Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:03 Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson hafa báðir verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið en Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fá erlendan þjálfara. Getty/Harry Murphy/Isosport & Vísir/Hulda Margét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. Óskar Hrafn vill helst sjá erlendan þjálfara taka við starfinu af Norðmanninum Åge Hareide. Íslensku þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa báðir verið orðaðir við starfið en Knattspyrnusamband Íslands vinnur nú að því að finna eftirmann Åge. „Ég held ég hafi sagt það 2007 þegar við vorum í eyðimerkurgöngunni. Ég held ég hafi skrifað einn eða tvo leiðara um að við þyrftum erlendan þjálfara. Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson, eru tveir mjög góðir þjálfarar og góðir kostir. Ég er á þeirri skoðun að í fullkomnum heimi myndum við finna reynslumikinn erlendan þjálfara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það hefði sennilega verið frábært að fá Åge tíu árum fyrr. Á einhverjum tímapunkti þverrir orkan og verður minni og minni, hungrið að einhverju leyti og allt þetta,“ sagði Óskar og hélt áfram: Þessir tveir mjög góðir kostir „Ef við getum fengið erlendan þjálfara á góðum aldri og með mikla reynslu. Ég held að það væri best en að því sögðu væru þessir tveir þjálfarar sem ég nefndi áðan mjög góðir kostir. Ef Þorvaldur, sem það gaf það sterklega til kynna að við myndum ráða Íslending, þá væru þeir örugglega fínir,“ sagði Óskar. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon gengu á Óskar og vildu fá að vita hvaða erlendu þjálfara hann vilji sjá í starfinu. Hann horfir til þjálfara sem voru að hætta með landslið Svía og Dana eða þá Janne Andersson og Daninn Kasper Hjulmand nefndir. Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023 á meðan Hjulmand hætti með danska landsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár. Óraunhæft að fá Hjulmand „Ætli hann (Janne Andersson) væri ekki líklegastur. Menn hafa nefnt Kasper Hjulmand en ég tel það óraunhæft. Ég held að hann líti svo á að hann geti fengið eitthvað gott starf þó hann hafi ekki gert meiriháttar góða hluti með Mainz á sínum tíma, en myndi halda að einhver týpa eins og Janne Andersson væri feikilega öflugur,“ sagði Óskar. Skilja landsliðið frá gullkynslóðinni „Hvaða niðurstöðu sem menn komast að, hvort sem það sé Freyr, Arnar eða einhver útlendingur þá þarf hann að finna út úr því hvernig hann ætlar að koma mörgum hæfileikaríkum sóknarmönnum inn í liðið á sama tíma án þess að fórna jafnvæginu í liðinu,“ sagði Óskar. „Finna lausn og finna stöðugleika í varnarleikinn og á einhverjum tímapunkti að þora að breyta og skilja landsliðið frá gullkynslóðinni. Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að þora því,“ sagði Óskar. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Óskar Hrafn vill helst sjá erlendan þjálfara taka við starfinu af Norðmanninum Åge Hareide. Íslensku þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa báðir verið orðaðir við starfið en Knattspyrnusamband Íslands vinnur nú að því að finna eftirmann Åge. „Ég held ég hafi sagt það 2007 þegar við vorum í eyðimerkurgöngunni. Ég held ég hafi skrifað einn eða tvo leiðara um að við þyrftum erlendan þjálfara. Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson, eru tveir mjög góðir þjálfarar og góðir kostir. Ég er á þeirri skoðun að í fullkomnum heimi myndum við finna reynslumikinn erlendan þjálfara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það hefði sennilega verið frábært að fá Åge tíu árum fyrr. Á einhverjum tímapunkti þverrir orkan og verður minni og minni, hungrið að einhverju leyti og allt þetta,“ sagði Óskar og hélt áfram: Þessir tveir mjög góðir kostir „Ef við getum fengið erlendan þjálfara á góðum aldri og með mikla reynslu. Ég held að það væri best en að því sögðu væru þessir tveir þjálfarar sem ég nefndi áðan mjög góðir kostir. Ef Þorvaldur, sem það gaf það sterklega til kynna að við myndum ráða Íslending, þá væru þeir örugglega fínir,“ sagði Óskar. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon gengu á Óskar og vildu fá að vita hvaða erlendu þjálfara hann vilji sjá í starfinu. Hann horfir til þjálfara sem voru að hætta með landslið Svía og Dana eða þá Janne Andersson og Daninn Kasper Hjulmand nefndir. Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023 á meðan Hjulmand hætti með danska landsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár. Óraunhæft að fá Hjulmand „Ætli hann (Janne Andersson) væri ekki líklegastur. Menn hafa nefnt Kasper Hjulmand en ég tel það óraunhæft. Ég held að hann líti svo á að hann geti fengið eitthvað gott starf þó hann hafi ekki gert meiriháttar góða hluti með Mainz á sínum tíma, en myndi halda að einhver týpa eins og Janne Andersson væri feikilega öflugur,“ sagði Óskar. Skilja landsliðið frá gullkynslóðinni „Hvaða niðurstöðu sem menn komast að, hvort sem það sé Freyr, Arnar eða einhver útlendingur þá þarf hann að finna út úr því hvernig hann ætlar að koma mörgum hæfileikaríkum sóknarmönnum inn í liðið á sama tíma án þess að fórna jafnvæginu í liðinu,“ sagði Óskar. „Finna lausn og finna stöðugleika í varnarleikinn og á einhverjum tímapunkti að þora að breyta og skilja landsliðið frá gullkynslóðinni. Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að þora því,“ sagði Óskar. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira