Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. desember 2024 12:45 Vísir/Ívar Fannar Sigríður Á. Andersen hefur tryggt sér þingsæti fyrir Miðflokkinn og Halla Hrund Logadóttir tekur nýliðasæti fyrir Framsóknarflokkinn. Halla Hrund bindur enn vonir við að Sigurður Ingi tryggi sér sæti á þingi. Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira