Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar 29. nóvember 2024 09:22 Umræðan um þéttingu byggðar í Reykjavík hefur verið áberandi í aðdraganda kosninga, þar sem þétting byggðar er oft gerð að blóraböggli fyrir húsnæðisvandann á landinu. Fullyrðingar um að Reykjavík sé „of þétt“ standast ekki skoðun. Borgin er enn dreifð miðað við evrópskar höfuðborgir, sem veldur mikilli bílaumferð og mengun. Innlendir og erlendir sérfræðingar mæla með að við þéttum meira. Þétting byggðar er lykilforsenda fyrir sjálfbærri þróun borgarinnar. Hún styttir vegalengdir, bætir nýtingu innviða og dregur úr álagi á vegakerfið. Einnig er þétting byggðar forsenda þess að stór samgöngukerfi, eins og léttlest eða neðanjarðarlest, verði raunhæf. Umferðaþunginn er Sjálfstæðismönnumanna í borginni um að kenna undir stjórn Davíð Oddsonar Umferðarþunginn í Reykjavík má að stórum hluta rekja til stefnu Sjálfstæðisflokksins á árum áður, sérstaklega á valdatíma Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra. Á þeim tíma var lögð mikil áhersla á dreifða byggð og að skipuleggja borgina út frá bílum, án þess að huga að þörfum gangandi vegfarenda, hjólreiðafólks eða almenningssamgangna. Afleiðingarnar eru skýrar í dag — kynslóðir í dag hafa þurft að súpa seyðið af því, glíma við aukna umferð, mengun og óhagkvæma borgaruppbyggingu. Meirihlutinn í borginni er einfaldlega að vinda ofan af þessu skipulagsslysi. „Ein akrein í viðbót mun laga vandann” Fullyrðingar um að fleiri akreinar og fleiri mislæg gatnamót leysi umferðavandamál standast ekki skoðun. Aukið rými fyrir bíla hefur tilhneigingu til að kalla fram meiri umferð („induced demand“).Þess í stað benda sérfræðingar ítrekað á að bættar almenningssamgöngur séu lykillinn að því að draga úr umferðavandamálum. Lausnir eins og Borgarlínan (e. Bus Rapid Transit) sem byggir á sérrými fyrir miðju, stuðla að skilvirkari, hraðari og aðgengilegri ferðamátum, sem hvetur til minni bílanotkunar. Bílaumferð án góðra almenningssamgangna er eins og vatn sem stíflast – þegar farvegurinn þrengist eða lokast, finnur það sér nýjar leiðir. Á sama hátt, þegar umferð þyngist og stíflast, leitar hún inn í friðsæl hverfi, eykur þar á umferðarþungann og raskar jafnvægi samfélagsins. Nýtum betur innviði! Þétting byggðar nýtir betur þá innviði sem þegar eru til staðar, í stað þess að byggja út á við með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Útþensla krefst uppbyggingar nýrra vega, fráveitukerfa og þjónustubygginga, sem er bæði kostnaðarsamt og getur haft neikvæð áhrif á umhverfið. Með því að byggja innan núverandi vaxtarmarka sparast kostnaður, hagkvæmara húsnæði verður aðgengilegra og græn svæði utan borgarmarka eru vernduð. Að taka nýtt land undir dreifða byggð leysir ekki vandamál — það muna auka þau. Vegalengdir lengjast, bílaumferð eykst með aukinni áherslu á þörfina fyrir einkabílinn. Langflestir hjóla- og gönustígar í Reykjavíkuborg Reykjavíkurborg sker sig úr þegar kemur að uppbyggingu hjóla- og göngustíga og er með umfangsmesta net slíkra stíga á landinu. Þetta er ekki tilviljun; Reykjavík er eina sveitarfélagið sem hefur markvisst unnið að því að þróa aðskilda stíga fyrir hjólreiðar og gangandi vegfarendur. Kannski væri ráð að hvetja samstarfsflokkinn þinn til að taka þetta til fyrirmyndar í öðrum sveitarfélögum Guðlaugur. Fyrir umhverfisráðherra ætti slík þróun að vera afar jákvæð og styðja við þau markmið sem unnið er að á landsvísu. Miðborgin er orðin mjög falleg Staðreyndin er sú að miðborgin hefur gengið í gegnum stórkostlegar breytingar á síðustu áratugum. Það sem einu sinni var óskipulögð borgarmiðja, þar sem einkabíllinn réði för og lítið rými var fyrir mannlíf, hefur umbreyst í líflega, fallega og mannvæna miðborg. Gömul iðnaðarsvæði hafa verið endurskipulögð, og þar sem áður voru bílastæði og iðnaður, eru nú torg, verslanir og íbúðir fyrir fólk. Fjölgun göngugatna og grænna svæða hefur gert miðborgina að eftirsóttum áfangastað — bæði fyrir borgarbúa og ferðamenn. Gamla góða mýtan um að verslunareigendur flýji miðborgina af því að bílaumferð minnki heldur ekki vatni. Fullyrðingar um að göngugötur dragi úr viðskiptatækifærum eiga ekki við rök að styðjast. Þvert á móti sýna rannsóknir, bæði innlendar og erlendar, að göngugötur og minni bílaumferð geta stóraukið verslun og líf í miðborgum. Þegar götur eru hannaðar með fólk í forgrunni — gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og notendur almenningssamgangna — þá blómstra viðskiptin. Þetta skapar umhverfi þar sem fólk vill verja tíma, njóta borgarlífsins og styðja staðbundna þjónustu. Og þetta er aðeins byrjunin. Með tilkomu Borgarlínu, aukinni aðstöðu fyrir hjólreiðar, rafmagnshlaupahjól og gangandi vegfarendur er miðborgin á góðri leið með að verða enn grænni, aðgengilegri og mannvænni. Þetta er framtíðarsýn sem ætti að vera óumdeild — borg sem dregur að sér fólk á öllum aldri og úr öllum áttum og er borg með nútímastíl. Áhugaverð umfjöllun Bílastæðum í miðborginni hefur verið að fjöga en ekki fækka Það er einnig mikilvægt að minna á að miðborgin hefur nú þegar fjölda bílastæðahúsa, svo umræða um „skort á bílastæðum“ stenst ekki. Þeim hefur reyndar verið að fjölga, ekki fækka, síðustu ár. Þau hafa hinsvegar verið að flytjast inn í bílastæðahús og bílastæðakjallara. Tilgangur með bílastæðagjöldum er? Þau eru til þess að tryggja að fólk leggi ekki bílum sínum í marga klukkutíma í senn og hindri þannig að aðrir, sem eru á leið í miðborgina, geti nýtt stæðin. Bílastæðagjöld eru nauðsynlegt tæki til að stuðla að betri nýtingu stæðanna og auðvelda aðgengi fyrir alla. „Þetta er allt Degi B og vinstri meirihlutanum í Reykjavíkurborg að kenna!!!” Áróður Útvarps Sögu og Morgunblaðsins um að meirihlutinn í Reykjavíkurborg beri alla ábyrgð á umferðavandanum hefur náð að sannfæra marga. Þeir miðlar hafa logið nægilega oft að fólk er farið að trúa því. Þetta sést í síendurteknum rangfærslum þeirra um að „allt sé þetta Dag B. og vinstri meirihlutanum í Reykjavík að kenna.“ Staðreyndin er þó allt önnur. Hvorki Dagur B. né meirihlutinn í Reykjavík bera ábyrgð á þessum vanda. Afturhaldssöm öfl hafa tafið samgöngusáttmálann með tafataktík. Á sama tíma hefur meirihlutinn ítrekað bent á í mörg ár nauðsyn þess að hrinda í framkvæmd úrbótum eins og Borgarlínu, þéttingu byggðar og bættum almenningssamgöngum. Þess í stað hefur hann mætt hæðni, verið gerður að skotspóni og jafnvel hunsaður, þrátt fyrir að þessar tillögur byggi á staðreyndum og miði að því að draga úr umferð og bæta lífsgæði borgarbúa. Reykjavíkurborg hefur einnig unnið markvisst að því að auka öryggi með bættum innviðum fyrir gangandi vegfarendur, fjölgun hjóla- og göngustíga og lækkun hámarkshraða. Þéttingu byggðar, sem hefur þann tilgang að draga úr umferð og stytta vegalengdir, hefur einnig verið hafnað af gagnrýnendum, þrátt fyrir að það sé nauðsynlegt skref í átt að betri borg. Þetta er kerfislægt vandamál alls höfuðborgarsvæðisins þar sem skortur á almenningssamgöngum og samhæfðum aðgerðum er rót vandans. Hefði Reykjavíkurborg fengið að leiða málið, væri staðan í dag önnur – með sterkara almenningssamgöngukerfi og minni umferð. „Aðför að einkabílnum (nú heimabílnum) og skerðing frelsis” Það er algeng mýta að halda því fram að þétting byggðar og bættar almenningssamgöngur séu „aðför og þrenging að einkabílnum“. Þessi fullyrðing er bæði röng og úrelt. Að bæta almenningssamgöngur, hjólastíga og gönguleiðir er ekki „árás“ á þá sem vilja nota bílinn — það er þvert á móti mikill ávinningur fyrir alla, líka þá sem nota bílinn og í raun sér í lagi þá. Með fjölbreyttari ferðamöguleikum og bættum almenningssamgöngum minnkar umferðin — líka fyrir þá sem þurfa eða vilja ferðast með einkabíl. Þetta snýst um að auka val. Núverandi ástand er ekki frelsi fyrir neinn. Að hafa aðeins einn raunhæfan ferðamáta — einkabílinn — er ekki frelsi heldur frelsisskerðing. Sannkallað frelsi snýst um val; um að geta valið að ganga, hjóla, nota rafmagnshlaupahjól, nýta góðar almenningssamgöngur eða keyra bíl. Þetta er kjarninn í samgöngusáttmálanum: að auka frelsi, ekki draga úr því. Talsmenn einkabílsins ættu að fagna og skjóta rakettu í hvert sinn sem nýr hjólastígur er lagður, og innviðir fyrir hjól og rafmagnshlaupahjól eru bættir eða almenningssamgöngur verða raunverulegur valkostur með tilkomu Borgarlínu. Þetta eru framfarir sem létta á umferðinni og gera ferðamáta fjölbreyttari — til hagsbóta fyrir alla. Hræsni okkar Íslendinga þegar kemur að almenningssamgöngum Það er athyglisvert hvernig sum okkar Íslendinga dáumst að framsæknu skipulagi og öflugum almenningssamgöngum í borgum Evrópu, en afskrifum sambærilegar hugmyndir hér heima sem „gæluverkefni Dags B. eða meirihlutans“ eða jafnvel „árás á einkabílinn“. Við lofum lestir, sporvagna og mannvænt skipulag erlendis fyrir að stuðla að betri lífsgæðum, en heima viljum við helst ekki breyta neinu og stöndum á bremsunni. Þessi mótsögn verður enn augljósari þegar við lítum á vandamálin: Við kvörtum yfir lélegum samgöngum, þungri umferð og skorti á valkostum, en sum okkar hafa lítinn vilja til að fjárfesta í lausnum eins og Borgarlínu eða þéttingu byggðar — grundvallaratriðum til að bæta almenningssamgöngur. Þannig festum við okkur í vítahring þar sem við gagnrýnum stöðuna en tökum ekki nægilega mörg skref til að breyta henni. Bjartari tímar eru þó framundan með nýsamþykktum þverpólitískum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem leggur grunninn að betra og skilvirkara samgöngukerfi fyrir alla. Hvert er raunverulega vandamálið? Það er einnig mikilvægt að benda á að húsnæðisvandinn er ekki einskorðaður við Reykjavík. Hann er viðvarandi á landsvísu og á rætur sínar í mörgum óleystum þáttum og margra ára aðgerðaleysi stjórnvalda til að leysa vandann. Það vantar skýrt regluverk til að koma böndum á lóðabrask og markaðsvæðingu húsnæðis. Uppkaup fjárfesta á nýju húsnæði, sem oft er keypt til útleigu eða Airbnb-reksturs, draga úr framboði fyrir þá sem þurfa raunverulega þak yfir höfuðið. Það er nauðsynlegt að setja reglur sem tryggja að húsnæði sé fyrst og fremst fyrir fólk — ekki sem fjárfestingartæki eða notað í spákaupmennsku. Húsnæði er mannréttindi og ætti að vera forgangsmál allra sem hafa áhrif á skipulag og stefnumótun í borgum. Lokaorð Þétting byggðar og samgöngusáttmálinn eru ekki bara skipulagstól – þau eru framtíðarsýn. Þetta er fyrirhyggja sem brýtur upp hefðina um skammtímalausnir. Nú höfum við tækifæri til að móta raunhæfa framtíðaráætlun. Framtíðarsýnin er borg sem er ekki bara net gatna og bílastæða, heldur lifandi samfélag með fjölbreyttum valkostum í ferðamáta og lífsstíl. Það er okkar ábyrgð að halda áfram á þessari vegferð og endurhanna borgina með fólkið í forgrunni, þannig að hún verði fyrirmyndarborg fyrir komandi kynslóðir. Fullyrðingar um að þétting byggðar auki vandamál eins og húsnæðisskort eru rangar og villandi. Þétting byggðar er í raun lykillinn að betri lífsgæðum, minni umferð og sjálfbærri þróun. Að brjóta nýtt land fyrir dreifða byggð er dýrt, óhagkvæmt og eykur á vandamál eins og umferð, mengun og svifryk. Það er óskiljanlegt hvernig Guðlaugur Þór sem hefur borið ábyrgð á umhverfismálefnum landsins sem umhverfisráðherra getur verið á móti þessum sjónarmiðum. Að leggja áherslu á dreifða byggð dregur úr grænum svæðum, eykur kolefnislosun og gengur þvert á markmið um sjálfbærni. Þétting byggðar er nauðsynleg til að tryggja sjálfbæra og lífvænlega borgarþróun. Það virðist frekar eins og hér sé ráðherran að fiska atkvæði hjá íhaldssömum kjósendum – kannski undirbúningur fyrir framboð Sjálfstæðisflokksins í borginni? Hver veit. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Guðni Freyr Öfjörð Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Umræðan um þéttingu byggðar í Reykjavík hefur verið áberandi í aðdraganda kosninga, þar sem þétting byggðar er oft gerð að blóraböggli fyrir húsnæðisvandann á landinu. Fullyrðingar um að Reykjavík sé „of þétt“ standast ekki skoðun. Borgin er enn dreifð miðað við evrópskar höfuðborgir, sem veldur mikilli bílaumferð og mengun. Innlendir og erlendir sérfræðingar mæla með að við þéttum meira. Þétting byggðar er lykilforsenda fyrir sjálfbærri þróun borgarinnar. Hún styttir vegalengdir, bætir nýtingu innviða og dregur úr álagi á vegakerfið. Einnig er þétting byggðar forsenda þess að stór samgöngukerfi, eins og léttlest eða neðanjarðarlest, verði raunhæf. Umferðaþunginn er Sjálfstæðismönnumanna í borginni um að kenna undir stjórn Davíð Oddsonar Umferðarþunginn í Reykjavík má að stórum hluta rekja til stefnu Sjálfstæðisflokksins á árum áður, sérstaklega á valdatíma Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra. Á þeim tíma var lögð mikil áhersla á dreifða byggð og að skipuleggja borgina út frá bílum, án þess að huga að þörfum gangandi vegfarenda, hjólreiðafólks eða almenningssamgangna. Afleiðingarnar eru skýrar í dag — kynslóðir í dag hafa þurft að súpa seyðið af því, glíma við aukna umferð, mengun og óhagkvæma borgaruppbyggingu. Meirihlutinn í borginni er einfaldlega að vinda ofan af þessu skipulagsslysi. „Ein akrein í viðbót mun laga vandann” Fullyrðingar um að fleiri akreinar og fleiri mislæg gatnamót leysi umferðavandamál standast ekki skoðun. Aukið rými fyrir bíla hefur tilhneigingu til að kalla fram meiri umferð („induced demand“).Þess í stað benda sérfræðingar ítrekað á að bættar almenningssamgöngur séu lykillinn að því að draga úr umferðavandamálum. Lausnir eins og Borgarlínan (e. Bus Rapid Transit) sem byggir á sérrými fyrir miðju, stuðla að skilvirkari, hraðari og aðgengilegri ferðamátum, sem hvetur til minni bílanotkunar. Bílaumferð án góðra almenningssamgangna er eins og vatn sem stíflast – þegar farvegurinn þrengist eða lokast, finnur það sér nýjar leiðir. Á sama hátt, þegar umferð þyngist og stíflast, leitar hún inn í friðsæl hverfi, eykur þar á umferðarþungann og raskar jafnvægi samfélagsins. Nýtum betur innviði! Þétting byggðar nýtir betur þá innviði sem þegar eru til staðar, í stað þess að byggja út á við með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Útþensla krefst uppbyggingar nýrra vega, fráveitukerfa og þjónustubygginga, sem er bæði kostnaðarsamt og getur haft neikvæð áhrif á umhverfið. Með því að byggja innan núverandi vaxtarmarka sparast kostnaður, hagkvæmara húsnæði verður aðgengilegra og græn svæði utan borgarmarka eru vernduð. Að taka nýtt land undir dreifða byggð leysir ekki vandamál — það muna auka þau. Vegalengdir lengjast, bílaumferð eykst með aukinni áherslu á þörfina fyrir einkabílinn. Langflestir hjóla- og gönustígar í Reykjavíkuborg Reykjavíkurborg sker sig úr þegar kemur að uppbyggingu hjóla- og göngustíga og er með umfangsmesta net slíkra stíga á landinu. Þetta er ekki tilviljun; Reykjavík er eina sveitarfélagið sem hefur markvisst unnið að því að þróa aðskilda stíga fyrir hjólreiðar og gangandi vegfarendur. Kannski væri ráð að hvetja samstarfsflokkinn þinn til að taka þetta til fyrirmyndar í öðrum sveitarfélögum Guðlaugur. Fyrir umhverfisráðherra ætti slík þróun að vera afar jákvæð og styðja við þau markmið sem unnið er að á landsvísu. Miðborgin er orðin mjög falleg Staðreyndin er sú að miðborgin hefur gengið í gegnum stórkostlegar breytingar á síðustu áratugum. Það sem einu sinni var óskipulögð borgarmiðja, þar sem einkabíllinn réði för og lítið rými var fyrir mannlíf, hefur umbreyst í líflega, fallega og mannvæna miðborg. Gömul iðnaðarsvæði hafa verið endurskipulögð, og þar sem áður voru bílastæði og iðnaður, eru nú torg, verslanir og íbúðir fyrir fólk. Fjölgun göngugatna og grænna svæða hefur gert miðborgina að eftirsóttum áfangastað — bæði fyrir borgarbúa og ferðamenn. Gamla góða mýtan um að verslunareigendur flýji miðborgina af því að bílaumferð minnki heldur ekki vatni. Fullyrðingar um að göngugötur dragi úr viðskiptatækifærum eiga ekki við rök að styðjast. Þvert á móti sýna rannsóknir, bæði innlendar og erlendar, að göngugötur og minni bílaumferð geta stóraukið verslun og líf í miðborgum. Þegar götur eru hannaðar með fólk í forgrunni — gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og notendur almenningssamgangna — þá blómstra viðskiptin. Þetta skapar umhverfi þar sem fólk vill verja tíma, njóta borgarlífsins og styðja staðbundna þjónustu. Og þetta er aðeins byrjunin. Með tilkomu Borgarlínu, aukinni aðstöðu fyrir hjólreiðar, rafmagnshlaupahjól og gangandi vegfarendur er miðborgin á góðri leið með að verða enn grænni, aðgengilegri og mannvænni. Þetta er framtíðarsýn sem ætti að vera óumdeild — borg sem dregur að sér fólk á öllum aldri og úr öllum áttum og er borg með nútímastíl. Áhugaverð umfjöllun Bílastæðum í miðborginni hefur verið að fjöga en ekki fækka Það er einnig mikilvægt að minna á að miðborgin hefur nú þegar fjölda bílastæðahúsa, svo umræða um „skort á bílastæðum“ stenst ekki. Þeim hefur reyndar verið að fjölga, ekki fækka, síðustu ár. Þau hafa hinsvegar verið að flytjast inn í bílastæðahús og bílastæðakjallara. Tilgangur með bílastæðagjöldum er? Þau eru til þess að tryggja að fólk leggi ekki bílum sínum í marga klukkutíma í senn og hindri þannig að aðrir, sem eru á leið í miðborgina, geti nýtt stæðin. Bílastæðagjöld eru nauðsynlegt tæki til að stuðla að betri nýtingu stæðanna og auðvelda aðgengi fyrir alla. „Þetta er allt Degi B og vinstri meirihlutanum í Reykjavíkurborg að kenna!!!” Áróður Útvarps Sögu og Morgunblaðsins um að meirihlutinn í Reykjavíkurborg beri alla ábyrgð á umferðavandanum hefur náð að sannfæra marga. Þeir miðlar hafa logið nægilega oft að fólk er farið að trúa því. Þetta sést í síendurteknum rangfærslum þeirra um að „allt sé þetta Dag B. og vinstri meirihlutanum í Reykjavík að kenna.“ Staðreyndin er þó allt önnur. Hvorki Dagur B. né meirihlutinn í Reykjavík bera ábyrgð á þessum vanda. Afturhaldssöm öfl hafa tafið samgöngusáttmálann með tafataktík. Á sama tíma hefur meirihlutinn ítrekað bent á í mörg ár nauðsyn þess að hrinda í framkvæmd úrbótum eins og Borgarlínu, þéttingu byggðar og bættum almenningssamgöngum. Þess í stað hefur hann mætt hæðni, verið gerður að skotspóni og jafnvel hunsaður, þrátt fyrir að þessar tillögur byggi á staðreyndum og miði að því að draga úr umferð og bæta lífsgæði borgarbúa. Reykjavíkurborg hefur einnig unnið markvisst að því að auka öryggi með bættum innviðum fyrir gangandi vegfarendur, fjölgun hjóla- og göngustíga og lækkun hámarkshraða. Þéttingu byggðar, sem hefur þann tilgang að draga úr umferð og stytta vegalengdir, hefur einnig verið hafnað af gagnrýnendum, þrátt fyrir að það sé nauðsynlegt skref í átt að betri borg. Þetta er kerfislægt vandamál alls höfuðborgarsvæðisins þar sem skortur á almenningssamgöngum og samhæfðum aðgerðum er rót vandans. Hefði Reykjavíkurborg fengið að leiða málið, væri staðan í dag önnur – með sterkara almenningssamgöngukerfi og minni umferð. „Aðför að einkabílnum (nú heimabílnum) og skerðing frelsis” Það er algeng mýta að halda því fram að þétting byggðar og bættar almenningssamgöngur séu „aðför og þrenging að einkabílnum“. Þessi fullyrðing er bæði röng og úrelt. Að bæta almenningssamgöngur, hjólastíga og gönguleiðir er ekki „árás“ á þá sem vilja nota bílinn — það er þvert á móti mikill ávinningur fyrir alla, líka þá sem nota bílinn og í raun sér í lagi þá. Með fjölbreyttari ferðamöguleikum og bættum almenningssamgöngum minnkar umferðin — líka fyrir þá sem þurfa eða vilja ferðast með einkabíl. Þetta snýst um að auka val. Núverandi ástand er ekki frelsi fyrir neinn. Að hafa aðeins einn raunhæfan ferðamáta — einkabílinn — er ekki frelsi heldur frelsisskerðing. Sannkallað frelsi snýst um val; um að geta valið að ganga, hjóla, nota rafmagnshlaupahjól, nýta góðar almenningssamgöngur eða keyra bíl. Þetta er kjarninn í samgöngusáttmálanum: að auka frelsi, ekki draga úr því. Talsmenn einkabílsins ættu að fagna og skjóta rakettu í hvert sinn sem nýr hjólastígur er lagður, og innviðir fyrir hjól og rafmagnshlaupahjól eru bættir eða almenningssamgöngur verða raunverulegur valkostur með tilkomu Borgarlínu. Þetta eru framfarir sem létta á umferðinni og gera ferðamáta fjölbreyttari — til hagsbóta fyrir alla. Hræsni okkar Íslendinga þegar kemur að almenningssamgöngum Það er athyglisvert hvernig sum okkar Íslendinga dáumst að framsæknu skipulagi og öflugum almenningssamgöngum í borgum Evrópu, en afskrifum sambærilegar hugmyndir hér heima sem „gæluverkefni Dags B. eða meirihlutans“ eða jafnvel „árás á einkabílinn“. Við lofum lestir, sporvagna og mannvænt skipulag erlendis fyrir að stuðla að betri lífsgæðum, en heima viljum við helst ekki breyta neinu og stöndum á bremsunni. Þessi mótsögn verður enn augljósari þegar við lítum á vandamálin: Við kvörtum yfir lélegum samgöngum, þungri umferð og skorti á valkostum, en sum okkar hafa lítinn vilja til að fjárfesta í lausnum eins og Borgarlínu eða þéttingu byggðar — grundvallaratriðum til að bæta almenningssamgöngur. Þannig festum við okkur í vítahring þar sem við gagnrýnum stöðuna en tökum ekki nægilega mörg skref til að breyta henni. Bjartari tímar eru þó framundan með nýsamþykktum þverpólitískum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem leggur grunninn að betra og skilvirkara samgöngukerfi fyrir alla. Hvert er raunverulega vandamálið? Það er einnig mikilvægt að benda á að húsnæðisvandinn er ekki einskorðaður við Reykjavík. Hann er viðvarandi á landsvísu og á rætur sínar í mörgum óleystum þáttum og margra ára aðgerðaleysi stjórnvalda til að leysa vandann. Það vantar skýrt regluverk til að koma böndum á lóðabrask og markaðsvæðingu húsnæðis. Uppkaup fjárfesta á nýju húsnæði, sem oft er keypt til útleigu eða Airbnb-reksturs, draga úr framboði fyrir þá sem þurfa raunverulega þak yfir höfuðið. Það er nauðsynlegt að setja reglur sem tryggja að húsnæði sé fyrst og fremst fyrir fólk — ekki sem fjárfestingartæki eða notað í spákaupmennsku. Húsnæði er mannréttindi og ætti að vera forgangsmál allra sem hafa áhrif á skipulag og stefnumótun í borgum. Lokaorð Þétting byggðar og samgöngusáttmálinn eru ekki bara skipulagstól – þau eru framtíðarsýn. Þetta er fyrirhyggja sem brýtur upp hefðina um skammtímalausnir. Nú höfum við tækifæri til að móta raunhæfa framtíðaráætlun. Framtíðarsýnin er borg sem er ekki bara net gatna og bílastæða, heldur lifandi samfélag með fjölbreyttum valkostum í ferðamáta og lífsstíl. Það er okkar ábyrgð að halda áfram á þessari vegferð og endurhanna borgina með fólkið í forgrunni, þannig að hún verði fyrirmyndarborg fyrir komandi kynslóðir. Fullyrðingar um að þétting byggðar auki vandamál eins og húsnæðisskort eru rangar og villandi. Þétting byggðar er í raun lykillinn að betri lífsgæðum, minni umferð og sjálfbærri þróun. Að brjóta nýtt land fyrir dreifða byggð er dýrt, óhagkvæmt og eykur á vandamál eins og umferð, mengun og svifryk. Það er óskiljanlegt hvernig Guðlaugur Þór sem hefur borið ábyrgð á umhverfismálefnum landsins sem umhverfisráðherra getur verið á móti þessum sjónarmiðum. Að leggja áherslu á dreifða byggð dregur úr grænum svæðum, eykur kolefnislosun og gengur þvert á markmið um sjálfbærni. Þétting byggðar er nauðsynleg til að tryggja sjálfbæra og lífvænlega borgarþróun. Það virðist frekar eins og hér sé ráðherran að fiska atkvæði hjá íhaldssömum kjósendum – kannski undirbúningur fyrir framboð Sjálfstæðisflokksins í borginni? Hver veit. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar