Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 10:12 Ögmundur sagði í Bítinu í morgun að það væru ekki „formin“ sem skiptu máli, heldur hugsjónirnar. „Við erum minnt áþreifanlega á það í umræðu þessa dagana hve fallvalt gengi stjórnmálamanna er,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, í samtali við Bítið í morgun. „Ef þér gengur vel þá ertu hylltur, ef að illa fer, ég tala nú ekki um ef mjög illa fer, að þá ertu rakkaður niður. Og nú þegar menn eru uppteknir af því að skrifa grafskrift Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þá vill það gleyma hver gríðarleg áhrif og uppbyggileg áhrif Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur haft á íslensk stjórnmál.“ Til umræðu voru að sjálfsögðu úrslit kosninganna og brotthvarf Vinstri grænna af þingi en Ögmundur rifjaði það meðal annars upp hversu miklar breytingar hefðu átt sér stað eftir að Vinstri græn og Samfylkingin komu fram rétt fyrir aldamót, á tímum mikillar hægrisveiflu og markaðshyggju. „Við réttum þennan kúrs,“ sagði Ögmundur um Vinstri græn. „Það verður ekkert af okkur tekið. Og höfðum mikil og góð áhrif inn í stjórnmálin, það er ekki nokkur vafi á því. Svo fer illa.“ Skeinuhætt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Hvar fór flokkurinn af sporinu? „Ja, það hefur verið að gerast í langan tíma. Þetta var fyrirsjáanlegt, hvað myndi gerast þó að það væri ekki fyrirsjáanlegt að það færi svona illa,“ svaraði Ögmundur. „En aðeins áður en ég vík frá þessu, hinu fallvalta gengi í stjórnmálunum, að þá má horfa til Sósíalista núna, sem menn gleyma að voru hársbreidd frá því að ná mönnum inn á þing. Í Reykjavík fengu Sósíalistar 5,5 prósent atkvæða, það er nú hvorki meira né minna en svipað og Samfylkingin fékk á landsvísu árið 2016.“ Áður hefði flokkurinn verið með hátt í 30 prósenta fylgi. „Þetta er allt sveiflum háð,“ sagði Ögmundur. Sömu sögu mætti segja um Vinstri græn en fylgi þeirra hefði einnig sveiflast töluvert. Ögmundur sagði Vinstri græn fyrst og fremst hafa farið út af sporinu með því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef stundum líkt því við að... ef þú ætlar að sofa hjá ísbirni, þá fer illa. Vegna þess að ísbirnir þeir éta fólk, þeir éta þá sem þeir sænga með ef þeir verða svangir. Það hefur alltaf gerst. Það var Alþýðuflokkurinn á sínum tíma, það var Framsóknarflokkurinn á sínum tíma, það var Samfylkingin á sínum tíma,“ sagði Ögmundur. Menn hefðu stundum gleymt því að Samfylkingin hefði „sængað hjá Sjálfstæðisflokknum“ eftir kosningarnar og þá hefði farið að fjara undan. Þá þyrfti einnig að hafa í huga að Vinstri græn hefðu smám saman fjarlægst eigin stefnu og meðal annars farið að „daðra við“ markaðshyggju. Þá nefndi Ögmundur einnig orkupakka þrjú, hernaðarhyggju og fleira. „Íslandssögunni er ekki lokið“ „Við vorum stofnum um sjálfstæða utanríkisstefnu Íslendinga og okkar framlag ætti að vera í þágu friðar, ekki hernaðar. Við erum farin að senda vopn til Úkraínu. Það var enginn maður sem stóð upp á þingi og mótmælti þessu,“ sagði Ögmundur. „Þjóðin er algjörlega andvíg þessu, það hefur komið fram í skoðnakönnunum; vill ekki sjá þetta. En þetta var gert með samþykki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Og það er ekki við öðru að búast þegar þú fjarlægist rót þína með þessum hætti, að þá náttúrulega fjarlægja kjósendur sig frá þér. Það gefur augaleið og það hefur gerst.“ Svandís Svavarsdóttir, og allur þingflokkur VG, þurrkaðist út af þinginu í kosningunum um helgina.Vísir/Viktor Freyr Ögmundur sagði menn hafa séð að sér of seint og þegar þeir hefðu loks heitið því að leita aftur í grunngildin hefði hjómurinn virst heldur holur. Ráðherrann fyrrverandi ítrekaði hins vegar staðhæfingu sem hann hafði áður farið með eftir kosningar: Íslandssögunni væri ekki lokið. Það kæmi dagur eftir þennan dag. Þá væri hann ekki endilega að horfa bara til Vinstri grænna heldur til vinstri stefnunnar, sósíalismans. „Sem þörf er á að setji kapítalismanum og fjármagnsöflunum skorður og miklu ríkari skorður en hann býr við í dag. Og framtíðin bíður eftir því að þetta verði gert.“ Ögmundur sagðist aðspurður ekki hafa hugmynd um það hvort VG myndi lifa. „Hugsjónir VG lifa og þessi barátta hún mun lifa. Og menn eiga ekki að einblína á formið, stofnanalegt form. Ég er ekkert viðkvæmur fyrir því að breyta formunum, skipulagsbreytingar geta verið ágætar og ég vona að það gerist á vinstri vængnum, þá er ég að tala um hinn róttæka vinstri arm, að hann opin hugann og hætti að hugsa of mikið í persónum og leikendum og formum og stofnunum en leiði hugann að þessum hugsjónum, þessum baráttumálum.“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
„Ef þér gengur vel þá ertu hylltur, ef að illa fer, ég tala nú ekki um ef mjög illa fer, að þá ertu rakkaður niður. Og nú þegar menn eru uppteknir af því að skrifa grafskrift Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þá vill það gleyma hver gríðarleg áhrif og uppbyggileg áhrif Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur haft á íslensk stjórnmál.“ Til umræðu voru að sjálfsögðu úrslit kosninganna og brotthvarf Vinstri grænna af þingi en Ögmundur rifjaði það meðal annars upp hversu miklar breytingar hefðu átt sér stað eftir að Vinstri græn og Samfylkingin komu fram rétt fyrir aldamót, á tímum mikillar hægrisveiflu og markaðshyggju. „Við réttum þennan kúrs,“ sagði Ögmundur um Vinstri græn. „Það verður ekkert af okkur tekið. Og höfðum mikil og góð áhrif inn í stjórnmálin, það er ekki nokkur vafi á því. Svo fer illa.“ Skeinuhætt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Hvar fór flokkurinn af sporinu? „Ja, það hefur verið að gerast í langan tíma. Þetta var fyrirsjáanlegt, hvað myndi gerast þó að það væri ekki fyrirsjáanlegt að það færi svona illa,“ svaraði Ögmundur. „En aðeins áður en ég vík frá þessu, hinu fallvalta gengi í stjórnmálunum, að þá má horfa til Sósíalista núna, sem menn gleyma að voru hársbreidd frá því að ná mönnum inn á þing. Í Reykjavík fengu Sósíalistar 5,5 prósent atkvæða, það er nú hvorki meira né minna en svipað og Samfylkingin fékk á landsvísu árið 2016.“ Áður hefði flokkurinn verið með hátt í 30 prósenta fylgi. „Þetta er allt sveiflum háð,“ sagði Ögmundur. Sömu sögu mætti segja um Vinstri græn en fylgi þeirra hefði einnig sveiflast töluvert. Ögmundur sagði Vinstri græn fyrst og fremst hafa farið út af sporinu með því að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef stundum líkt því við að... ef þú ætlar að sofa hjá ísbirni, þá fer illa. Vegna þess að ísbirnir þeir éta fólk, þeir éta þá sem þeir sænga með ef þeir verða svangir. Það hefur alltaf gerst. Það var Alþýðuflokkurinn á sínum tíma, það var Framsóknarflokkurinn á sínum tíma, það var Samfylkingin á sínum tíma,“ sagði Ögmundur. Menn hefðu stundum gleymt því að Samfylkingin hefði „sængað hjá Sjálfstæðisflokknum“ eftir kosningarnar og þá hefði farið að fjara undan. Þá þyrfti einnig að hafa í huga að Vinstri græn hefðu smám saman fjarlægst eigin stefnu og meðal annars farið að „daðra við“ markaðshyggju. Þá nefndi Ögmundur einnig orkupakka þrjú, hernaðarhyggju og fleira. „Íslandssögunni er ekki lokið“ „Við vorum stofnum um sjálfstæða utanríkisstefnu Íslendinga og okkar framlag ætti að vera í þágu friðar, ekki hernaðar. Við erum farin að senda vopn til Úkraínu. Það var enginn maður sem stóð upp á þingi og mótmælti þessu,“ sagði Ögmundur. „Þjóðin er algjörlega andvíg þessu, það hefur komið fram í skoðnakönnunum; vill ekki sjá þetta. En þetta var gert með samþykki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Og það er ekki við öðru að búast þegar þú fjarlægist rót þína með þessum hætti, að þá náttúrulega fjarlægja kjósendur sig frá þér. Það gefur augaleið og það hefur gerst.“ Svandís Svavarsdóttir, og allur þingflokkur VG, þurrkaðist út af þinginu í kosningunum um helgina.Vísir/Viktor Freyr Ögmundur sagði menn hafa séð að sér of seint og þegar þeir hefðu loks heitið því að leita aftur í grunngildin hefði hjómurinn virst heldur holur. Ráðherrann fyrrverandi ítrekaði hins vegar staðhæfingu sem hann hafði áður farið með eftir kosningar: Íslandssögunni væri ekki lokið. Það kæmi dagur eftir þennan dag. Þá væri hann ekki endilega að horfa bara til Vinstri grænna heldur til vinstri stefnunnar, sósíalismans. „Sem þörf er á að setji kapítalismanum og fjármagnsöflunum skorður og miklu ríkari skorður en hann býr við í dag. Og framtíðin bíður eftir því að þetta verði gert.“ Ögmundur sagðist aðspurður ekki hafa hugmynd um það hvort VG myndi lifa. „Hugsjónir VG lifa og þessi barátta hún mun lifa. Og menn eiga ekki að einblína á formið, stofnanalegt form. Ég er ekkert viðkvæmur fyrir því að breyta formunum, skipulagsbreytingar geta verið ágætar og ég vona að það gerist á vinstri vængnum, þá er ég að tala um hinn róttæka vinstri arm, að hann opin hugann og hætti að hugsa of mikið í persónum og leikendum og formum og stofnunum en leiði hugann að þessum hugsjónum, þessum baráttumálum.“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira