir í svarinu. Undirbúningsnefndin verður fyrst skipuð eftir að landskjörstjórn hefur skilað Alþingi umsögn um kosningarnar. Birgir Ármannsson, sem var forseti Alþingis þegar þingsköpum var breytt, segir við Vísi að markmið breytinganna hafi verið að styrkja lagalegan grundvöll fyrir starfi undirbúningskjörnefndar. „En átti ekki með neinu móti að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna eða landskjörstjórna,“ segir hann. Brotið á réttindum frambjóðenda fyrir þremur árum Mikið mæddi á kjörbréfanefnd Alþingis eftir umdeilda talningu og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir kosningarnar 2021. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum tveggja frambjóðenda sem gerðu athugasemdir við talninguna. Annar þeirra datt út af þingi eftir endurtalningu í kjördæminu. Talið var að meðferð kjörbréfanefndar Alþingis á kvörtunum frambjóðendanna hefði verið sanngjörn og hlutlæg en dómstóllinn sagði það ekki samræmast mannréttindasáttmála Evrópu að þingmenn felldu sjálfur dóm um réttmæti eigin kjörs. Þá hefðu frambjóðendurnir ekki haft önnur úrræði til þess að koma kvörtunum sínum áleiðis. Voru íslensk stjórnvöld þannig talin hafa brotið á rétti frambjóðendanna til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða. Fréttin var uppfærð með nánari skýringum Gests og tilvitnunum í svarbréf yfirkjörstjórnar til umboðsmanns Framsóknarflokksins.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. 2. desember 2024 11:45 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. 2. desember 2024 11:45