Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 16:58 Málið var höfðað af Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent