Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 18:32 Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum segir erlenda fjárfesta hafa boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð með vatnsréttindum. Hann neitaði og vill stífari reglur. Margrét Ágústa Sigurðardóttir formaður Bændasamtakanna segir spákaupmennsku ríkja með jarðir hér á landi. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar segir vaxandi áhuga á vatni. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fótum vegna þess. Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit að sögn bónda. Bóndinn neitaði og vill fá ábúðaskyldu á jarðir. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Bændasamtökin hafa miklar áhyggjur af ásókn innlendra og erlendra fjárfesta í jarðir á landinu á meðan hefðbundinn landbúnaður hefur dregist mikið saman síðustu ár. Af 6500 lögbýlum hér á landi er stundaður hefðbundinn landbúnaður á fjórðungi þeirra, ferðaþjónusta, skógrækt eða hlunnindanýting á fimmtungi þeirra, búseta er á 15% jarða en fjórar af hverjum tíu eru í eyði.Vísir/Rúnar Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir fjárfesta sækja í vatns- og orkuauðlindir. Jarðaverð hafi margfaldast í verði vegna þróunarinnar sem hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir fólk sem vilji gerast bændur að kaupa. Neitaði erlendum fjárfesti sem bauð margfalt verð Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu tekur undir áhyggjurnar. Hann segir að fulltrúi á vegum erlends fyrirtækis hafi nýlega haft samband við hann og viljað kaupa jörð vegna vatnsauðlinda þar. Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum og flutningabílstjóri.Vísir „Það var útsendari fyrir erlent fyrirtæki sem hafði samband við mig vegna jarðar í okkar eigu. Það sem þeir voru fyrst og fremst að hugsa um voru vatnsréttindin sem tilheyra henni. Þeir fyrirhugðu líka skógrækt til að kolefnisjafna rekstur sinn. Þeir höfðu áhuga á að kaupa tuttugu jarðir í Húnavatnssýslu, helst þar sem landið hækkaði því þar væru mestu möguleikarnir að ná fersku vatni,“ segir Birgir. Birgir kveðst hafa neitað boðinu þrátt fyrir margfalt markaðsverð. „Þeir buðu miklu hærra verð en gengur og gerist hér á landi,“ segir hann. „Stórhættulegt“ Hann varar við slíkum uppkaupum. „Mér finnst það stórhættulegt ef við gerum ekkert í slíkum uppkaupum. Við getum við tapað landinu á örfáum árum verði ekki komið í veg fyrir þetta . Önnur lönd setja mun meiri kvaðir á slíka fjárfestingu en gert er hér á landi. Það þarf að bregðast við þessu t.d. með því að setja ábúðaskyldu á jarðir,“ segir hann. Jarðasöfnun víða áhyggjuefni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu um áhrif jarðasöfnunar á byggð árið 2021. Þar kom fram að jarðasöfnun sé áhyggjuefni víða um heim. Aðrar Evrópuþjóðir sporni við jarðakaupum erlendra ríkisborgara og spákaupmennsku. Grannþjóðir Íslendinga beiti ýmsum ráðum til þess að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fáar hendur. Norðmenn geri kröfu um búsetu á jörðum og nýta verður land undir venjulegan búrekstur. Í Danmörku verða menn að hafa átt heima í landinu í fimm ár til þess að fá að eignast jarðir og aðrar fasteignir. Þá kemur fram að Evrópusambandið telur jarðasöfnun ógna fjölskyldubúskap í sambandinu. Lagt er til að ríkjum sambandsins verði gefnar meiri heimildir til þess að hafa áhrif á viðskipti með land. Vaxandi ásókn í vatn Orkustofnun sér um leyfisveitingar vegna nýtingar á auðlindum. Kristján Geirsson settur forstjórinn segir sífellt fleiri fyrirtæki ásælast vatnsauðlindina. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar.Vísir/Einar „Við höfum orðið vör við all mikla aukningu í ásókn í grunnvatn, ekki síst í landeldi,“ segir Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar. Fyrrverandi orkumálastjóri benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján segir að fyrirtæki í landeldi sæki mikið í vatnsauðlindir nú en einnig fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fæti vegna ágangs í vatnsauðlindina. „Ásókn í vatn á ákveðnum stöðum hefur verið mjög mikil. Orkustofnun og aðrir aðilar hafa bent á að þó að vatnsauðlindin sé mjög mikil þá sé hún ekki óendanleg. Það þarf að fara varlega þegar farið er í miklar framkvæmdir og ganga ekki of á auðlindina á þeim stöðum,“ segir hann. Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Vatn Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Bændasamtökin hafa miklar áhyggjur af ásókn innlendra og erlendra fjárfesta í jarðir á landinu á meðan hefðbundinn landbúnaður hefur dregist mikið saman síðustu ár. Af 6500 lögbýlum hér á landi er stundaður hefðbundinn landbúnaður á fjórðungi þeirra, ferðaþjónusta, skógrækt eða hlunnindanýting á fimmtungi þeirra, búseta er á 15% jarða en fjórar af hverjum tíu eru í eyði.Vísir/Rúnar Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir fjárfesta sækja í vatns- og orkuauðlindir. Jarðaverð hafi margfaldast í verði vegna þróunarinnar sem hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir fólk sem vilji gerast bændur að kaupa. Neitaði erlendum fjárfesti sem bauð margfalt verð Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu tekur undir áhyggjurnar. Hann segir að fulltrúi á vegum erlends fyrirtækis hafi nýlega haft samband við hann og viljað kaupa jörð vegna vatnsauðlinda þar. Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum og flutningabílstjóri.Vísir „Það var útsendari fyrir erlent fyrirtæki sem hafði samband við mig vegna jarðar í okkar eigu. Það sem þeir voru fyrst og fremst að hugsa um voru vatnsréttindin sem tilheyra henni. Þeir fyrirhugðu líka skógrækt til að kolefnisjafna rekstur sinn. Þeir höfðu áhuga á að kaupa tuttugu jarðir í Húnavatnssýslu, helst þar sem landið hækkaði því þar væru mestu möguleikarnir að ná fersku vatni,“ segir Birgir. Birgir kveðst hafa neitað boðinu þrátt fyrir margfalt markaðsverð. „Þeir buðu miklu hærra verð en gengur og gerist hér á landi,“ segir hann. „Stórhættulegt“ Hann varar við slíkum uppkaupum. „Mér finnst það stórhættulegt ef við gerum ekkert í slíkum uppkaupum. Við getum við tapað landinu á örfáum árum verði ekki komið í veg fyrir þetta . Önnur lönd setja mun meiri kvaðir á slíka fjárfestingu en gert er hér á landi. Það þarf að bregðast við þessu t.d. með því að setja ábúðaskyldu á jarðir,“ segir hann. Jarðasöfnun víða áhyggjuefni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu um áhrif jarðasöfnunar á byggð árið 2021. Þar kom fram að jarðasöfnun sé áhyggjuefni víða um heim. Aðrar Evrópuþjóðir sporni við jarðakaupum erlendra ríkisborgara og spákaupmennsku. Grannþjóðir Íslendinga beiti ýmsum ráðum til þess að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fáar hendur. Norðmenn geri kröfu um búsetu á jörðum og nýta verður land undir venjulegan búrekstur. Í Danmörku verða menn að hafa átt heima í landinu í fimm ár til þess að fá að eignast jarðir og aðrar fasteignir. Þá kemur fram að Evrópusambandið telur jarðasöfnun ógna fjölskyldubúskap í sambandinu. Lagt er til að ríkjum sambandsins verði gefnar meiri heimildir til þess að hafa áhrif á viðskipti með land. Vaxandi ásókn í vatn Orkustofnun sér um leyfisveitingar vegna nýtingar á auðlindum. Kristján Geirsson settur forstjórinn segir sífellt fleiri fyrirtæki ásælast vatnsauðlindina. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar.Vísir/Einar „Við höfum orðið vör við all mikla aukningu í ásókn í grunnvatn, ekki síst í landeldi,“ segir Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar. Fyrrverandi orkumálastjóri benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján segir að fyrirtæki í landeldi sæki mikið í vatnsauðlindir nú en einnig fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fæti vegna ágangs í vatnsauðlindina. „Ásókn í vatn á ákveðnum stöðum hefur verið mjög mikil. Orkustofnun og aðrir aðilar hafa bent á að þó að vatnsauðlindin sé mjög mikil þá sé hún ekki óendanleg. Það þarf að fara varlega þegar farið er í miklar framkvæmdir og ganga ekki of á auðlindina á þeim stöðum,“ segir hann.
Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Vatn Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira