Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason skrifa 28. nóvember 2024 10:10 Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur. Raforkuöryggi sem grunnur að stöðugleika Orkustefna Sjálfstæðisflokksins, sem nær til ársins 2050, leggur ríka áherslu á orkuöryggi og að tryggja að almenningur og minni fyrirtæki njóti forgangs ef til skömmtunar kemur. Með frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári höfum við stígið skref í að binda forgang í lög fyrir heimilin, mikilvæga samfélagsinnviði og minni fyrirtæki. Það er grundvallaratriði til að tryggja orkuöryggi, tryggja stöðugleika í orkukerfinu og koma í veg fyrir óhóflega hækkun á raforkuverði, sem hefur bein áhrif á garðyrkju og aðra matvælaframleiðslu. Stuðningur við garðyrkjubændur Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig unnið markvisst að því að tryggja niðurgreiðslu á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda, þannig að niðurgreiðsluhlutfallið sé 95% samkvæmt samkomulagi við Bændasamtökin. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda þessu samkomulagi og tryggja bændum stöðugleika í rekstri. Þetta stuðlar að auknu framboði á innlendum grænmetisvörum sem tryggir bæði hag almennings sem og matvælaöryggi. Nýsköpun og samkeppni í þágu garðyrkjunnar Mikilvægt er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og skapa heilbrigðan samkeppnismarkað. Ein áskorun í starfsumhverfi garðyrkjubænda snýr að markaði fyrir kolsýru en þar eru spennandi tækifæri til framþróunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla samkeppni á þessum markaði sem getur orðið til þess að lækka kostnað bænda og stuðla að sjálfbærari framleiðslu. Framtíðin er græn og sjálfbær Það blasa við áskoranir í garðyrkju vegna breytinga á regluverki, svo sem vegna banns á kvikasilfurslömpum árið 2027. Tæknileg lagabreyting sem hefur umtalsverð áhrif á rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Mikilvægt er að mæta þeirri stöðu sem leiðir af slíkum breytingum sem kallar á fjárfestingar til uppfærslu á lýsingu í gróðurhúsum. Slík tækniþróun, ásamt árangursríkum jarðhitaleitarverkefnum, styrkir innviði garðyrkju og tryggir hagkvæmari rekstur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er staðfastur í að styðja íslenska garðyrkjubændur. Með sterkum innviðum og skýrri stefnu tryggjum við sjálfbærni, matvælaöryggi og grænni framtíð fyrir Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Guðrún Hafsteinsdóttir Garðyrkja Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur. Raforkuöryggi sem grunnur að stöðugleika Orkustefna Sjálfstæðisflokksins, sem nær til ársins 2050, leggur ríka áherslu á orkuöryggi og að tryggja að almenningur og minni fyrirtæki njóti forgangs ef til skömmtunar kemur. Með frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári höfum við stígið skref í að binda forgang í lög fyrir heimilin, mikilvæga samfélagsinnviði og minni fyrirtæki. Það er grundvallaratriði til að tryggja orkuöryggi, tryggja stöðugleika í orkukerfinu og koma í veg fyrir óhóflega hækkun á raforkuverði, sem hefur bein áhrif á garðyrkju og aðra matvælaframleiðslu. Stuðningur við garðyrkjubændur Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig unnið markvisst að því að tryggja niðurgreiðslu á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda, þannig að niðurgreiðsluhlutfallið sé 95% samkvæmt samkomulagi við Bændasamtökin. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda þessu samkomulagi og tryggja bændum stöðugleika í rekstri. Þetta stuðlar að auknu framboði á innlendum grænmetisvörum sem tryggir bæði hag almennings sem og matvælaöryggi. Nýsköpun og samkeppni í þágu garðyrkjunnar Mikilvægt er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og skapa heilbrigðan samkeppnismarkað. Ein áskorun í starfsumhverfi garðyrkjubænda snýr að markaði fyrir kolsýru en þar eru spennandi tækifæri til framþróunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla samkeppni á þessum markaði sem getur orðið til þess að lækka kostnað bænda og stuðla að sjálfbærari framleiðslu. Framtíðin er græn og sjálfbær Það blasa við áskoranir í garðyrkju vegna breytinga á regluverki, svo sem vegna banns á kvikasilfurslömpum árið 2027. Tæknileg lagabreyting sem hefur umtalsverð áhrif á rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Mikilvægt er að mæta þeirri stöðu sem leiðir af slíkum breytingum sem kallar á fjárfestingar til uppfærslu á lýsingu í gróðurhúsum. Slík tækniþróun, ásamt árangursríkum jarðhitaleitarverkefnum, styrkir innviði garðyrkju og tryggir hagkvæmari rekstur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er staðfastur í að styðja íslenska garðyrkjubændur. Með sterkum innviðum og skýrri stefnu tryggjum við sjálfbærni, matvælaöryggi og grænni framtíð fyrir Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar