Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 23:17 Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun