Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Segir þar að skemmdarvargurinn hafi rispað bílana með einhverskonar áhaldi. Mikið tjón hafi hlotist af þessu.
Virðist vera sem skemmdarvargurinn hafi verið á ferðinni oftar en einu sinni. Bílunum hafði verið lagt við Austurströnd 2 til 10. Eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. Upplýsingum megi einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is.