Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:51 Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar