Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:51 Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun