Dagur strikaður niður um sæti Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. desember 2024 15:51 Dagur B. Eggertsson er í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins leiðir listann. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson var strikaður út eða færður til á lista 1.453 sinnum sem gerir það að verkum að hann færist niður fyrir Þórð Snæ Júlíusson í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Örfáir Sjálfstæðismenn strikuðu út Dag og ógildu þannig atkvæði sín. Heimir Örn Herbertsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfesti þetta við fréttastofu. „Heildarútstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður voru 1.699, það er heildarfjöldi breyttra seðla, sem eru 17,6 prósent af atkvæðatölu listans. Af þeim eru 1.453 seðlar þannig að það eru gerðar breytingar á stöðu Dags, annað hvort hann strikaður út eða hreyfður til um sæti, sem eru fimmtán prósent af atkvæðatölu listans,“ sagði Heimir. „Þetta er af þeirri stærðargráðu, við getum orðað það sem svo, að okkur sýnist þá að röð frambjóðenda samkvæmt ákvæðum kosningalaga sé þá sú að Kristrún Frostadóttir sé í fyrsta sæti, Þórður Snær Júlíusson í öðru sæti og Dagur B. Eggertsson í þriðja sæti og röðun annarra frambjóðenda óbreytt,“ segir hann. Eftirminnilegt var í kosningabaráttunni þegar skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda í Grafarvoginum voru gerð opinber. Þar sagði hún Dag aukaleikara og benti viðkomandi á að hægt væri að strika hann út. Hvað með útstrikanir á öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar á listanum? „Þær upplýsingar sem ég er með varða bara sex efstu sætin, sem fá þessa svokölluðu röðunartölu. Þannig ég er ekki alveg með heildaryfirlit yfir allar útstrikanir en ég get sagt að langflestar útstrikanir vörðuðu Dag og mér sýnist að næstflestar útstrikanir hafi varðað Þórð Snæ Júlíusson en þær voru miklu færri, tæp 300 sýnist mér,“ segir Heimir. Dagur kemur í Dags stað Þessar vendingar eru áhugaverðar í ljósi þess að Þórður Snær Júlíusson greindi frá því fyrir kosningar að hann myndi ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar myndi hann ná kjöri. Það þýðir að Dagur dettur niður í þriðja sæti og fer svo aftur upp í annað sæti við brotthvarf Þórðar. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Annað sem vakti athygli fyrir kosningar var grín Dags á Facebook, í kjölfar umræðu um útstrikun hans, þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Sjálfstæðismenn æstust margir upp við þetta og sökuðu Dag um að brjóta kosningalög og var hann á endanum kærður til héraðssaksóknara fyrir brot á kosningalögum af Lúðvíki Lúðvíkssyni. Voru einhver atkvæði Sjálfstæðismanna ógild vegna útstrikana á Degi? „Já, þetta er samt bara eitthvað sem er byggt á minni. Slíkir seðlar eru náttúrulega ógildir. Það var eitthvað um það að seðlir voru úrskurðaðir ógildir af þessum sökum, að lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið greitt atkvæði en nafn Dags Eggertssonar strikað út. Ég hygg þó að þetta hafi ekki verið margir seðlar, það voru einhver dæmi um þetta. Hvað með útstrikanir á öðrum listum? „Útstrikanir á listum annarra framboða voru ekki nálægt því að leiða til neinna breytinga á röðun frambjóðenda,“ segir Heimir. Vegabréfið komið aftur í réttar hendur Fréttastofa fjallaði á kjördag um vegabréf sem hafði lent ofan í kjörkassanum á kjördag. Viðkomandi þurfti auðvitað að bíða eftir því að kjörkassarnir yrðu opnaðir og atkvæðin talin. En vegabréfið sem lenti í kjörkassanum? „Ég held að það sé komið í hendurnar á eigandanum. Þetta var fullorðin kona sem virðist alveg óvart hafa misst vegabréfið sitt ofan í kassann en ég held að það sé komið til skila,“ segir Heimir Örn Þar fyrir utan gekk öll framkvæmd kosninganna í sögu sem og talningin og frágangur. „Kosningin gekk mjög vel, viljum við meina. Kjördagurinn sjálfur gekk mjög vel í Reykjavík og sömuleiðis öll vinna við flokkun og talningu og annað,“ sagði Heimir. Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir „Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Heimir Örn Herbertsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfesti þetta við fréttastofu. „Heildarútstrikanir á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður voru 1.699, það er heildarfjöldi breyttra seðla, sem eru 17,6 prósent af atkvæðatölu listans. Af þeim eru 1.453 seðlar þannig að það eru gerðar breytingar á stöðu Dags, annað hvort hann strikaður út eða hreyfður til um sæti, sem eru fimmtán prósent af atkvæðatölu listans,“ sagði Heimir. „Þetta er af þeirri stærðargráðu, við getum orðað það sem svo, að okkur sýnist þá að röð frambjóðenda samkvæmt ákvæðum kosningalaga sé þá sú að Kristrún Frostadóttir sé í fyrsta sæti, Þórður Snær Júlíusson í öðru sæti og Dagur B. Eggertsson í þriðja sæti og röðun annarra frambjóðenda óbreytt,“ segir hann. Eftirminnilegt var í kosningabaráttunni þegar skilaboð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, til kjósanda í Grafarvoginum voru gerð opinber. Þar sagði hún Dag aukaleikara og benti viðkomandi á að hægt væri að strika hann út. Hvað með útstrikanir á öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar á listanum? „Þær upplýsingar sem ég er með varða bara sex efstu sætin, sem fá þessa svokölluðu röðunartölu. Þannig ég er ekki alveg með heildaryfirlit yfir allar útstrikanir en ég get sagt að langflestar útstrikanir vörðuðu Dag og mér sýnist að næstflestar útstrikanir hafi varðað Þórð Snæ Júlíusson en þær voru miklu færri, tæp 300 sýnist mér,“ segir Heimir. Dagur kemur í Dags stað Þessar vendingar eru áhugaverðar í ljósi þess að Þórður Snær Júlíusson greindi frá því fyrir kosningar að hann myndi ekki taka sæti á lista Samfylkingarinnar myndi hann ná kjöri. Það þýðir að Dagur dettur niður í þriðja sæti og fer svo aftur upp í annað sæti við brotthvarf Þórðar. Sjá einnig: Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Annað sem vakti athygli fyrir kosningar var grín Dags á Facebook, í kjölfar umræðu um útstrikun hans, þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Sjálfstæðismenn æstust margir upp við þetta og sökuðu Dag um að brjóta kosningalög og var hann á endanum kærður til héraðssaksóknara fyrir brot á kosningalögum af Lúðvíki Lúðvíkssyni. Voru einhver atkvæði Sjálfstæðismanna ógild vegna útstrikana á Degi? „Já, þetta er samt bara eitthvað sem er byggt á minni. Slíkir seðlar eru náttúrulega ógildir. Það var eitthvað um það að seðlir voru úrskurðaðir ógildir af þessum sökum, að lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið greitt atkvæði en nafn Dags Eggertssonar strikað út. Ég hygg þó að þetta hafi ekki verið margir seðlar, það voru einhver dæmi um þetta. Hvað með útstrikanir á öðrum listum? „Útstrikanir á listum annarra framboða voru ekki nálægt því að leiða til neinna breytinga á röðun frambjóðenda,“ segir Heimir. Vegabréfið komið aftur í réttar hendur Fréttastofa fjallaði á kjördag um vegabréf sem hafði lent ofan í kjörkassanum á kjördag. Viðkomandi þurfti auðvitað að bíða eftir því að kjörkassarnir yrðu opnaðir og atkvæðin talin. En vegabréfið sem lenti í kjörkassanum? „Ég held að það sé komið í hendurnar á eigandanum. Þetta var fullorðin kona sem virðist alveg óvart hafa misst vegabréfið sitt ofan í kassann en ég held að það sé komið til skila,“ segir Heimir Örn Þar fyrir utan gekk öll framkvæmd kosninganna í sögu sem og talningin og frágangur. „Kosningin gekk mjög vel, viljum við meina. Kjördagurinn sjálfur gekk mjög vel í Reykjavík og sömuleiðis öll vinna við flokkun og talningu og annað,“ sagði Heimir.
Reykjavíkurkjördæmi norður Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir „Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
„Ég mun deyja á þessari hæð“ Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. 28. nóvember 2024 17:39
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels