Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 00:10 Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hljóta að vera ánægð með nýjustu könnun Maskínu og þá sérstaklega Bjarni en flokkur hans bætir sig um þrjú prósentustig og fær líklega enn meira upp úr kjörkössunum. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið á lokasprettinum og mælist nú með 17,6 prósent. Hann hefur ekki mælst með svo mikið hjá Maskínu síðan í apríl. Aftur á móti dalar Viðreisn og fer úr 19,2 prósentum í 17,2 prósent. Flokkurinn hefur misst fylgi tvær mælingar í röð en er þó með svipað mikið og hann mældist með um mánaðamótin október-nóvember. Samfylking réttir aðeins úr kútnum og styrkir stöðu sína á toppnum, fer úr 20,4 prósentum í 21,2 prósent. Lítil hreyfing á miðjunni Miðflokkurinn heldur áfram að dala lítillega og fer úr 11,6 prósentum í 11,2 prósent. Flokkurinn fór hæst í sautján prósent seinni hluta október en hefur misst fylgi jafnt og þétt síðan. Flokkur fólksins sem hefur verið á mikilli siglingu og fór síðast úr 8,8 prósentum í 10,6 prósent missir nú 1,5 prósentustig og mælist með 9,1 prósent. Framsóknarflokkur bætir aftur á móti við sig, fer úr 7,8 prósentum í 8,6 prósent og virðist vera alveg öruggur. Einhverjir töldu flokkinn vera í hættu á að detta af þingi þegar hann mældist í kringum fimm prósent hjá ólíkum könnunarfyrirtækjum á síðustu vikum. Það virðist ekki stefna í það. Blóðug botnbarátta Píratar standa í stað með 5,4 prósent, rétt yfir jöfnunarþingmannsmörkum, en fylgi þeirra hefur í gegnum tíðina verið ofmetið í könnunum og því gæti flokkurinn endað fyrir neðan fimm prósentin. Sósíalistar fara úr sléttum fimm prósentum í 4,5 prósent og er því kominn á hættulegar slóðir. Á sama tíma anda Vinstri græn ofan í hálsmálið á þeim, bæta við sig 0,2 prósentustigum og fara upp í 3,9 prósent. Báðir flokkarnir eru í verulegri hættu á að komast ekki á þing. Neðstir eru Lýðræðisflokkur með eitt prósent og Ábyrg framtíð með 0,4 prósent. Tæplega þrjú þúsund tóku afstöðu Könnunin fór fram dagana 28. til 29. nóvember 2024 og voru 2.908 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Samkvæmt Maskínu voru svarendur alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun, til að endurspegla betur þjóðina. „Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun,“ segir í upplýsingum um könnunina Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að sækja í sig veðrið á lokasprettinum og mælist nú með 17,6 prósent. Hann hefur ekki mælst með svo mikið hjá Maskínu síðan í apríl. Aftur á móti dalar Viðreisn og fer úr 19,2 prósentum í 17,2 prósent. Flokkurinn hefur misst fylgi tvær mælingar í röð en er þó með svipað mikið og hann mældist með um mánaðamótin október-nóvember. Samfylking réttir aðeins úr kútnum og styrkir stöðu sína á toppnum, fer úr 20,4 prósentum í 21,2 prósent. Lítil hreyfing á miðjunni Miðflokkurinn heldur áfram að dala lítillega og fer úr 11,6 prósentum í 11,2 prósent. Flokkurinn fór hæst í sautján prósent seinni hluta október en hefur misst fylgi jafnt og þétt síðan. Flokkur fólksins sem hefur verið á mikilli siglingu og fór síðast úr 8,8 prósentum í 10,6 prósent missir nú 1,5 prósentustig og mælist með 9,1 prósent. Framsóknarflokkur bætir aftur á móti við sig, fer úr 7,8 prósentum í 8,6 prósent og virðist vera alveg öruggur. Einhverjir töldu flokkinn vera í hættu á að detta af þingi þegar hann mældist í kringum fimm prósent hjá ólíkum könnunarfyrirtækjum á síðustu vikum. Það virðist ekki stefna í það. Blóðug botnbarátta Píratar standa í stað með 5,4 prósent, rétt yfir jöfnunarþingmannsmörkum, en fylgi þeirra hefur í gegnum tíðina verið ofmetið í könnunum og því gæti flokkurinn endað fyrir neðan fimm prósentin. Sósíalistar fara úr sléttum fimm prósentum í 4,5 prósent og er því kominn á hættulegar slóðir. Á sama tíma anda Vinstri græn ofan í hálsmálið á þeim, bæta við sig 0,2 prósentustigum og fara upp í 3,9 prósent. Báðir flokkarnir eru í verulegri hættu á að komast ekki á þing. Neðstir eru Lýðræðisflokkur með eitt prósent og Ábyrg framtíð með 0,4 prósent. Tæplega þrjú þúsund tóku afstöðu Könnunin fór fram dagana 28. til 29. nóvember 2024 og voru 2.908 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Samkvæmt Maskínu voru svarendur alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svörin voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun, til að endurspegla betur þjóðina. „Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun,“ segir í upplýsingum um könnunina
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Ábyrg framtíð Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira