Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 18:32 Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum segir erlenda fjárfesta hafa boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð með vatnsréttindum. Hann neitaði og vill stífari reglur. Margrét Ágústa Sigurðardóttir formaður Bændasamtakanna segir spákaupmennsku ríkja með jarðir hér á landi. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar segir vaxandi áhuga á vatni. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fótum vegna þess. Erlendir fjárfestar buðu nýlega margfalt markaðsverð fyrir jörð vegna vatnsauðlinda og ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit að sögn bónda. Bóndinn neitaði og vill fá ábúðaskyldu á jarðir. Orkustofnun hefur þurft að bregðast við vegna aukins ágangs fyrirtækja í auðlindina. Bændasamtökin hafa miklar áhyggjur af ásókn innlendra og erlendra fjárfesta í jarðir á landinu á meðan hefðbundinn landbúnaður hefur dregist mikið saman síðustu ár. Af 6500 lögbýlum hér á landi er stundaður hefðbundinn landbúnaður á fjórðungi þeirra, ferðaþjónusta, skógrækt eða hlunnindanýting á fimmtungi þeirra, búseta er á 15% jarða en fjórar af hverjum tíu eru í eyði.Vísir/Rúnar Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir fjárfesta sækja í vatns- og orkuauðlindir. Jarðaverð hafi margfaldast í verði vegna þróunarinnar sem hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir fólk sem vilji gerast bændur að kaupa. Neitaði erlendum fjárfesti sem bauð margfalt verð Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu tekur undir áhyggjurnar. Hann segir að fulltrúi á vegum erlends fyrirtækis hafi nýlega haft samband við hann og viljað kaupa jörð vegna vatnsauðlinda þar. Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum og flutningabílstjóri.Vísir „Það var útsendari fyrir erlent fyrirtæki sem hafði samband við mig vegna jarðar í okkar eigu. Það sem þeir voru fyrst og fremst að hugsa um voru vatnsréttindin sem tilheyra henni. Þeir fyrirhugðu líka skógrækt til að kolefnisjafna rekstur sinn. Þeir höfðu áhuga á að kaupa tuttugu jarðir í Húnavatnssýslu, helst þar sem landið hækkaði því þar væru mestu möguleikarnir að ná fersku vatni,“ segir Birgir. Birgir kveðst hafa neitað boðinu þrátt fyrir margfalt markaðsverð. „Þeir buðu miklu hærra verð en gengur og gerist hér á landi,“ segir hann. „Stórhættulegt“ Hann varar við slíkum uppkaupum. „Mér finnst það stórhættulegt ef við gerum ekkert í slíkum uppkaupum. Við getum við tapað landinu á örfáum árum verði ekki komið í veg fyrir þetta . Önnur lönd setja mun meiri kvaðir á slíka fjárfestingu en gert er hér á landi. Það þarf að bregðast við þessu t.d. með því að setja ábúðaskyldu á jarðir,“ segir hann. Jarðasöfnun víða áhyggjuefni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu um áhrif jarðasöfnunar á byggð árið 2021. Þar kom fram að jarðasöfnun sé áhyggjuefni víða um heim. Aðrar Evrópuþjóðir sporni við jarðakaupum erlendra ríkisborgara og spákaupmennsku. Grannþjóðir Íslendinga beiti ýmsum ráðum til þess að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fáar hendur. Norðmenn geri kröfu um búsetu á jörðum og nýta verður land undir venjulegan búrekstur. Í Danmörku verða menn að hafa átt heima í landinu í fimm ár til þess að fá að eignast jarðir og aðrar fasteignir. Þá kemur fram að Evrópusambandið telur jarðasöfnun ógna fjölskyldubúskap í sambandinu. Lagt er til að ríkjum sambandsins verði gefnar meiri heimildir til þess að hafa áhrif á viðskipti með land. Vaxandi ásókn í vatn Orkustofnun sér um leyfisveitingar vegna nýtingar á auðlindum. Kristján Geirsson settur forstjórinn segir sífellt fleiri fyrirtæki ásælast vatnsauðlindina. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar.Vísir/Einar „Við höfum orðið vör við all mikla aukningu í ásókn í grunnvatn, ekki síst í landeldi,“ segir Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar. Fyrrverandi orkumálastjóri benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján segir að fyrirtæki í landeldi sæki mikið í vatnsauðlindir nú en einnig fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fæti vegna ágangs í vatnsauðlindina. „Ásókn í vatn á ákveðnum stöðum hefur verið mjög mikil. Orkustofnun og aðrir aðilar hafa bent á að þó að vatnsauðlindin sé mjög mikil þá sé hún ekki óendanleg. Það þarf að fara varlega þegar farið er í miklar framkvæmdir og ganga ekki of á auðlindina á þeim stöðum,“ segir hann. Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Vatn Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Bændasamtökin hafa miklar áhyggjur af ásókn innlendra og erlendra fjárfesta í jarðir á landinu á meðan hefðbundinn landbúnaður hefur dregist mikið saman síðustu ár. Af 6500 lögbýlum hér á landi er stundaður hefðbundinn landbúnaður á fjórðungi þeirra, ferðaþjónusta, skógrækt eða hlunnindanýting á fimmtungi þeirra, búseta er á 15% jarða en fjórar af hverjum tíu eru í eyði.Vísir/Rúnar Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir fjárfesta sækja í vatns- og orkuauðlindir. Jarðaverð hafi margfaldast í verði vegna þróunarinnar sem hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir fólk sem vilji gerast bændur að kaupa. Neitaði erlendum fjárfesti sem bauð margfalt verð Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatnssýslu tekur undir áhyggjurnar. Hann segir að fulltrúi á vegum erlends fyrirtækis hafi nýlega haft samband við hann og viljað kaupa jörð vegna vatnsauðlinda þar. Birgir Ingþórsson bóndi á Uppsölum og flutningabílstjóri.Vísir „Það var útsendari fyrir erlent fyrirtæki sem hafði samband við mig vegna jarðar í okkar eigu. Það sem þeir voru fyrst og fremst að hugsa um voru vatnsréttindin sem tilheyra henni. Þeir fyrirhugðu líka skógrækt til að kolefnisjafna rekstur sinn. Þeir höfðu áhuga á að kaupa tuttugu jarðir í Húnavatnssýslu, helst þar sem landið hækkaði því þar væru mestu möguleikarnir að ná fersku vatni,“ segir Birgir. Birgir kveðst hafa neitað boðinu þrátt fyrir margfalt markaðsverð. „Þeir buðu miklu hærra verð en gengur og gerist hér á landi,“ segir hann. „Stórhættulegt“ Hann varar við slíkum uppkaupum. „Mér finnst það stórhættulegt ef við gerum ekkert í slíkum uppkaupum. Við getum við tapað landinu á örfáum árum verði ekki komið í veg fyrir þetta . Önnur lönd setja mun meiri kvaðir á slíka fjárfestingu en gert er hér á landi. Það þarf að bregðast við þessu t.d. með því að setja ábúðaskyldu á jarðir,“ segir hann. Jarðasöfnun víða áhyggjuefni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði skýrslu um áhrif jarðasöfnunar á byggð árið 2021. Þar kom fram að jarðasöfnun sé áhyggjuefni víða um heim. Aðrar Evrópuþjóðir sporni við jarðakaupum erlendra ríkisborgara og spákaupmennsku. Grannþjóðir Íslendinga beiti ýmsum ráðum til þess að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fáar hendur. Norðmenn geri kröfu um búsetu á jörðum og nýta verður land undir venjulegan búrekstur. Í Danmörku verða menn að hafa átt heima í landinu í fimm ár til þess að fá að eignast jarðir og aðrar fasteignir. Þá kemur fram að Evrópusambandið telur jarðasöfnun ógna fjölskyldubúskap í sambandinu. Lagt er til að ríkjum sambandsins verði gefnar meiri heimildir til þess að hafa áhrif á viðskipti með land. Vaxandi ásókn í vatn Orkustofnun sér um leyfisveitingar vegna nýtingar á auðlindum. Kristján Geirsson settur forstjórinn segir sífellt fleiri fyrirtæki ásælast vatnsauðlindina. Kristján Geirsson forstjóri Orkustofnunar.Vísir/Einar „Við höfum orðið vör við all mikla aukningu í ásókn í grunnvatn, ekki síst í landeldi,“ segir Kristján Geirsson settur forstjóri Orkustofnunar. Fyrrverandi orkumálastjóri benti á það á síðasta ári að eitt einstakt fyrirtæki í landeldi noti þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Kristján segir að fyrirtæki í landeldi sæki mikið í vatnsauðlindir nú en einnig fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Stofnunin hafi þurft að spyrna við fæti vegna ágangs í vatnsauðlindina. „Ásókn í vatn á ákveðnum stöðum hefur verið mjög mikil. Orkustofnun og aðrir aðilar hafa bent á að þó að vatnsauðlindin sé mjög mikil þá sé hún ekki óendanleg. Það þarf að fara varlega þegar farið er í miklar framkvæmdir og ganga ekki of á auðlindina á þeim stöðum,“ segir hann.
Landbúnaður Landeldi Orkumál Öryggis- og varnarmál Vatn Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira