Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason skrifa 28. nóvember 2024 10:10 Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur. Raforkuöryggi sem grunnur að stöðugleika Orkustefna Sjálfstæðisflokksins, sem nær til ársins 2050, leggur ríka áherslu á orkuöryggi og að tryggja að almenningur og minni fyrirtæki njóti forgangs ef til skömmtunar kemur. Með frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári höfum við stígið skref í að binda forgang í lög fyrir heimilin, mikilvæga samfélagsinnviði og minni fyrirtæki. Það er grundvallaratriði til að tryggja orkuöryggi, tryggja stöðugleika í orkukerfinu og koma í veg fyrir óhóflega hækkun á raforkuverði, sem hefur bein áhrif á garðyrkju og aðra matvælaframleiðslu. Stuðningur við garðyrkjubændur Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig unnið markvisst að því að tryggja niðurgreiðslu á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda, þannig að niðurgreiðsluhlutfallið sé 95% samkvæmt samkomulagi við Bændasamtökin. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda þessu samkomulagi og tryggja bændum stöðugleika í rekstri. Þetta stuðlar að auknu framboði á innlendum grænmetisvörum sem tryggir bæði hag almennings sem og matvælaöryggi. Nýsköpun og samkeppni í þágu garðyrkjunnar Mikilvægt er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og skapa heilbrigðan samkeppnismarkað. Ein áskorun í starfsumhverfi garðyrkjubænda snýr að markaði fyrir kolsýru en þar eru spennandi tækifæri til framþróunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla samkeppni á þessum markaði sem getur orðið til þess að lækka kostnað bænda og stuðla að sjálfbærari framleiðslu. Framtíðin er græn og sjálfbær Það blasa við áskoranir í garðyrkju vegna breytinga á regluverki, svo sem vegna banns á kvikasilfurslömpum árið 2027. Tæknileg lagabreyting sem hefur umtalsverð áhrif á rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Mikilvægt er að mæta þeirri stöðu sem leiðir af slíkum breytingum sem kallar á fjárfestingar til uppfærslu á lýsingu í gróðurhúsum. Slík tækniþróun, ásamt árangursríkum jarðhitaleitarverkefnum, styrkir innviði garðyrkju og tryggir hagkvæmari rekstur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er staðfastur í að styðja íslenska garðyrkjubændur. Með sterkum innviðum og skýrri stefnu tryggjum við sjálfbærni, matvælaöryggi og grænni framtíð fyrir Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Guðrún Hafsteinsdóttir Garðyrkja Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á að styðja við garðyrkju á Íslandi og tryggja raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki. Með öflugri stefnu okkar í orkumálum höfum við lagt grunninn að sjálfbærri innlendri framleiðslu og samkeppnishæfu rekstrarumhverfi fyrir garðyrkjubændur. Raforkuöryggi sem grunnur að stöðugleika Orkustefna Sjálfstæðisflokksins, sem nær til ársins 2050, leggur ríka áherslu á orkuöryggi og að tryggja að almenningur og minni fyrirtæki njóti forgangs ef til skömmtunar kemur. Með frumvarpi sem lagt var fram á síðasta ári höfum við stígið skref í að binda forgang í lög fyrir heimilin, mikilvæga samfélagsinnviði og minni fyrirtæki. Það er grundvallaratriði til að tryggja orkuöryggi, tryggja stöðugleika í orkukerfinu og koma í veg fyrir óhóflega hækkun á raforkuverði, sem hefur bein áhrif á garðyrkju og aðra matvælaframleiðslu. Stuðningur við garðyrkjubændur Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig unnið markvisst að því að tryggja niðurgreiðslu á flutningskostnaði raforku til garðyrkjubænda, þannig að niðurgreiðsluhlutfallið sé 95% samkvæmt samkomulagi við Bændasamtökin. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að viðhalda þessu samkomulagi og tryggja bændum stöðugleika í rekstri. Þetta stuðlar að auknu framboði á innlendum grænmetisvörum sem tryggir bæði hag almennings sem og matvælaöryggi. Nýsköpun og samkeppni í þágu garðyrkjunnar Mikilvægt er að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og skapa heilbrigðan samkeppnismarkað. Ein áskorun í starfsumhverfi garðyrkjubænda snýr að markaði fyrir kolsýru en þar eru spennandi tækifæri til framþróunar. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla samkeppni á þessum markaði sem getur orðið til þess að lækka kostnað bænda og stuðla að sjálfbærari framleiðslu. Framtíðin er græn og sjálfbær Það blasa við áskoranir í garðyrkju vegna breytinga á regluverki, svo sem vegna banns á kvikasilfurslömpum árið 2027. Tæknileg lagabreyting sem hefur umtalsverð áhrif á rekstrarumhverfi garðyrkjubænda. Mikilvægt er að mæta þeirri stöðu sem leiðir af slíkum breytingum sem kallar á fjárfestingar til uppfærslu á lýsingu í gróðurhúsum. Slík tækniþróun, ásamt árangursríkum jarðhitaleitarverkefnum, styrkir innviði garðyrkju og tryggir hagkvæmari rekstur til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn er staðfastur í að styðja íslenska garðyrkjubændur. Með sterkum innviðum og skýrri stefnu tryggjum við sjálfbærni, matvælaöryggi og grænni framtíð fyrir Ísland. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar