Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. desember 2024 12:45 Vísir/Ívar Fannar Sigríður Á. Andersen hefur tryggt sér þingsæti fyrir Miðflokkinn og Halla Hrund Logadóttir tekur nýliðasæti fyrir Framsóknarflokkinn. Halla Hrund bindur enn vonir við að Sigurður Ingi tryggi sér sæti á þingi. Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira