Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar 29. nóvember 2024 15:59 Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar