Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason skrifa 28. nóvember 2024 10:10 Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur. Raforkuöryggi sem grunnur að stöðugleika Orkustefna Sjálfstæðisflokksins, sem nær til ársins 2050, leggur ríka áherslu á orkuöryggi og að tryggja að almenningur og minni fyrirtæki njóti forgangs ef til skömmtunar kemur. Með frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári höfum við stígið skref í að binda forgang í lög fyrir heimilin, mikilvæga samfélagsinnviði og minni fyrirtæki. Það er grundvallaratriði til að tryggja orkuöryggi, tryggja stöðugleika í orkukerfinu og koma í veg fyrir óhóflega hækkun á raforkuverði, sem hefur bein áhrif á garðyrkju og aðra matvælaframleiðslu. Stuðningur við garðyrkjubændur Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig unnið markvisst að því að tryggja niðurgreiðslu á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda, þannig að niðurgreiðsluhlutfallið sé 95% samkvæmt samkomulagi við Bændasamtökin. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda þessu samkomulagi og tryggja bændum stöðugleika í rekstri. Þetta stuðlar að auknu framboði á innlendum grænmetisvörum sem tryggir bæði hag almennings sem og matvælaöryggi. Nýsköpun og samkeppni í þágu garðyrkjunnar Mikilvægt er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og skapa heilbrigðan samkeppnismarkað. Ein áskorun í starfsumhverfi garðyrkjubænda snýr að markaði fyrir kolsýru en þar eru spennandi tækifæri til framþróunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla samkeppni á þessum markaði sem getur orðið til þess að lækka kostnað bænda og stuðla að sjálfbærari framleiðslu. Framtíðin er græn og sjálfbær Það blasa við áskoranir í garðyrkju vegna breytinga á regluverki, svo sem vegna banns á kvikasilfurslömpum árið 2027. Tæknileg lagabreyting sem hefur umtalsverð áhrif á rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Mikilvægt er að mæta þeirri stöðu sem leiðir af slíkum breytingum sem kallar á fjárfestingar til uppfærslu á lýsingu í gróðurhúsum. Slík tækniþróun, ásamt árangursríkum jarðhitaleitarverkefnum, styrkir innviði garðyrkju og tryggir hagkvæmari rekstur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er staðfastur í að styðja íslenska garðyrkjubændur. Með sterkum innviðum og skýrri stefnu tryggjum við sjálfbærni, matvælaöryggi og grænni framtíð fyrir Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Guðrún Hafsteinsdóttir Garðyrkja Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur. Raforkuöryggi sem grunnur að stöðugleika Orkustefna Sjálfstæðisflokksins, sem nær til ársins 2050, leggur ríka áherslu á orkuöryggi og að tryggja að almenningur og minni fyrirtæki njóti forgangs ef til skömmtunar kemur. Með frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári höfum við stígið skref í að binda forgang í lög fyrir heimilin, mikilvæga samfélagsinnviði og minni fyrirtæki. Það er grundvallaratriði til að tryggja orkuöryggi, tryggja stöðugleika í orkukerfinu og koma í veg fyrir óhóflega hækkun á raforkuverði, sem hefur bein áhrif á garðyrkju og aðra matvælaframleiðslu. Stuðningur við garðyrkjubændur Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig unnið markvisst að því að tryggja niðurgreiðslu á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda, þannig að niðurgreiðsluhlutfallið sé 95% samkvæmt samkomulagi við Bændasamtökin. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda þessu samkomulagi og tryggja bændum stöðugleika í rekstri. Þetta stuðlar að auknu framboði á innlendum grænmetisvörum sem tryggir bæði hag almennings sem og matvælaöryggi. Nýsköpun og samkeppni í þágu garðyrkjunnar Mikilvægt er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og skapa heilbrigðan samkeppnismarkað. Ein áskorun í starfsumhverfi garðyrkjubænda snýr að markaði fyrir kolsýru en þar eru spennandi tækifæri til framþróunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla samkeppni á þessum markaði sem getur orðið til þess að lækka kostnað bænda og stuðla að sjálfbærari framleiðslu. Framtíðin er græn og sjálfbær Það blasa við áskoranir í garðyrkju vegna breytinga á regluverki, svo sem vegna banns á kvikasilfurslömpum árið 2027. Tæknileg lagabreyting sem hefur umtalsverð áhrif á rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Mikilvægt er að mæta þeirri stöðu sem leiðir af slíkum breytingum sem kallar á fjárfestingar til uppfærslu á lýsingu í gróðurhúsum. Slík tækniþróun, ásamt árangursríkum jarðhitaleitarverkefnum, styrkir innviði garðyrkju og tryggir hagkvæmari rekstur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er staðfastur í að styðja íslenska garðyrkjubændur. Með sterkum innviðum og skýrri stefnu tryggjum við sjálfbærni, matvælaöryggi og grænni framtíð fyrir Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun