Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2024 12:15 Quang Lé hefur sett Herkastalann á sölu. Vísir Herkastalinn, eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur, hefur verið skráð á sölu og tilboða er óskað. Húsið er í eigu félags í eigu Quangs Lé, athafnamanns sem grunaður er um fjölda afbrota. Talsverða athygli vakti árið 2022 þegar íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki festi kaup á Herkastalanum, 1.400 fermetra húsi í miðbæ Reykjavíkur, fyrir sléttan hálfan milljarð króna. Fasteignamat hússins er nú 544 milljónir króna, að því er segir á fasteignavef Vísis. Þar segir að Kirkjustræti 2 sé eitt merkasta og sögufrægasta hús Reykjavíkur. Það standi á fallegum stað í miðborg Reykjavíkur. Húsið sé friðað að utan. Það sé teiknað af Einari Erlendssyni, byggt árið 1916 og 1405,4 fm að stærð, sem skiptist í kjallara, þrjár hæðir, og rishæð. Húsið sé skráð gistihús í þjóðskrá. Aðeins tvö félög eftir Quang Lé, sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson, varð landsfrægur nánast yfir nótt þegar miðlæg rannsóknardeild lögreglu réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í byrjun mars síðastliðins. Quang hefur síðan þá haft stöðu sakbornings í umfangsmiklu sakamáli. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar beindust að miklu leyti að fyrirtækjum Quangs, sem voru fleiri en flestir gerðu sér grein fyrir. Meðal fyrirtækjanna voru ræstifyrirtækið Vy-þrif, sem varð alræmt þegar ólöglegur matvælalager þess í Sóltúni komst í fréttir, Vietnam restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnam Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf.. NQ Fasteignir er skráður eigandi Herkastalans og er, ásamt Vietnam Market, eina félag Quangs sem enn hefur ekki verið úrskurðað gjaldþrota. Keypti kastalann á láni Greint var frá því í sumar að samkvæmt kauptilboði um Herkastalann, sem Vísir hefur undir höndum, hafi kaupverð Herkastalans verið 500 milljónir króna. Kaupverðið skyldi greitt á eftirfarandi hátt: Kr. 40.000.000 í peningum við undirritun kaupsamnings. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. maí 2022. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. ágúst 2022. Kr. 400.000.000 með nýju veðláni á 1. veðrétt fasteignarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis veitti Landsbankinn Quang 400 milljóna króna lán og Quang afhenti Kastala fasteignafélagi milljónirnar 40. Hins vegar hafi hann staðið frammi fyrir því að eiga einungis 20 milljónir króna þegar kom að annarri greiðslu. Hann hafi þá samið við Landsbankann og fengið 40 milljónir aukalega að láni með veði á öðrum veðrétti í Herkastalanum. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. 13. nóvember 2024 09:05 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Talsverða athygli vakti árið 2022 þegar íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki festi kaup á Herkastalanum, 1.400 fermetra húsi í miðbæ Reykjavíkur, fyrir sléttan hálfan milljarð króna. Fasteignamat hússins er nú 544 milljónir króna, að því er segir á fasteignavef Vísis. Þar segir að Kirkjustræti 2 sé eitt merkasta og sögufrægasta hús Reykjavíkur. Það standi á fallegum stað í miðborg Reykjavíkur. Húsið sé friðað að utan. Það sé teiknað af Einari Erlendssyni, byggt árið 1916 og 1405,4 fm að stærð, sem skiptist í kjallara, þrjár hæðir, og rishæð. Húsið sé skráð gistihús í þjóðskrá. Aðeins tvö félög eftir Quang Lé, sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson, varð landsfrægur nánast yfir nótt þegar miðlæg rannsóknardeild lögreglu réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í byrjun mars síðastliðins. Quang hefur síðan þá haft stöðu sakbornings í umfangsmiklu sakamáli. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar beindust að miklu leyti að fyrirtækjum Quangs, sem voru fleiri en flestir gerðu sér grein fyrir. Meðal fyrirtækjanna voru ræstifyrirtækið Vy-þrif, sem varð alræmt þegar ólöglegur matvælalager þess í Sóltúni komst í fréttir, Vietnam restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnam Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf.. NQ Fasteignir er skráður eigandi Herkastalans og er, ásamt Vietnam Market, eina félag Quangs sem enn hefur ekki verið úrskurðað gjaldþrota. Keypti kastalann á láni Greint var frá því í sumar að samkvæmt kauptilboði um Herkastalann, sem Vísir hefur undir höndum, hafi kaupverð Herkastalans verið 500 milljónir króna. Kaupverðið skyldi greitt á eftirfarandi hátt: Kr. 40.000.000 í peningum við undirritun kaupsamnings. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. maí 2022. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. ágúst 2022. Kr. 400.000.000 með nýju veðláni á 1. veðrétt fasteignarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis veitti Landsbankinn Quang 400 milljóna króna lán og Quang afhenti Kastala fasteignafélagi milljónirnar 40. Hins vegar hafi hann staðið frammi fyrir því að eiga einungis 20 milljónir króna þegar kom að annarri greiðslu. Hann hafi þá samið við Landsbankann og fengið 40 milljónir aukalega að láni með veði á öðrum veðrétti í Herkastalanum.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. 13. nóvember 2024 09:05 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. 13. nóvember 2024 09:05
Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21
Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39